Það eru 417 ár síðan. Lágur höfði skagaði út í sjó, hvít sandströnd bæði norður og suður út frá höfðanum svo langt sem augað eygði. Upp af ströndinni þéttur skógur samfelldur. Skammt út af höfðanum hefur varpað akkerum svolítið tvímastra skip, það heitir Duyfken, rennileg jagt sem nú myndi flokkast 80 tonn eða þar um bil. Í áhöfn eru um 20 manns og það er léttabátur með nokkrum mönnum á leið upp í fjöruna. Sumir bátsverja eru hollenskir, aðrir upprunnir á Jakarta á eyjunni Jövu þar sem Hollendingar voru þá að koma sér fyrir.
Frá Jakarta hafði Duyfken lagt upp í nóvember 1605 undir stjórn Willem Janzsoon skipstjóra, og stefnt fyrst til Bandaeyja, eina staðarins í veröldinni þar sem múskat-tréð óx, og svo lengra í austur, upp að ströndum Nýju-Gíneu, risavaxinnar lítt kannaðrar eyjar þar sem Hollendingar vonuðust til að finna eitthvað til að versla með.
Gríðarlegur hávaði
Eftir að …
Athugasemdir (1)