Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Gildi lét bóka „verulegar athugasemdir“ við sérstakan kaupauka til stjórnenda Símans

Æðstu stjórn­end­ur Sím­ans fengu sex mán­aða kaupauka til við­bót­ar við há­marks­kaupauka í fyrra fyr­ir að selja Mílu. Alls fékk hóp­ur­inn, sem tel­ur sex manns, 114 millj­ón­ir króna í kaupauka á síð­asta ári. Gildi tel­ur að um­fang launa­kjara stjórn­end­anna sé með þeim hætti að ekk­ert til­efni hafi ver­ið til svo um­fangs­mik­illa greiðslna.

Gildi lét bóka „verulegar athugasemdir“ við sérstakan kaupauka til stjórnenda Símans
Bókuðu mótmæli Árni Guðmundsson er framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs. Mynd: Landssamtök lífeyrissjóða

Gildi lífeyrissjóður lét bóka „verulegar athugasemdir“ við umfang greiðslu Símans á grundvelli sérstaks kaupaukakerfis sem sett var upp í tengslum við sölu félagsins á Mílu í fyrra á aðalfundi félagsins í gær. „Að mati sjóðsins er umfang launakjara stjórnenda hjá félaginu með þeim hætti, þegar allt er saman tekið, að ekki hafi verið tilefni til svo umfangsmikilla greiðslna til viðbótar við það sem gert er ráð fyrir samkvæmt gildandi starfskjarastefnu.“ Þetta kemur fram í fundargerð aðalfundarins. Gildi á 5,33 prósent hlut í Símanum og er sjötti stærsti hluthafi félagsins.

Í hinu sérstaka kaupaukakerfi fólst að æðstu stjórnendur Símans fengu sex mánaða kaupauka til viðbótar við hámarks kaupauka á grundvelli kaupaukakerfis í starfskjarastefnu. Það leiddi til þess að Orri Hauksson, forstjóri Símans fékk 42,6 milljónir króna í kaupauka í fyrra sem var næstum fjórum sinnum hærri en kaupaukinn sem hann fékk árið 2021. Til viðbótar fengu framkvæmdastjórar innan Símans, alls …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bráðafjölskylda á vaktinni
5
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár