Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

1082. spurningaþraut: Hér er, já, spurt um úrslit í tilteknum fótboltaleik

1082. spurningaþraut: Hér er, já, spurt um úrslit í tilteknum fótboltaleik

Fyrri aukaspurning:

Þessi snotra kisa verður fimmtug á næsta ári. Hvað kallast hún?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvernig er bíll Andrésar Andar á litinn?

2.  Hvaða ofurhetja gætir helst að lögum og reglu í Gotham City?

3.  Vágar, Suðurey og Sandey eru hlutar af ... hverju?

4.  Listakonan Hildur Hákonardóttir hefur fengist við sitt af hverju um ævina en þykir einkum og sér í lagi brautryðjandi á einu sviði. Það er ... hvað?

5.  O'Shea Jackson Sr. heitir bandarískur tónlistarmaður sem nú er rúmlega fimmtugur. 1988 átti hann þátt í plötunni Straight Outta Compton sem jók mjög vinsældir hins svonefnda „gangsta rapps“ en nú hin seinni ár er hann þekktari sem leikari, þar á meðal Three Kings frá 1999 með George Clooney og Mark Wahlberg. Hann er fyrst og fremst þekktur undir heldur kuldalegu listamannsnafni, sem er ... hvað?

6.  Hvernig endaði sögulegur leikur karlaliða Liverpool og Manchester United 5. mars síðastliðinn?

7.  Í ágúst 1958 sigldi bandaríski kafbáturinn USS Nautilus fyrstur allra skipa yfir ákveðið svæði, neðansjávar auðvitað. Hvaða svæði var það?

8.  Burtséð frá þessari siglingu þá var ýmislegt merkilegt við USS Nautilus. Hann var fyrsti kafbátur sinnar gerðar, það er að segja ... hvaða gerðar?

9.  Kafbáturinn var skírður eftir kafbát í frægri skáldsögu sem ... hver ... skrifaði?

10.  Hvað eru margar teskeiðar í einni matskeið? (Þessi spurning var fengin að láni hjá Gettu betur.)

***

Seinni aukaspurning:

Skjaldarmerki hvaða ríkis má sjá hér að neðan? Ég föndraði reyndar aðeins við það.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Rauður.

2.  Batman.

3.  Færeyjum.

4.  Vefnaður.

5.  Ice Cube.

6.  Liverpool vann 7-0.

7.  Norðurskautið.

8.  Fyrsti kjarnorkukafbáturinn.

9.  Jules Verne.

10.  Þrjár — nema í Ástralíu en við erum ekki þar.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Hello Kitty.

Á neðri myndinni er skjaldarmerki Banaríkjanna. 

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Sjálfsagt verða báðir jafn óánægðir með niðurstöðuna“
6
Fréttir

„Sjálfsagt verða báð­ir jafn óánægð­ir með nið­ur­stöð­una“

Eini stjórn­ar­mað­ur­inn í stjórn Vatna­jök­uls­þjóð­garðs sem lagð­ist gegn opn­un Von­ar­skarðs fyr­ir vél­knúna um­ferð seg­ir mál­ið hafa ver­ið keyrt í gegn nú rétt fyr­ir kosn­ing­ar af for­manni og vara­for­manni sem skip­að­ir voru af um­hverf­is­ráð­herra sem stend­ur í kosn­inga­bar­áttu. Formað­ur stjórn­ar­inn­ar hafn­ar þessu al­far­ið og seg­ir að eng­inn póli­tísk­ur þrýst­ing­ur hafi ver­ið til stað­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
4
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
„Hann sagðist ekki geta meir“
5
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár