Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1078. spurningaþraut: Hvar kemur Hildigunnur við sögu?

1078. spurningaþraut: Hvar kemur Hildigunnur við sögu?

Fyrri aukaspurning:

Hver er þessi ungi og hressilegi strákur hér lengst til hægri?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða borg gerast bandarísku gamanþættirnir Seinfeld?

2.  Ástráður Haraldsson var sérstakur ríkissáttasemjari í málum Eflingar og SA. Ástráður hefur fengist við sitt af hverju um ævina, eins og gengur, en hann hafði verið heilmikið í sviðsljósinu fyrir nokkrum árum. Þá átti hann í málaferlum vegna ... hvers?

3.  Hver lék Dirty Harry?

4.  Hvaða sundkona var útnefnd íþróttamaður ársins 1991, fyrst kvenna í langan tíma?

5.  Við hvað fæst kona sem fæddist 1969 og heitir Gwen Stefani?

6.  Árið 1989 var frumsýnd kvikmyndin Magnús og náði heilmiklum vinsældum á Íslandi. Hver leikstýrði henni?

7.  Ein persóna myndarinnar Magnús ástundar sérstaka tegundar tónlistar, sem þar var kynnt einna fyrst fyrir Íslendingum. Hvers konar músík var það?

8.  Hversu miklum hraða geta hin voldugu tígrisdýr náð á sprettinum? Eru það 15 kílómetrar á klukkustund — 30 km/klst — 45 km/klst — eða 60 km/klst?

9.  Hver var kunnasti starfsmaður einkaleyfaskrifstofu í Bern í Sviss á árunum 1902-1909?

10.  Í Íslendingasögu einni segir frá Hildigunni Starkaðardóttur. Eiginmaður hennar er drepinn og hún hvetur frænda sinn til að halda til hefnda. Hann fellst á það og verða afleiðingarnar langvinnar. Í hvaða sögu segir frá Hildigunni?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þessi mús?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  New York.

2.  Dómsmálaráðherra svipti hann í raun stöðu dómara við Landsrétt sem hann hafði fengið. Nóg er að nefna dómarastöðu og Landsrétt til  fá stig!

3.  Clint Eastwood.

4.  Ragnheiður Runólfsdóttir.

5.  Söngkona.

6.  Þráinn Bertelsson.

7.  Rapp.

8.  60 km/klst.

9.  Albert Einstein.

10.  Njálu.

***

Svör við aukaspurningum:

Ungi pilturinn lengst til hægri á efri mynd var Usama bin Laden.

Músin á neðri mynd er Jenni eða Jerry.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár