Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

1082. spurningaþraut: Hér er, já, spurt um úrslit í tilteknum fótboltaleik

1082. spurningaþraut: Hér er, já, spurt um úrslit í tilteknum fótboltaleik

Fyrri aukaspurning:

Þessi snotra kisa verður fimmtug á næsta ári. Hvað kallast hún?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvernig er bíll Andrésar Andar á litinn?

2.  Hvaða ofurhetja gætir helst að lögum og reglu í Gotham City?

3.  Vágar, Suðurey og Sandey eru hlutar af ... hverju?

4.  Listakonan Hildur Hákonardóttir hefur fengist við sitt af hverju um ævina en þykir einkum og sér í lagi brautryðjandi á einu sviði. Það er ... hvað?

5.  O'Shea Jackson Sr. heitir bandarískur tónlistarmaður sem nú er rúmlega fimmtugur. 1988 átti hann þátt í plötunni Straight Outta Compton sem jók mjög vinsældir hins svonefnda „gangsta rapps“ en nú hin seinni ár er hann þekktari sem leikari, þar á meðal Three Kings frá 1999 með George Clooney og Mark Wahlberg. Hann er fyrst og fremst þekktur undir heldur kuldalegu listamannsnafni, sem er ... hvað?

6.  Hvernig endaði sögulegur leikur karlaliða Liverpool og Manchester United 5. mars síðastliðinn?

7.  Í ágúst 1958 sigldi bandaríski kafbáturinn USS Nautilus fyrstur allra skipa yfir ákveðið svæði, neðansjávar auðvitað. Hvaða svæði var það?

8.  Burtséð frá þessari siglingu þá var ýmislegt merkilegt við USS Nautilus. Hann var fyrsti kafbátur sinnar gerðar, það er að segja ... hvaða gerðar?

9.  Kafbáturinn var skírður eftir kafbát í frægri skáldsögu sem ... hver ... skrifaði?

10.  Hvað eru margar teskeiðar í einni matskeið? (Þessi spurning var fengin að láni hjá Gettu betur.)

***

Seinni aukaspurning:

Skjaldarmerki hvaða ríkis má sjá hér að neðan? Ég föndraði reyndar aðeins við það.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Rauður.

2.  Batman.

3.  Færeyjum.

4.  Vefnaður.

5.  Ice Cube.

6.  Liverpool vann 7-0.

7.  Norðurskautið.

8.  Fyrsti kjarnorkukafbáturinn.

9.  Jules Verne.

10.  Þrjár — nema í Ástralíu en við erum ekki þar.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Hello Kitty.

Á neðri myndinni er skjaldarmerki Banaríkjanna. 

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hvalfjörðurinn endi ekki sem „ruslahaugur alls konar tilrauna“
6
SkýringVindorka á Íslandi

Hval­fjörð­ur­inn endi ekki sem „ruslahaug­ur alls kon­ar til­rauna“

Ra­feldsneytis­verk­smiðj­ur eru sögu­lega orku­frek­ar. Þær eru líka fyr­ir­ferð­ar­mikl­ar og með tengd­um mann­virkj­um á borð við bryggj­ur og virkj­an­ir yrði rask af þeim mik­ið. „Má ekki ákveða á ein­hverj­um tíma­punkti að nóg sé kom­ið?“ spyr kona í Hval­firði sem myndi sjá 60 metra há­an kyndil ra­feldsneytis­verk­smiðju á Grund­ar­tanga frá jörð­inni sinni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Vanefndir og riftanir í tveimur leikskólaverkefnum sama verktaka
4
Fréttir

Vanefnd­ir og rift­an­ir í tveim­ur leik­skóla­verk­efn­um sama verk­taka

Und­ir­verk­tak­ar sem kom­ið hafa að leik­skó­la­upp­bygg­ingu í Reykja­nes­bæ og Hvera­gerði sitja eft­ir með sárt enn­ið vegna vanefnda verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Hrafn­hóls. Ein­inga­hús­næði sem fé­lag­ið hef­ur flutt inn er­lend­is frá hef­ur bók­staf­lega ekki hald­ið vatni. Á báð­um stöð­um hef­ur samn­ingi um upp­bygg­ing­una ver­ið rift.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár