Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Alcoa lét undan þrýstingi og borgar jafnvel tekjuskatt strax í ár

Allt stefn­ir í að Alcoa muni greiða tekju­skatt á Ís­landi í ár. Það yrði þá í fyrsta sinn sem rík­ið fengi skatt af hagn­aði ál­vers­ins á Reyð­ar­firði. Lengi vel leit út fyr­ir að sér­samn­ing­ar ís­lenskra stjórn­valda við Alcoa gerðu það að verk­um að fé­lag­ið þyrfti aldrei að greiða skatt hér á landi. Gagn­rýni og þrýst­ing­ur varð til þess að fyr­ir­tæk­ið sjálft lét und­an og kaus að greiða hér skatt.

Alcoa lét undan þrýstingi og borgar jafnvel tekjuskatt strax í ár

Álver Alcoa við Reyðarfjörð, sem hóf starfsemi árið 2007, var og er ein stærsta erlenda fjárfestingin sem komið hefur inn í íslenskt atvinnulíf, eða í kringum 230 milljarða króna. Fjárfestingin virðist þó hafa margborgað sig enda hefur Alcoa ítrekað stært sig af því að álverið hér á landi sé því mikilvæg tekjulind, ekki síst vegna hagstæðra samninga sem gerðir voru við stjórnvöld hér á landi, bæði í gegnum raforkusamning við Landsvirkjun og eins með sérstökum ívilnandi fjárfestingasamningi við íslenska ríkið.

Í ársreikningi Alcoa International fyrir áratug síðan sagði til að mynda að „hagstætt orkuverð“ á Íslandi hafi gert það að verkum að álverið við Reyðarfjörð sé það álver fyrirtækisins sem skili fyrirtækinu einna mestum hagnaði á heimsvísu, en Alcoa starfrækir hátt í tuttugu álver í þremur heimsálfum.

„Ódýr orka og tækniframfarir hafa leitt til þess að bræðslur okkar í Noregi og á Íslandi eru þær arðbærustu í aðalstarfsemi okkar á …
Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • K Hulda Guðmundsdóttir skrifaði
    Þetta er frábærlega skýr og upplýsandi umfjöllun. Takk Helgi. Ég vissi ekki að við hefðum svona lengi verið með vaxta-bókhalds-brellu-möguleikann. Eða þessi ívilnunarsamningur. Þvílíkur endemis afleikur íslenskra pólitíkusa! Víti til varnaðar í vindorku- og rafeldsneytiskapphlaupinu.
    0
  • HR
    Hilmar Ragnarsson skrifaði
    Hvaða fáráðlingar sömdu við Alcoa, er einhver þeirra enn á þingi?
    1
  • Steinþór Grímsson skrifaði
    Öll erlend fyrirtæki sem gerast sek um skattaundanskot eiga bara að fara! Það þarf að taka fyrir svona barbabrellur og undanskot og sækja þá til saka sem hafa hjálpað til við skattsvik.
    3
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Þá vaknar auðvitað spurningin um önnur fyrirtæki í eigu erlendra aðila bæði stór og smá? Síðan er það eilífa mál sem er orkuverðið.
    0
  • OÖM
    Oddur Örvar Magnússon skrifaði
    "Gætum orðið ríkari en norðmenn."
    „Ef þú ættir gullnámu, og þú hefðir ekkert áhuga á gullinu sjálfu. Þú værir tilbúinn að gefa gullið frá þér, ef þú værir viss um að hafa góð laun við það að grafa gullið upp.“
    Þannig er íslenska aðferðin.
    https://www.visir.is/k/clp33438
    4
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Það á að leggja veltuskatt á erlendu auðhringana, t.d. 20%. Þeir hafa sérhæft sig í að komast hjá bókhaldssköttum.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár