Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1075. spurningaþraut: James Bond og Alexander mikli koma báðir við sögu!

1075. spurningaþraut: James Bond og Alexander mikli koma báðir við sögu!

Fyrri aukaspurning:

Útlínur hvaða lands má sjá hér fyrir ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Drykkur einn, sem hingað til hefur sjaldan verið talinn frásagnarverður nema helst á leikskólum, hefur á undanförnum árum komist nokkuð í sviðsljósið sem þungamiðja við einskonar andlegar athafnir. Hvaða drykkur er það?

2.  Hvaða spendýr gengur lengst með afkvæmi sín?.

3.  Ef flogið er í beinni loftlínu frá Reykjavík til Akureyrar, Egilsstaða, Hafnar í Hornafirði og Ísafjarðar, hvaða leið er þá lengst?

4.  En hver er næstlengst?

5.  Hver er útkoman ef maður leggur saman punktana á andstæðum hliðum tenings?

6.  Hver er eini Bandaríkjaforsetinn sem fæðst hefur á Havaí-eyjum?

7.  James Bond-kvikmyndirnar tengjast fjölskyldu einni sem hefur í langan tíma staðið framarlega að framleiðslu þeirra. Fjölskyldan ber sama nafn og grænmetistegund ein. Hvað heitir fjölskyldan?

8.  Alexander mikli var upphaflega konungur í ... hvaða landi?

9.  Hvaða lögreglumaður bjó lengi — að sögn — í bænum Ystad og leysti þar erfið sakamál?

10.  Í hvaða landi er annars bærinn Ystad?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða ár var þessi fræga ljósmynd tekin? 

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Kakó.

2.  Fílar.

3.  Til Egilsstaða.

4.  Til Hafnar.

5.  Sjö.

6.  Obama.

7.  Broccoli.

8.  Makedóníu.

9.  Wallander.

10.  Svíþjóð.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni eru útlínur Argentínu.

Neðri myndin var tekin við Torg hins himneska friðar árið 1989.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu