Gildi lífeyrissjóður lét bóka „verulegar athugasemdir“ við umfang greiðslu Símans á grundvelli sérstaks kaupaukakerfis sem sett var upp í tengslum við sölu félagsins á Mílu í fyrra á aðalfundi félagsins í gær. „Að mati sjóðsins er umfang launakjara stjórnenda hjá félaginu með þeim hætti, þegar allt er saman tekið, að ekki hafi verið tilefni til svo umfangsmikilla greiðslna til viðbótar við það sem gert er ráð fyrir samkvæmt gildandi starfskjarastefnu.“ Þetta kemur fram í fundargerð aðalfundarins. Gildi á 5,33 prósent hlut í Símanum og er sjötti stærsti hluthafi félagsins.
Í hinu sérstaka kaupaukakerfi fólst að æðstu stjórnendur Símans fengu sex mánaða kaupauka til viðbótar við hámarks kaupauka á grundvelli kaupaukakerfis í starfskjarastefnu. Það leiddi til þess að Orri Hauksson, forstjóri Símans fékk 42,6 milljónir króna í kaupauka í fyrra sem var næstum fjórum sinnum hærri en kaupaukinn sem hann fékk árið 2021. Til viðbótar fengu framkvæmdastjórar innan Símans, alls …
Athugasemdir