Álver Alcoa við Reyðarfjörð, sem hóf starfsemi árið 2007, var og er ein stærsta erlenda fjárfestingin sem komið hefur inn í íslenskt atvinnulíf, eða í kringum 230 milljarða króna. Fjárfestingin virðist þó hafa margborgað sig enda hefur Alcoa ítrekað stært sig af því að álverið hér á landi sé því mikilvæg tekjulind, ekki síst vegna hagstæðra samninga sem gerðir voru við stjórnvöld hér á landi, bæði í gegnum raforkusamning við Landsvirkjun og eins með sérstökum ívilnandi fjárfestingasamningi við íslenska ríkið.
Í ársreikningi Alcoa International fyrir áratug síðan sagði til að mynda að „hagstætt orkuverð“ á Íslandi hafi gert það að verkum að álverið við Reyðarfjörð sé það álver fyrirtækisins sem skili fyrirtækinu einna mestum hagnaði á heimsvísu, en Alcoa starfrækir hátt í tuttugu álver í þremur heimsálfum.
„Ódýr orka og tækniframfarir hafa leitt til þess að bræðslur okkar í Noregi og á Íslandi eru þær arðbærustu í aðalstarfsemi okkar á …
„Ef þú ættir gullnámu, og þú hefðir ekkert áhuga á gullinu sjálfu. Þú værir tilbúinn að gefa gullið frá þér, ef þú værir viss um að hafa góð laun við það að grafa gullið upp.“
Þannig er íslenska aðferðin.
https://www.visir.is/k/clp33438