Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þegar Ástralíumenn lærðu ekki að yrkja jörðina

Síð­ast­lið­inn fimmtu­dag, 23. mars, tók stjórn Ástr­al­íu þá ákvörð­un að halda þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um hvort vísa skuli sér­stak­lega til frum­byggja lands­ins og reynslu þeirra í stór­n­ar­skrá. Ekki von­um seinna, segja marg­ir. Ástr­al­ía hef­ur breyst meira þá ára­tugi sem mað­ur­inn hef­ur bú­ið þar en lengst af hef­ur ver­ið tal­ið. Þótt fólki blöskri hve út­breidd­ar eyði­merk­ur eru þar og land­ið hrjóstr­ugt, þá mun eyj­an stóra nú vera nán­ast eins og frjó­sam­ur blóma­garð­ur mið­að við ástand­ið þeg­ar menn komu þang­að fyrst.

Þegar Ástralíumenn lærðu ekki að yrkja jörðina
Þessi mynd er ein þeirra fyrstu sem teknar voru af frumbyggjum Ástralíu. Það var um 1858, ljósmyndarar voru Antoine Fauchery og Richard Daintree. Sá karl sem hér var ljósmyndaður í hátíðarskrúða var að sönnu búsettur á því svæði sem nú er kallað Victoria og því víðsfjarri York-skaga í Queensland þar sem Dyufken kom að landi 1606. Frumbyggjarnir þar og þessi ónefndi karl í Victoriu hafa verið af sitthvoru þjóðerninu.

Það eru 417 ár síðan. Lágur höfði skagaði út í sjó, hvít sandströnd bæði norður og suður út frá höfðanum svo langt sem augað eygði. Upp af ströndinni þéttur skógur samfelldur. Skammt út af höfðanum hefur varpað akkerum svolítið tvímastra skip, það heitir Duyfken, rennileg jagt sem nú myndi flokkast 80 tonn eða þar um bil. Í áhöfn eru um 20 manns og það er léttabátur með nokkrum mönnum á leið upp í fjöruna. Sumir bátsverja eru hollenskir, aðrir upprunnir á Jakarta á eyjunni Jövu þar sem Hollendingar voru þá að koma sér fyrir.

Frá Jakarta hafði Duyfken lagt upp í nóvember 1605 undir stjórn Willem Janzsoon skipstjóra, og stefnt fyrst til Bandaeyja, eina staðarins í veröldinni þar sem múskat-tréð óx, og svo lengra í austur, upp að ströndum Nýju-Gíneu, risavaxinnar lítt kannaðrar eyjar þar sem Hollendingar vonuðust til að finna eitthvað til að versla með.

Gríðarlegur hávaði

Eftir að …

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Halldór Svansson skrifaði
    Ég er að hugsa um að hætta að styrkja ykkur því flestar fréttir og greinar eru mér duldar þó ég greiði áskrift reglulega.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Hvers vegna stöðvuðust friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna?
Flækjusagan

Hvers vegna stöðv­uð­ust frið­ar­við­ræð­ur Rússa og Úkraínu­manna?

Fyrstu vik­urn­ar eft­ir inn­rás Rússa í Úkraínu 24. fe­brú­ar 2022 áttu samn­inga­menn ríkj­anna við­ræð­ur um frið­ar­samn­inga sem virt­ust á tíma­bili lík­leg­ar til að skila ár­angri. Þær fóru þó út um þúf­ur að lok­um. Banda­ríska blað­ið The New York Times hef­ur rann­sak­að ástæð­ur þess og hér er fjall­að um nið­ur­stöð­ur blaðs­ins.
Tommie Smith er áttræður: Fæddur sama dag og innrásin í Normandý, rekinn af ólympíuleikum fyrir mótmæli
Flækjusagan

Tommie Smith er átt­ræð­ur: Fædd­ur sama dag og inn­rás­in í Norm­an­dý, rek­inn af ólymp­íu­leik­um fyr­ir mót­mæli

Í dag, 6. júní 2024, er hald­ið upp á að rétt 80 ár eru lið­in frá því að her­ir hinna vest­rænu Banda­manna gegn Hitlers-Þýskalandi gerðu inn­rás á Norm­an­dý-skaga í Frakklandi 6. júní 1944. Þessi inn­rás ein og sér réði ekki úr­slit­um í síð­ari heims­styrj­öld en hún stytti þó áreið­an­lega stríð­ið um að minnsta kosti eitt eða tvö ár. En sama...

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár