Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Evrópa og ný skipting heimsins

Ótt­inn við stríð­an straum flótta­manna er einn sterk­asti drif­kraft­ur evr­ópskra stjórn­mála. Póli­tísk­ar af­leið­ing­ar slíks ótta gætu vald­ið mikl­um skemmd­um á evr­ópsk­um sam­fé­lög­um. Þetta er sam­evr­ópsk­ur vandi. Hann krefst ná­inn­ar sam­vinnu.

Evrópa og ný skipting heimsins
Flóttafólk Óttinn við stríðan straum flóttamanna er einn sterkasti drifkraftur evrópskra stjórnmála. Mynd: AFP

Heimurinn er að skiptast með nýjum hætti. Ekki í tvær blokkir eins og í kalda stríðinu, heldur í óstöðug og takmörkuð bandalög margra stórvelda, svæðisbundin valdakerfi og flókin flekaskil sem spanna alla jörðina. Nýjar ógnir við öryggi þjóða eru að birtast. Ríki, jafnvel stórveldin, eiga sífellt erfiðara með að tryggja hagsmuni sína án mikillar samvinnu. Árangur þjóða ræðst æ meir af hæfni þeirra til þátttöku í nánum bandalögum ríkja. 

Lítil og stór álfa

Stutt er síðan Evrópa réði heiminum og enn sýnist álfan okkar giska stór. Ekki á heimskorti þar sem hún er skagi út úr Asíu. Og ekki lengur að mannfjölda því hún verður sífellt minni í ört vaxandi mannhafi heimsins. En í nánast öllu öðru tilliti er Evrópa fyrirferðarmikil í heiminum. Hún er heimkynni flestra þeirra þjóðfélaga sem tróna efst á nánast öllum listum um góðan árangur ríkja, allt frá menntun og heilbrigði til jafnréttis, kaupmáttar, mannréttinda, lýðræðis og öryggis. Evrópskar borgir drottna á flestum listum yfir notalegustu og lífvænlegustu borgir heimsins. En stjórnmál álfunnar einkennast þó oft af ótta og reiði.

Lexíur af Brexit 

Útganga Breta og innrás Rússa í Úkraínu breytti tilfinningum íbúa Evrópu fyrir stöðu sinni í heiminum. Öfugt við slagorðakenndan aðdraganda Brexit urðu deilurnar og atburðarás Brexit upplýsandi fyrir fólk. ESB varð skiljanlegri veruleiki. Raunveruleg valdakerfi, uppbygging, starf og tilgangur ESB varð ljósari. 

Einfeldningslegar kenningar um Brusselvaldið og andlitslausa embættismenn hafa að mestu vikið fyrir öllu vitrænni umræðu um ástæður aukinnar samvinnu ríkja og veruleikann í Evrópu. Jafnvel popúlistar á hægri kanti stjórnmála í flestum löndum ESB berjast ekki lengur fyrir útgöngu sinna ríkja. Vaxandi meirihluti breskra kjósenda telur að útgangan úr ESB hafi verið mistök en einungis þriðjungur að Brexit hafi verið rétt ákvörðun.   

Hið eiginlega fullveldi

Stuðningur við náið Evrópusamstarf hefur sennilega aldrei verið dýpri og almennari í álfunni. Fregnir af deilum munu þó áfram einkenna fréttir fjölmiðla af ESB enda ekki annars af vænta af nánu samstarfi nær þrjátíu ólíkra ríkja með jafnmörg þjóðþing og hundruð stjórnmálaflokka. 

Niðurstaðan af Brexit er hins vegar sú að fleiri en áður gera sér ljóst að hin eiginlega fullveldisbarátta í  Evrópu snýst ekki um ítrasta sjálfræði einstakra ríkja, heldur um möguleika evrópskra samfélaga til að ráða sem mestu um örlög sín í risastórum, samtengdum og ófriðlegum heimi. Möguleikar Evrópuríkja til þess fara minnkandi og hvíla sífellt meira á nánu samstarfi.  

Lexíur af Úkraínu

Innrásin í Úkraínu jók líka stuðning við samstarf Evrópuríkja. Hún varð hins vegar einnig til þess að hugmyndir um hernaðarlegt sjálfstæði Evrópu frá Bandaríkjunum víkja að mestu til hiðar. Niðurstaðan er annars vegar sú að ESB myndar nú þéttari og sterkari pólitíska og efnahagslega blokk en áður og hins vegar að öryggi Evrópu verður áfram nátengt Bandaríkjunum í breyttri heimskipan. Þótt menningarlegar og pólitískar gjár á milli Evrópu og Bandaríkjanna fari breikkandi verða Vesturlönd því áfram til sem einn fleki í þeim hnattrænu umbrotum sem nú eiga sér stað. Þetta á sérstaklega við um öryggismál en síður annað, allt frá pólitískum gildum til viðskiptahagsmuna. 

Hvorum megin lendir Rússland?

Þótt stríðið í Úkraínu hafi þjappað Vesturlöndum saman er alveg ljóst að vestrænu forræði í heiminum hnignar og það nokkuð hratt. Í risasamfélögum Asíu er litið á Úkraínustríðið sem staðbundið evrópskt vandamál. Það sem skiptir máli fyrir framtíðina, segir fólk í flestum stærstu samfélögum jarðarinnar, er ekki hvað gerist í Evrópu heldur hvernig hlutirnir verða á Indlandi og í Kína. 

Það er að miklu leyti rétt en að einu leyti rangt. Ein allra stærsta spurning alþjóðamála snýst um það hvort Rússland lendir austan eða vestan flekaskila í heiminum sem eru sífellt betur að koma í ljós. Rússar eru austan megin núna, og verða það áfram ef pútínismi ræður. Fátt skiptir meira máli fyrir stöðu Evrópu í heiminum og framvindu alþjóðamála en að Rússland tengist aftur hinum evrópska heimi.  

Úkraína og Balkanskagi

Úkraína og átta ríki á Balkanskaga sækjast eftir fullri aðild að ESB sem allra fyrst. ESB ræður ekki við inngöngu þeirra í bili en reynslan af lýðræðisvæðingu og efnahagsuppgangi í tengslum við stækkun bandalagsins til tuttugu ríkja í Suður- og Austur-Evrópu á síðustu áratugum lofar góðu. Framtíð lýðræðis, velmegunar og öryggis Úkraínu hvílir á því að þetta gangi. Það sama má segja um mörg lönd Balkanskagans. 

Kína hefur gert miklar tilraunir til að auka áhrif sín í fjölda ríkja í austanverðri Evrópu sem eru ýmist utan eða innan ESB. Tilgangurinn er að veikja einingu innan ESB og draga úr áhrifum sambandsins. Síðustu misserin hefur hins vegar hvert landið af öðru snúið af braut aukinna samskipta við Kína. Ástæðurnar eru margar, ekki síst klaufalegar tilraunir Kína til pólitískra áhrifa og vonbrigði með fjárfestingar og lánakjör.  

Öryggisleysið

Rætur pólitískrar ólgu í Evrópu eru margar en einhvers konar öryggisleysi er jarðvegur þeirra flestra. Evrópa hefur hlutfallslega minnkað og virðist vanmáttug gagnvart alvarlegum ógnunum að utan. Þetta vekur eðlilega ótta. Annað er að viðbrögð margra kjósenda í Evrópu við vandræðum samtímans hafa vakið spurningar um veigamikil grunngildi í álfunni. Það veldur kvíða. 

Við þetta bætist svo reiði yfir því hvernig efnahagskerfi álfunnar hefur þróast hinum ríku til stórkostlegra hagsbóta en þeim fátækari til lítils ávinnings. Og svo eðlileg móðgun margra yfir því að menningarlegar elítur álfunnar eru taldar líta niður á almenning og skilja illa þá angist sem víða ríkir innan hennar.    

Stærsta öryggismál Evrópu?

Fjölgun flóttamanna frá öðrum heimssvæðum er það sem veldur dýpstri angist í Evrópu. Líta má á þetta sem alvarlegasta öryggisvanda álfunnar. Ekki vegna þess að flóttafólk sé hættulegt heldur vegna þeirra áhrifa sem stóraukinn straumur flóttamanna getur haft á stjórnmál Evrópuríkja. 

53%
Nýleg könnun Gallup í Nígeríu bendir til að 53% íbúanna vilja flytja úr landi.

Nýleg könnun Gallup í Nígeríu bendir til að 53% íbúanna vilja flytja úr landi. Þetta er ekki vegna stríðsátaka, þau eru staðbundin, heldur vegna atvinnuleysis, glæpa og vonleysis. Nígeríumenn eru 220 milljónir og verða fleiri en Bandaríkjamenn eftir rúm tuttugu ár. Nígería er aðeins eitt af tugum landa í svipuðum sporum. Pakistan er annað risaríki í miklum vanda sem milljónir reyna nú að flýja. Evrópa er algengasti draumurinn. 

Að frátöldu Rússlandi verða Evrópumenn fljótlega færri en íbúar Nígeríu og Pakistan, aðeins tveggja af tugum landa sem fólk vill flýja. Óttinn við stríðan straum flóttamanna er einn sterkasti drifkraftur evrópskra stjórnmála. Pólitískar afleiðingar slíks ótta gætu valdið miklum skemmdum á evrópskum samfélögum. Þetta er samevrópskur vandi. Hann krefst náinnar samvinnu. 

Kjósa
57
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
4
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Askur Hrafn Hannesson
8
Aðsent

Askur Hrafn Hannesson

„Bant­ust­an er ekki Palestína”

Bar­áttu­mað­ur fyr­ir mann­rétt­ind­um vitn­ar í rapptexta Erps Ey­vind­ar­son­ar þar sem hann fjall­ar um „að­skiln­að­ar­stefnu að­flutta hvíta manns­ins” í Suð­ur-Afr­íku og bend­ir á að mann­rétt­inda­sam­tök á borð við Am­nesty In­ternati­onal hafi einnig kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu, í kjöl­far­ið á ára­langri rann­sókn­ar­vinnu, að Ísra­el sé að­skiln­að­ar­ríki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár