Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1076. spurningaþraut: Eitt hús? Hvar er eitt hús?

1076. spurningaþraut: Eitt hús? Hvar er eitt hús?

Fyrri aukaspurning:

Þessi illskeytta skvísa hefur birst í nokkrum bíómyndum sem saman kallast ... hvað? Og svo er eitt fislétt bíóstig fyrir að muna hvað persónan heitir!

***

Aðalspurningar:

1.  Yfir hvaða borg í Brasilíu gnæfir risavaxin Kristsstytta?

2.  Fæðutegund ein heitir á latínu caseus. Hvað nefnist hún á íslensku?

3.   Hún fæddist í Bandaríkjunum en flutti til Íslands og hóf söngferil sinn, meðal annars í hljómsveitinni Tivolí sem hún stofnaði ásamt öðrum. Hún söng bæði með hljómsveitunum Mannakorn og Ljósunum í bænum, síðar með Borgardætrum, en einnig mikið sóló, einkum hin seinni ár, og töluvert með bróður sínum, sem einnig er tónlistarmaður. Og hún heitir ... hvað?

4.  Hálfur fimmti tugur karlmanna hefur gegnt embætti forseta Bandaríkjanna. Í listanum yfir forsetana koma fimm nöfn fyrir tvívegis. Í fjórum tilfellum eru viðkomandi forsetar skyldir en í einu tilfelli ekki. Fyrsta tilfellið snýst um feðga sem voru forsetar í upphafi 19. aldar. Hvað var eftirnafn þeirra?

5.  En hver voru hin fjögur eftirnöfnin sem fleiri en einn forseti hafa borið? Hér dugar að nefna þrjú til að fá stig!

6.  Borg ein var stofnuð 1606 og þar búa nú tæplega 70.000 manns. Borgin heitir Vaasa en í hvaða landi er hún?

7.  Fræg íslensk söngkona var skírð í höfuðið á óbyggðri eyju. Hún varð svo reyndar kunn undir gælunafni sínu. Hver var eyjan?

8.  Hvað er þúsund vatna landið?

9.  Erik ten Hag er fótboltaþjálfari sem hefur hleypt nýju lífi í stórveldið fornfræga, Manchester United. Hverrar þjóðar er Ten Hag?

10.  Nafn á ríki einu í Evrópu er dregið af gríska hugtakinu yfir „eitt hús“. Hvaða ríki er það? Ég hvet ykkur til að hugsa málið. Þetta er ekki eins erfitt og það virkar kannski í fyrstu.

***

Seinni aukaspurning:

Þessi rithöfundur hefur skrifað bæði fyrir fullorðna en þó meira fyrir börn og ungt fólk. Og hún heitir ... hvað?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Rio de Janeiro.

2.  Ostur.

3.  Ellen Kristjánsdóttir.

4.  Adams.

5.  Harrison, Johnson, Roosevelt og Bush.

6.  Finnlandi.

7.  Eldey. Þetta var Ellý Vilhjálms.

8.  Finnland.

9.  Hollenskur.

10.  Monaco. Gríska orðið er μόνοικος, samsett úr μόνος (monos) sem þýðir „einn“ eða „eitt“ og οἶκος (oikos) sem þýðir „hús“. Nafnið er dregið af því að eitt sinn í fyrndinni var aðeins eitt hús á klettinum sem ríkið myndaðist um, þ.e.a.s. hof til dýrðar Heraklesi.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er hún Trinity úr Matrix-myndunum.

Höfundurinn á neðri myndinni er Hildur Knútsdóttir.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Það var enga vernd að fá“
1
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Það var enga vernd að fá“
2
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár