Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1077. spurningaþraut: Nefnið þrjá Túdora

1077. spurningaþraut: Nefnið þrjá Túdora

Aukaspurningar:

Hver er konan á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Í febrúar settist Viðar Eggertsson leikari og leikstjóri á þing sem varamaður. Útlit var fyrir að hann myndi sitja fram í maí. Fyrir hvaða flokk?

2.  Í hvaða trúarbrögðum er mest lagt upp úr nírvana?

3.  Í hvaða borg í Bandaríkjunum var hljómsveitin Nírvana upprunnin?

4.  Í hvaða ríki Evrópu var Túdor-ættin við stjórnvölin á sínum tíma?

5.  Reyndar voru ekki nema fimm þjóðhöfðingjar af Tudor-ætt í viðkomandi ríki. Nefnið þrjá þeirra!

6.  Grandavegur 7 og Z Ástarsaga voru skáldsögur sem komu út á Íslandi á síðasta áratug 20. aldar. Hver skrifaði þær?

7.  En hver skrifaði bókina Umhverfis jörðina á 80 dögum?

8.  Í hvaða borg er Uffizi-listasafnið?

9.  Í hvaða heimsálfu er ríkið Gabon?

10.  Okhrana var fræg og raunar alræmd leyniþjónusta sem starfaði í ríki einu frá 1881 en lét sérstaklega að sér kveða á annan áratug eftir aldamótin 1900. En í hvaða ríki starfaði Okhrana?

***

Seinni aukaspurning:

Hvers vegna er þessi flugvél fræg? — Svo er lárviðarstig fyrir að geta nefnt flugvélartegundina nákvæmlega.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Samfylkinguna.

2.  Búddisma. Í hindúisma og fleiri indverskættuðum trúarbrögðum er hugmyndin um nírvana vissulega á kreiki en rannsóknir spurningahöfundar í trúarbragðafræði hafa fært honum heim sanninn um að „mest“ sé sannarlega lagt upp úr fyrirbrigðinu í búddisma.

3.  Seattle.

4.  Englandi. — Bretland er ekki rétt.

5.  Túdor-arnir voru Hinrik 7., Hinrik 8., Játvarður 6., María 1. (Blóð-María) og Elísabet 1. Aðeins þarf sem sé að nefna þrjá til að fá stig. Óþarfi er að muna númer Játvarðar.

6.  Vigdís Grímsdóttir.

7.  Jules Verne.

8.  Flórens.

9.  Afríku.

10.  Rússlandi.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Meryl Streep.

Flugvélin á neðri myndinni er fyrsta brúklega herþotan sem smíðuð var í heiminum. Hún var af gerðinni Messerschmitt 262.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár