Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

1078. spurningaþraut: Hvar kemur Hildigunnur við sögu?

1078. spurningaþraut: Hvar kemur Hildigunnur við sögu?

Fyrri aukaspurning:

Hver er þessi ungi og hressilegi strákur hér lengst til hægri?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða borg gerast bandarísku gamanþættirnir Seinfeld?

2.  Ástráður Haraldsson var sérstakur ríkissáttasemjari í málum Eflingar og SA. Ástráður hefur fengist við sitt af hverju um ævina, eins og gengur, en hann hafði verið heilmikið í sviðsljósinu fyrir nokkrum árum. Þá átti hann í málaferlum vegna ... hvers?

3.  Hver lék Dirty Harry?

4.  Hvaða sundkona var útnefnd íþróttamaður ársins 1991, fyrst kvenna í langan tíma?

5.  Við hvað fæst kona sem fæddist 1969 og heitir Gwen Stefani?

6.  Árið 1989 var frumsýnd kvikmyndin Magnús og náði heilmiklum vinsældum á Íslandi. Hver leikstýrði henni?

7.  Ein persóna myndarinnar Magnús ástundar sérstaka tegundar tónlistar, sem þar var kynnt einna fyrst fyrir Íslendingum. Hvers konar músík var það?

8.  Hversu miklum hraða geta hin voldugu tígrisdýr náð á sprettinum? Eru það 15 kílómetrar á klukkustund — 30 km/klst — 45 km/klst — eða 60 km/klst?

9.  Hver var kunnasti starfsmaður einkaleyfaskrifstofu í Bern í Sviss á árunum 1902-1909?

10.  Í Íslendingasögu einni segir frá Hildigunni Starkaðardóttur. Eiginmaður hennar er drepinn og hún hvetur frænda sinn til að halda til hefnda. Hann fellst á það og verða afleiðingarnar langvinnar. Í hvaða sögu segir frá Hildigunni?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þessi mús?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  New York.

2.  Dómsmálaráðherra svipti hann í raun stöðu dómara við Landsrétt sem hann hafði fengið. Nóg er að nefna dómarastöðu og Landsrétt til  fá stig!

3.  Clint Eastwood.

4.  Ragnheiður Runólfsdóttir.

5.  Söngkona.

6.  Þráinn Bertelsson.

7.  Rapp.

8.  60 km/klst.

9.  Albert Einstein.

10.  Njálu.

***

Svör við aukaspurningum:

Ungi pilturinn lengst til hægri á efri mynd var Usama bin Laden.

Músin á neðri mynd er Jenni eða Jerry.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hvalfjörðurinn endi ekki sem „ruslahaugur alls konar tilrauna“
5
SkýringVindorka á Íslandi

Hval­fjörð­ur­inn endi ekki sem „ruslahaug­ur alls kon­ar til­rauna“

Ra­feldsneytis­verk­smiðj­ur eru sögu­lega orku­frek­ar. Þær eru líka fyr­ir­ferð­ar­mikl­ar og með tengd­um mann­virkj­um á borð við bryggj­ur og virkj­an­ir yrði rask af þeim mik­ið. „Má ekki ákveða á ein­hverj­um tíma­punkti að nóg sé kom­ið?“ spyr kona í Hval­firði sem myndi sjá 60 metra há­an kyndil ra­feldsneytis­verk­smiðju á Grund­ar­tanga frá jörð­inni sinni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Vanefndir og riftanir í tveimur leikskólaverkefnum sama verktaka
3
Fréttir

Vanefnd­ir og rift­an­ir í tveim­ur leik­skóla­verk­efn­um sama verk­taka

Und­ir­verk­tak­ar sem kom­ið hafa að leik­skó­la­upp­bygg­ingu í Reykja­nes­bæ og Hvera­gerði sitja eft­ir með sárt enn­ið vegna vanefnda verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Hrafn­hóls. Ein­inga­hús­næði sem fé­lag­ið hef­ur flutt inn er­lend­is frá hef­ur bók­staf­lega ekki hald­ið vatni. Á báð­um stöð­um hef­ur samn­ingi um upp­bygg­ing­una ver­ið rift.
Sigríður segir orð Áslaugar til marks um skriffinnskublæti
6
Fréttir

Sig­ríð­ur seg­ir orð Áslaug­ar til marks um skriffinnsku­blæti

Sig­ríð­ur Á. And­er­sen, þing­mað­ur Mið­flokks­ins, gagn­rýn­ir Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, for­manns­efni Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fyr­ir að segja Flokk fólks­ins ekki vera stjórn­mála­flokk. „Að halda því fram að flokk­ur sem sit­ur á Al­þingi sé ekki „stjórn­mála­flokk­ur“ af því að eyðu­blaði hef­ur ekki ver­ið skil­að til rík­is­ins lýs­ir miklu blæti til skriffinnsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár