Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Samfylkingin ætlar að leiða ríkisstjórn en ekki stjórna með „hneykslun eða óánægju að leiðarljósi“

Formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar gagn­rýndi sitj­andi rík­is­stjórn harka­lega í ræðu sinni á flokks­stjórn­ar­fundi í dag. Tími væri kom­inn á breyt­ing­ar eft­ir „óslit­inn ára­tug með Sjálf­stæð­is­flokk­inn við völd, og rík­is­stjórn sem er bú­in að gef­ast upp á öllu“. Hún sagði for­sæt­is­ráð­herra „bara fylgj­ast með á með­an fjár­mála­ráð­herra slær á putt­ana hjá öll­um hinum“.

Samfylkingin ætlar að leiða ríkisstjórn en ekki stjórna með „hneykslun eða óánægju að leiðarljósi“
Mælist stærsti flokkur landsins Fylgi Samfylkingarinnar hefur farið hratt upp á við eftir að Kristrún Frosta­dóttir til­kynnti um for­manns­fram­boð í Sam­fylk­ing­unni í ágúst 2022, en hún var kjörin for­maður flokks­ins í októ­ber sama ár. Alls mælist Sam­fylk­ingin nú með 14,1 pró­sentu­stigum meira fylgi en flokk­ur­inn fékk í kosn­ing­unum í sept­em­ber 2021. Mynd: Baldur Kristjánsson

„Eftir óslitinn áratug með Sjálfstæðisflokkinn við völd, og ríkisstjórn sem er búin að gefast upp á öllu, er löngu kominn tími á breytingar — eftir tíu löng ár í stjórnarandstöðu blasa hvarvetna við okkur verkefni sem kalla á klassískar lausnir jafnaðarfólks; sem kalla á okkur sósíaldemókrata til verka. Það er einfaldlega staðan. Og við tökum hana alvarlega.“ 

Þetta sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, í ræðu sinni á flokksstjórnarfundi flokksins í morgun. Á sama fundi kynnti flokkurinn nýtt merki, Rauðu jafnaðarmannarósina og nýjan rauðan lit. 

Þar sagði hún Samfylkinguna ætla að verða ráðandi afl í næstu ríkisstjórn. Það væri ekki vegna þess að flokkurinn sé í vinsældakeppni eða vegna þess að hann langi svo að sitja í ráðherrastólum. „Samfylkingin stefnir í stjórn og fyrir því er ein og aðeins ein ástæða: Verkefnin sem kalla. Því þau kalla á okkur. Og þau eru aldeilis ærin verkefnin sem blasa við í íslensku samfélagi. Svo fólk geti lifað sómasamlegu lífi af laununum sínum. Búið við öryggi á húsnæðismarkaði. Og sótt sér heilbrigðisþjónustu í hæsta gæðaflokki þegar eitthvað kemur upp á. Þetta eru bara fáein dæmi.“

Kristrún eyddi fyrsta hluta ræðu sinnar meðal annars í að gagnrýna ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur harkalega og sagði að Samfylkingin ætlaði að endurreisa velferðarkerfið á Íslandi eftir áratug hnignunar. „Eftir því sem þessi ríkisstjórn hangir lengur á stólunum — algjörlega verkstola — þá bætist við verkefnalistann. Við ætlum að koma skikki á stjórn efnahagsmála; vinna gegn verðbólgunni um leið og við verjum heimilisbókhaldið hjá fólki. Því staðreyndin er þessi: Ríkisstjórnin hefur misst alla stjórn.“

Forsætisráðherra sem fylgist bara með

Verkaskipting innan ríkisstjórnarinnar bar líka á góma í ræðu Kristrúnar. Hún sagi hana fela í sér „að hver ráðherra sitji í sínu horni, með forsætisráðherra sem virðist bara fylgjast með á meðan fjármálaráðherra slær á puttana hjá öllum hinum.“ Stefnan virðist einungis vera sú að halda út. „Viðvera, þaulseta, markmiðin eru nú talin í árum setið ekki út frá þjónustu við almenning.“ 

Launafólk hafi ekki lengur trú á því að á Íslandi sé þjónandi forysta sem stýri þjóðarskútunni, skapi farveg samhjálpar og skilning á mikilvægi þess að kjarabætur séu sniðnar að þörfum fólksins í landinu gegnum velferðarkerfið. „Ríkisstjórnin sér ekki samhengi hlutanna, eða vill ekki sjá það. Þau tala eins og óbreyttir áhorfendur eða álitsgjafar þegar þau eru spurð hvað gera skuli — lýsa bara aðstæðum, láta eins og þau séu ekki lykilgerendur í samfélaginu — eins og þau hafi enga stjórn.“ 

Að mati Kristrúnar á sitjandi ríkisstjórn engin svör né stefnu, ráðherrar hennar bendi bara á aðra og taki enga ábyrgð sjálfir. „Það er bent á fólkið í landinu — sem verður víst bara að eyða minna — og bent á Seðlabankann, sem á víst einn að bera ábyrgð á verðbólgunni samkvæmt nýjustu kenningum forsætisráðherra og fjármálaráðherra. Hver ber þá ábyrgð á stjórn efnahagsmála? Ber ríkisstjórnin enga ábyrgð? Bera ráðherrarnir enga ábyrgð? Þetta er algjör uppgjöf — þau láta eins og þau sé bara einhverjir áhorfendur í efnahagslífi þjóðarinnar. Sama ríkisstjórn og sömu ráðherrar og stærðu sig af því bara núna fyrir nokkrum mánuðum að nú væri hafið nýtt lágvaxtatímabil í íslenskri hagsögu. Og töluðu eins og þau ein væru fær um að tryggja efnahagslegan stöðugleika.“

Formaður Samfylkingarinnar, sem hefur nú mælst stærsti flokkur landsins í tveimur könnunum Gallup í röð og nýtur nú stuðnings 24 prósent aðspurðra, segir að flokkur hennar ætli þó ekki að skilgreina sig út frá þeirri ríkisstjórn sem hann ætli að leysa af hólmi. „Við munum ekki vera bara „ekki þau“ — það dugar ekki til — við skilgreinum okkur út frá þeirri framtíð sem við viljum skapa á Íslandi fyrir fólkið sem hér býr.“

Markmiðið sé að sækja ánægju- og vonarfylgi sem veiti Samfylkingunni svo umboð til breytinga. Í þeirri vegferð muni flokkurinn ekki elta skoðanakannanir né þá sem hafa hæst hverju sinni á samfélagsmiðlum. „Verkefnin eru miklu stærri en svo að við getum látið kippa okkur út af laginu vegna fréttahringsins hverju sinni — okkar athygli þarf að vera á langtímaverkefninu; stóru breiðu velferðarmálunum og skipulagningu efnahags- og atvinnumála. Við stjórnum ekki landinu með hneykslun, eða óánægju að leiðarljósi, það eru engar skyndilausnir og við þurfum að nota alla okkar athygli í að byggja upp trúverðugan málflutning með raunverulegum aðgerðum á bakvið.“

Þriggja manna hópar munu leiða mótun forgangsmála

Kristrún kynnti svo nýjar áherslur í málefnastarfi flokksins. Þær ferla í sér að því verður skipt upp í tvennt. „Annars vegar eru ákveðin forgangsmál, sem stjórn hefur valið og sem flokkurinn mun fara í af fullum þunga. Þar verðum öllum boðið að koma með og leggja sitt af mörkum en þriggja manna stýrihópur mun halda utan um og leiða vinnuna. Við tökum eitt forgangsmál í einu — yfir ákveðinn tíma — og útkoman á að vera verklýsing fyrir næstu ríkisstjórn; forgangsröðun og skýr pólitík; verkefnalisti frá fyrstu 100 dögunum og upp í fyrstu tvö kjörtímabil í ríkisstjórn undir forystu Samfylkingarinnar.“

Fyrsta forgangsmálið sem ráðist verður í eru heilbrigðismál og öldrunarþjónusta. Formaður í stýrihópnum um það er Anna Sigrún Baldursdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður velferðarráðherra og fyrrverandi aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, sem hefur starfað sem framkvæmdastjóri á Landspítala og er nú skrifstofustjóri og leiðtogi öldrunarmála hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Með henni í stýrihópnum verða þau Guðný Birna Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ og hjúkrunarfræðingur, og Sindri Kristjánsson frá Akureyri, sem hefur starfað sem sérfræðingur hjá Lyfjastofnun og í velferðarráðuneytinu. 

Vinnu við heilbrigðis- og öldrunarmálin á að ljúka fyrir flokksstjórnarfund næsta haust og þá á að ráðast í næsta forgangsmál: Atvinnu og samgöngur. Frá vorinu 2024 verður ráðist í þriðja og síðasta forgangsmálið: Húsnæðis- og kjaramál — sem stefnt er á að taka fyrir fram að næsta landsfundi Samfylkingarinnar, sem verður haustið 2024. 

Að óbreyttu verður svo kosið til þings árið 2025.

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Siggi Rey skrifaði
    Hefur maður heyrt þennan frasa áður🤬. Samfylkingin ætlar að leiða ríkisstjórn en ekki stjórna með „hneykslun eða óánægju að leiðarljósi“
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár