Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Brýning stéttarvitundarinnar?

Leik­hús­fræð­ing­ur­inn Jakob S. Jóns­son brá sér í Tjarn­ar­bíó og sá sýn­ing­una Sam­drætti.

Brýning stéttarvitundarinnar?
Leikhús

Sam­drætt­ir

Höfundur Mike Bartlett
Leikstjórn Kristín Eiríksdóttir
Leikarar Íris Tanja Flygenring og Þórunn Lárusdóttir

Leikmynd og búningar: Sean Mackaoui

Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson

Sviðshreyfingar: Inga Maren Rúnarsdóttir

Tónlist og hljóðmynd: Valgeir Sigurðsson

Listræn ráðgjöf: Filippía Elísdóttir

Tjarnarbíó
Gefðu umsögn

Samdrættir er frumraun Þóru Karítasar Árnadóttur sem leikstjóra og það er full ástæða til að óska henni til hamingju með vel gerða, áhrifamikla sýningu þar sem efni og framsetning hefur verið ítarlega greind og skilmerkilega unnin af bæði glöggskyggni og tilfinningu. Ber þar kannski fyrst að nefna val á leikendum, þeim Írisi Tönju Flygenring og Þórunni Lárusdóttur, sem smellpassa í hlutverk Emmu og hins nafnlausa framkvæmdastjóra „Fyrirtækisins“. Það má sjá á plakati sýningarinnar hvernig þær renna saman og mynda ákveðna (óhugnanlega) samstæðu, en tárið sem birtist í auga Írisar Tönju segir þó að hér megi búast við átökum ólíkra viðhorfa, ólíkra karaktera – en samruninn segir þó líka, að þær séu, hvað sem átökum líður, undir sömu örlög sett.

Það skýrist þegar á líður leikinn. Allt virðist slétt og fellt. Emma starfar hjá „Fyrirtækinu“ og er reglulega kölluð í starfsmannaviðtal svo framkvæmdastjórinn geti kannað og fengið staðfest að allt sé í sóma og í samræmi við starfsmannastefnu „Fyrirtækisins“. „Fyrirtækið“ virðist frá upphafi hafa aðra og víðtækari skírskotun – sem reynist meira en rétt.

Á undirfurðulegan og ísmeygilegan hátt, með tungumálið að vopni, nær „Fyrirtækið“ undirtökum í einkalífi Emmu og afleiðingar þess eru voveiflegar fyrir Emmu – en í raun fyrir þær báðar, því sem fyrr segir, eru þær undir sömu lög og örlög seldar, sem er undirstrikað í vel sömdum og á köflum óhugnanlega fyndnum samræðum þeirra – sem lyft er fram með raddblæ og áherslum, svipbrigðum og staðsetningu á sviðinu. Þarna hjálpar líka þýðing Kristínar Eiríksdóttur leikendum – þær fá mismunandi orðfæri að vinna úr, sem nánast ómerkjanlega undirstrikar andstæður þeirra.

Sviðið er hannað af Sean Mackaoui. Hér er heldur betur brugðið á leik með rýmið. Áhorfendur sitja á hvítum skrifstofustólum á leiksviði Tjarnarbíós og geta snúið sér í allar áttir. Það kemur sér vel, því staðsetningar leikaranna eru úti um allt. Það skal einnig tekið fram að við áhorfendur erum hluti af leikmyndinni – við erum skrifstofuteymið sem er samstarfsfólk og jafnvel vinir Emmu – en samskipti hennar við samstarfsfólkið er „Fyrirtækinu“ mikið áhugaefni. Skilin milli einkalífs og vinnu þurrkast hægt og örugglega út. Þarna er einnig upphækkun, eins konar leiksvið, sem með einföldum meðulum fyrirstillir skrifstofu framkvæmdastjórans, en það rými er brotið upp eftir þörfum og í hvert sinn sem það er gert þjónar það sögunni og framvindu hennar. Hér má greina margar glæsilegar og vel viðeigandi leik- og leikstjórnar- og leikmyndalausnir, sem segir einfaldlega að Þóra Karítas Árnadóttir er leikstjóri sem kann sitt fag og sýnir það svo ekki verður um villst í þessari frumraun sinni. Leikstjórninni er svo fylgt vandlega og í stíllegu samræmi í lýsingu og hljóðmynd. Allt er gert á smekklegan og útpældan hátt og áhorfandinn (og áheyrandinn – hér er raddbeiting með betra móti!) er dreginn inn í atburðarásina á vægðarlausan hátt – hann á sér engrar undankomu auðið frekar en Emma.

Eftir því sem á líður samskipti Emmu og framkvæmdastjórans vex örvænting áhorfandans líkt og hjá Emmu. Endir sýningarinnar er þó eins opinn og frekast má vera, en hið sama verður ekki sagt um tilfinningar og hugsanlegar niðurstöður okkar áhorfenda – það verður okkar hlutverk að taka við sýningunni og bera hana út í veruleikann.

Þótt ekki sé á nokkurn hátt ýjað að því í texta, leik eða leikstjórn, fer ekki hjá því að hörð kjarabarátta undanfarinna vikna og mánaða minni á sig eftir því sem á líður samskipti Emmu og framkvæmdastjórans. „Fyrirtækið“ hefur sín stefnumið og starfsmannastefnu og það skiptir engu hvort þau séu fram borin af nafnlausum framkvæmdastjóra á sviði Tjarnarbíós eða Halldóri Benjamín í veruleikanum. Samdrættir afhjúpa ákveðna samfélagsgerð og sú afhjúpun er framkvæmd af öryggi og stefnufestu í öllum atriðum sýningarinnar. Það er einfaldlega að þakka áhrifamikilli vinnu leikstjórans Þóru Karítasar og alls hennar listræna teymis. Sagan er sögð með frásagnartækni miðaldaleikhússins, bygging verksins er markviss – jafnvel Brechtísk, þegar nánar er að gáð – og hittir fullkomlega í mark.

Það væri kannski ástæða fyrir Eflingarfélaga, já, og allt launafólk þessa lands að sjá Samdrætti og skerpa stéttarvitundina?

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sendu skip til Grænlands
1
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
3
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
4
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
5
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár