Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1083. spurningaþraut: „Þrútið var loft og þungur sjór“

1083. spurningaþraut: „Þrútið var loft og þungur sjór“

Fyrri aukaspurning:

Hvaða fjórmenninga má sjá á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Einn fyrsti nafngreindi gamanleikjahöfundur heimsins var uppi í Grikklandi á 4. öld fyrir Krist. Hann skrifaði til dæmis frægt grínleikrit um eitt fyrsta verkfallið sem sögur fara af í heiminum, hvort heldur í bókmenntum eða raunveruleikanum. Hverjir eða hverjar fóru í hvernig verkfall, og hver var tilgangurinn með verkfallinu?

2.  En hvað hét grínleikjahöfundurinn?

3.  Í hvaða heimsálfu er ríkið Malí?

4.  Karl Bretakóngur endurvakti nýlega tignarheitið hertogi af Edinborg sem ekki hafði verið í notkun um skeið. Hver varð hertogi af Edinborg við þetta tækifæri?

5. En hver var hertogi af Edinborg síðast?

6.  Eggert Ólafsson ferðaðist við annan mann um Ísland og skrifuðu þeir síðan fræga Ferðabók sem er einstæð lýsing á náttúru landsins og lífsháttum íbúa. En hvenær hófst ferðalag þeirra tvímenninga? Var það 1452 — 1552 — 1652 — 1752 — eða 1852?

7.  Og meðal annarra orða, hvað hét ferðafélagi Eggerts?

8.  Um dauða Eggerts Ólafssonar orti þjóðskáld eitt frægt kvæði sem hefst svo: „Þrútið var loft og þungur sjór, / þokudrungað vor. / Það var hann Eggert Ólafsson / sem ýtti frá kaldri ...“ Frá kaldri hvað?

9.  En hver orti þetta kvæði?

10.  Hvað heitir svæði það er íþróttafélagið Valur hefur aðsetur á í Reykjavík?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða hlutur er hér á ferð?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Konur fóru í kynlífsverkfall og neituðu eiginmönnum sínum um kynmök nema þeir hættu stríðsátökum.

2.  Aristófanes.

3.  Afríku.

4.  Játvarður, Edward, bróðir Karls.

5.  Filippus faðir Karls.

6.  1752.

7.  Bjarni Pálsson.

8.  Skor.

9.  Matthías Jochumsson.

10.  Hlíðarendi.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni eru Bítlarnir.

Á neðri myndinni er eldflaugin sem flutti Tinna til tunglsins.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "Á efri myndinni eru Bítlarnir."
    Með Member of the British Empire orðuna. Mörgum þótti þetta hneyksli á sínum tíma, sumir orðuhafar skiluðu sínum orðum.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Það var enga vernd að fá“
2
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár