Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Brýning stéttarvitundarinnar?

Leik­hús­fræð­ing­ur­inn Jakob S. Jóns­son brá sér í Tjarn­ar­bíó og sá sýn­ing­una Sam­drætti.

Brýning stéttarvitundarinnar?
Leikhús

Sam­drætt­ir

Höfundur Mike Bartlett
Leikstjórn Kristín Eiríksdóttir
Leikarar Íris Tanja Flygenring og Þórunn Lárusdóttir

Leikmynd og búningar: Sean Mackaoui

Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson

Sviðshreyfingar: Inga Maren Rúnarsdóttir

Tónlist og hljóðmynd: Valgeir Sigurðsson

Listræn ráðgjöf: Filippía Elísdóttir

Tjarnarbíó
Gefðu umsögn

Samdrættir er frumraun Þóru Karítasar Árnadóttur sem leikstjóra og það er full ástæða til að óska henni til hamingju með vel gerða, áhrifamikla sýningu þar sem efni og framsetning hefur verið ítarlega greind og skilmerkilega unnin af bæði glöggskyggni og tilfinningu. Ber þar kannski fyrst að nefna val á leikendum, þeim Írisi Tönju Flygenring og Þórunni Lárusdóttur, sem smellpassa í hlutverk Emmu og hins nafnlausa framkvæmdastjóra „Fyrirtækisins“. Það má sjá á plakati sýningarinnar hvernig þær renna saman og mynda ákveðna (óhugnanlega) samstæðu, en tárið sem birtist í auga Írisar Tönju segir þó að hér megi búast við átökum ólíkra viðhorfa, ólíkra karaktera – en samruninn segir þó líka, að þær séu, hvað sem átökum líður, undir sömu örlög sett.

Það skýrist þegar á líður leikinn. Allt virðist slétt og fellt. Emma starfar hjá „Fyrirtækinu“ og er reglulega kölluð í starfsmannaviðtal svo framkvæmdastjórinn geti kannað og fengið staðfest að allt sé í sóma og í samræmi við starfsmannastefnu „Fyrirtækisins“. „Fyrirtækið“ virðist frá upphafi hafa aðra og víðtækari skírskotun – sem reynist meira en rétt.

Á undirfurðulegan og ísmeygilegan hátt, með tungumálið að vopni, nær „Fyrirtækið“ undirtökum í einkalífi Emmu og afleiðingar þess eru voveiflegar fyrir Emmu – en í raun fyrir þær báðar, því sem fyrr segir, eru þær undir sömu lög og örlög seldar, sem er undirstrikað í vel sömdum og á köflum óhugnanlega fyndnum samræðum þeirra – sem lyft er fram með raddblæ og áherslum, svipbrigðum og staðsetningu á sviðinu. Þarna hjálpar líka þýðing Kristínar Eiríksdóttur leikendum – þær fá mismunandi orðfæri að vinna úr, sem nánast ómerkjanlega undirstrikar andstæður þeirra.

Sviðið er hannað af Sean Mackaoui. Hér er heldur betur brugðið á leik með rýmið. Áhorfendur sitja á hvítum skrifstofustólum á leiksviði Tjarnarbíós og geta snúið sér í allar áttir. Það kemur sér vel, því staðsetningar leikaranna eru úti um allt. Það skal einnig tekið fram að við áhorfendur erum hluti af leikmyndinni – við erum skrifstofuteymið sem er samstarfsfólk og jafnvel vinir Emmu – en samskipti hennar við samstarfsfólkið er „Fyrirtækinu“ mikið áhugaefni. Skilin milli einkalífs og vinnu þurrkast hægt og örugglega út. Þarna er einnig upphækkun, eins konar leiksvið, sem með einföldum meðulum fyrirstillir skrifstofu framkvæmdastjórans, en það rými er brotið upp eftir þörfum og í hvert sinn sem það er gert þjónar það sögunni og framvindu hennar. Hér má greina margar glæsilegar og vel viðeigandi leik- og leikstjórnar- og leikmyndalausnir, sem segir einfaldlega að Þóra Karítas Árnadóttir er leikstjóri sem kann sitt fag og sýnir það svo ekki verður um villst í þessari frumraun sinni. Leikstjórninni er svo fylgt vandlega og í stíllegu samræmi í lýsingu og hljóðmynd. Allt er gert á smekklegan og útpældan hátt og áhorfandinn (og áheyrandinn – hér er raddbeiting með betra móti!) er dreginn inn í atburðarásina á vægðarlausan hátt – hann á sér engrar undankomu auðið frekar en Emma.

Eftir því sem á líður samskipti Emmu og framkvæmdastjórans vex örvænting áhorfandans líkt og hjá Emmu. Endir sýningarinnar er þó eins opinn og frekast má vera, en hið sama verður ekki sagt um tilfinningar og hugsanlegar niðurstöður okkar áhorfenda – það verður okkar hlutverk að taka við sýningunni og bera hana út í veruleikann.

Þótt ekki sé á nokkurn hátt ýjað að því í texta, leik eða leikstjórn, fer ekki hjá því að hörð kjarabarátta undanfarinna vikna og mánaða minni á sig eftir því sem á líður samskipti Emmu og framkvæmdastjórans. „Fyrirtækið“ hefur sín stefnumið og starfsmannastefnu og það skiptir engu hvort þau séu fram borin af nafnlausum framkvæmdastjóra á sviði Tjarnarbíós eða Halldóri Benjamín í veruleikanum. Samdrættir afhjúpa ákveðna samfélagsgerð og sú afhjúpun er framkvæmd af öryggi og stefnufestu í öllum atriðum sýningarinnar. Það er einfaldlega að þakka áhrifamikilli vinnu leikstjórans Þóru Karítasar og alls hennar listræna teymis. Sagan er sögð með frásagnartækni miðaldaleikhússins, bygging verksins er markviss – jafnvel Brechtísk, þegar nánar er að gáð – og hittir fullkomlega í mark.

Það væri kannski ástæða fyrir Eflingarfélaga, já, og allt launafólk þessa lands að sjá Samdrætti og skerpa stéttarvitundina?

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
2
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
3
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
6
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
4
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
8
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
9
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár