Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Þegar Ástralíumenn lærðu ekki að yrkja jörðina

Síð­ast­lið­inn fimmtu­dag, 23. mars, tók stjórn Ástr­al­íu þá ákvörð­un að halda þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um hvort vísa skuli sér­stak­lega til frum­byggja lands­ins og reynslu þeirra í stór­n­ar­skrá. Ekki von­um seinna, segja marg­ir. Ástr­al­ía hef­ur breyst meira þá ára­tugi sem mað­ur­inn hef­ur bú­ið þar en lengst af hef­ur ver­ið tal­ið. Þótt fólki blöskri hve út­breidd­ar eyði­merk­ur eru þar og land­ið hrjóstr­ugt, þá mun eyj­an stóra nú vera nán­ast eins og frjó­sam­ur blóma­garð­ur mið­að við ástand­ið þeg­ar menn komu þang­að fyrst.

Þegar Ástralíumenn lærðu ekki að yrkja jörðina
Þessi mynd er ein þeirra fyrstu sem teknar voru af frumbyggjum Ástralíu. Það var um 1858, ljósmyndarar voru Antoine Fauchery og Richard Daintree. Sá karl sem hér var ljósmyndaður í hátíðarskrúða var að sönnu búsettur á því svæði sem nú er kallað Victoria og því víðsfjarri York-skaga í Queensland þar sem Dyufken kom að landi 1606. Frumbyggjarnir þar og þessi ónefndi karl í Victoriu hafa verið af sitthvoru þjóðerninu.

Það eru 417 ár síðan. Lágur höfði skagaði út í sjó, hvít sandströnd bæði norður og suður út frá höfðanum svo langt sem augað eygði. Upp af ströndinni þéttur skógur samfelldur. Skammt út af höfðanum hefur varpað akkerum svolítið tvímastra skip, það heitir Duyfken, rennileg jagt sem nú myndi flokkast 80 tonn eða þar um bil. Í áhöfn eru um 20 manns og það er léttabátur með nokkrum mönnum á leið upp í fjöruna. Sumir bátsverja eru hollenskir, aðrir upprunnir á Jakarta á eyjunni Jövu þar sem Hollendingar voru þá að koma sér fyrir.

Frá Jakarta hafði Duyfken lagt upp í nóvember 1605 undir stjórn Willem Janzsoon skipstjóra, og stefnt fyrst til Bandaeyja, eina staðarins í veröldinni þar sem múskat-tréð óx, og svo lengra í austur, upp að ströndum Nýju-Gíneu, risavaxinnar lítt kannaðrar eyjar þar sem Hollendingar vonuðust til að finna eitthvað til að versla með.

Gríðarlegur hávaði

Eftir að …

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Halldór Svansson skrifaði
    Ég er að hugsa um að hætta að styrkja ykkur því flestar fréttir og greinar eru mér duldar þó ég greiði áskrift reglulega.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Saga Írans 5: Kameldýrakarl frá Baktríu, frumlegasti trúarhöfundur sögunnar
Flækjusagan

Saga Ír­ans 5: Kam­eldýra­karl frá Baktríu, frum­leg­asti trú­ar­höf­und­ur sög­unn­ar

Í síð­ustu grein (sjá hana hér) var þar kom­ið sögu að stofn­andi Persa­veld­is, Kýrus hinn mikli, var horf­inn úr heimi. Það gerð­ist ár­ið 530 FT en áhrifa hans átti eft­ir að gæta mjög lengi enn og má vel segja að Kýrus sé enn af­ar vold­ug­ur í hug­ar­heimi Ír­ana. En nú spóla ég að­eins aft­ur í tím­ann og dreg fram ann­an...

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár