Fyrri aukaspurning:
Hvað er það sem þarna má sjá á fingri manns?
***
Aðalspurningar:
1. Kendo heitir bardagaíþrótt ein sem upprunnin er í ... hvaða landi'
2. Í kendo er slegist með stöfum eða prikum sem verða að vera úr alveg sérstöku efni. Hvaða efni er það? Svarið þar að vera nákvæmt.
3. Í hvaða landi er baðströndin Albufeira?
4. Kona nokkur flutti sig frá Stöð 2 yfir til RUV á árinu og fékk fyrir nokkrum vikum blaðamannaverðlaun ársins fyrir störf sín á báðum vinnustöðum. Hvað heitir hún?
5. Rínargull, Valkyrjan, Siegfried og Ragnarök eru fjórir hlutar af einu og sama verkinu. Í heild er verkið kallað ... hvað?
6. Og hver var höfundur þess?
7. Ganýmedes, Íó, Evrópa og Callistó eru fjögur stór tungl við tiltekna reikistjörnu hér í sólkerfinu. Hver er sú reikistjarna?
8. Það var árið 1610 sem þessi fjögur tungl sáust fyrst í sjónauka frá Jörðu, eftir því sem best er vitað. Hver var það sem gægðist í þann sjónauka og sá tunglin fyrstur?
9. Í hvaða landi er kunnasta borgin sem heitir Mainz?
10. Gollurshús er eins konar poki eða vefur utan um tiltekið líffæri mannsins. Hvaða líffæri?
***
Seinni aukaspurning:
Hvað nefnast þessi hljóðfæri — nákvæmlega?
***
Svör við aukaspurningum:
1. Japan.
2. Bambus.
3. Portúgal.
4. Sunna Valgerðardóttir.
5. Niflungahringurinn, Der Ring des Niebelungen.
6. Wagner.
7. Júpíter.
8. Galíleo.
9. Þýskalandi.
10. Hjartað.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni eru hamar, steðji og ístað, minnstu bein mannslíkamans. Þau eru í eyranu.
Á neðri myndinni eru bongó-trommur.
Athugasemdir