Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Varaþingmaður VG segir sig úr flokknum vegna útlendingafrumvarpsins

Daní­el E. Arn­ar­son vara­þing­mað­ur Vinstri grænna sagði sig úr flokkn­um nokkr­um mín­út­um eft­ir að þing­menn flokks­ins kusu með út­lend­inga­frum­varpi Jóns Gunn­ars­son­ar dóms­mála­ráð­herra. „Því mið­ur þá get ég ekki stað­ið á bakvið hreyf­ingu sem sam­þykk­ir skerð­ingu á rétt­ind­um til eins við­kvæm­asta hóp sam­fé­lags­ins.“

Varaþingmaður VG segir sig úr flokknum vegna útlendingafrumvarpsins
Axlar ábyrgð Daníel segir að með úrsögn sinni úr VG sé hann að axla ábyrgð á því að hafa ekki tekist að koma í veg fyrir samþykkt útlendingafrumvarpsins. Mynd: Davíð Þór

Daníel E. Arnarson, varaþingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og framkvæmdastjóri Samtakanna ´78, hefur sagt sig úr flokknum. Það gerði hann nokkrum mínútum eftir að þingmenn flokksins kusu með útlendingafrumvarpi Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra í gærkvöldi. Daníel var starfandi framkvæmdastjóri Vinstri grænna á árunum 2014-2016.

Daníel segir í færslu á Facebook að hann hafi, þegar hann bauð sig fram í prófkjöri Vinstri grænna árið 2021, sett á oddinn meiri mannúð í útlendingamálum. Hann hafi fengið fjölda fólks til að ganga til liðs við flokkinn, fólk sem hafi verið honum sammála hvað varðar þær áherslur.

„Það eru engin stjórnmál án ábyrgðar, og ég finn til ábyrgðar á þessari stundu. Ég var alla tíð á móti þessu frumvarpi og gerði mitt allra besta til þess að stöðva það. Það tókst ekki. Því verð ég að bera ákveðna ábyrgð og nokkrum mínútum eftir að þingfólk Vinstri grænna kaus með þessu frumvarpi þá skráði ég mig úr hreyfingunni. Ekki einungis vonbrigðanna vegna,“ skrifar Daníel.

Daníel rekur einnig að honum þyki afskaplega þungt að stíga það skref að segja sig úr flokknum. Hann hafi unnið innan flokksins í meira en sautján ár og líti á fólk innan flokksins sem fjölskyldu sína, sem hafi alið hann upp. „Mér þykir enn afar vænt um fólkið í VG en því miður þá get ég ekki staðið á bakvið hreyfingu sem samþykkir skerðingu á réttindum til eins viðkvæmasta hóp samfélagsins.“

Daníel tekur að lokum fram að hann muni ekki taka sæti sem varaþingmaður ef þingmenn flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður forfallist heldur muni hann vísa áfram á næstu manneskju á lista.

 Áhrifafólk ályktar gegn frumvarpinu

Landsfundur Vinstri grænna hefst á Akureyri á morgun. Meðal draga að ályktunum sem liggja fyrir fundinum eru drög að ályktun um útlendingamál þar sem meðal annars segir: „Leggst landsfundurinn eindregið gegn frumvarpi dómsmálaráðherra til breytinga á lögum um útlendinga sem lagt hefur verið ítrekað fram á Alþingi. Jafnframt fordæmir landsfundurinn þá útlendingaandúð sem hefur verið viðhöfð í tengslum við umræðu um frumvarpið. Er það sérstaklega alvarlegt þegar kjörnir fulltrúar nýta sér valdastöðu sína til að dreifa röngum upplýsingum og gróusögum um málaflokkinn. Öll samfélagsumræða um jaðarsetta og viðkvæma hópa, ekki síst fólk á flótta, verður að byggja staðreyndum og virðingu.“

„Þingmenn sem greiddu atkvæði með frumvarpinu mega bera skömm fyrir.“
Framkvæmdastjórn Ungra vinstri grænna
um samþykkt útlendingafrumvarpsins.

Daníel var einn þeirra flokksfélaga sem lagði ályktunardrögin fram, ásamt fleira flokksfólki sem gegnt hefur trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Meðal þeirra eru Álfhildur Leifsdóttir, oddviti flokksins í sveitarfélaginu Skagafirði, Elín Oddný Sigurðardóttir, fyrrverandi varaborgarfulltrúi og fyrrverandi ritari flokksins og Hólmfríður Árnadóttir, oddviti flokksins í Suðurkjördæmi. Þá er Gerður Gestsdóttir Valgerðardóttir ein þeirra sem leggur ályktunina fram. Gerður var í október í fyrra skipuð formaður flóttamannanefndar af Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félags- og vinnumarkaðsráðherra, sem jafnframt er varaformaður Vinstri grænna.

Af átta þingmönnum Vinstri grænna greiddu sex atkvæði með samþykkt frumvarpsins, þar af tveir af þremur ráðherrum flokksins. Já sögðu þau Bjarni Jónsson, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Jódís Skúladóttir, Orri Páll Jóhannsson, Steinunn Þóra Árnadóttir og Svandís Svavarsdóttir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir voru fjarverandi við atkvæðagreiðsluna.

Þá hefur framkvæmdastjórn Ungra vinstri grænna, sem einnig skrifa undir ályktunardrögin sem nefnd eru hér að framan, birt yfirlýsingu á Facebook síðu sinni. Þar segir: „Framkvæmdastjórn Ungra Vinstri grænna harmar það að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra hafi fengið samþykki Alþingis. Þingmenn sem greiddu atkvæði með frumvarpinu mega bera skömm fyrir.“

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
3
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
5
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.
Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár