Fyrri aukaspurning:
Útlínur hvaða lands má sjá hér fyrir ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Drykkur einn, sem hingað til hefur sjaldan verið talinn frásagnarverður nema helst á leikskólum, hefur á undanförnum árum komist nokkuð í sviðsljósið sem þungamiðja við einskonar andlegar athafnir. Hvaða drykkur er það?
2. Hvaða spendýr gengur lengst með afkvæmi sín?.
3. Ef flogið er í beinni loftlínu frá Reykjavík til Akureyrar, Egilsstaða, Hafnar í Hornafirði og Ísafjarðar, hvaða leið er þá lengst?
4. En hver er næstlengst?
5. Hver er útkoman ef maður leggur saman punktana á andstæðum hliðum tenings?
6. Hver er eini Bandaríkjaforsetinn sem fæðst hefur á Havaí-eyjum?
7. James Bond-kvikmyndirnar tengjast fjölskyldu einni sem hefur í langan tíma staðið framarlega að framleiðslu þeirra. Fjölskyldan ber sama nafn og grænmetistegund ein. Hvað heitir fjölskyldan?
8. Alexander mikli var upphaflega konungur í ... hvaða landi?
9. Hvaða lögreglumaður bjó lengi — að sögn — í bænum Ystad og leysti þar erfið sakamál?
10. Í hvaða landi er annars bærinn Ystad?
***
Seinni aukaspurning:
Hvaða ár var þessi fræga ljósmynd tekin?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Kakó.
2. Fílar.
3. Til Egilsstaða.
4. Til Hafnar.
5. Sjö.
6. Obama.
7. Broccoli.
8. Makedóníu.
9. Wallander.
10. Svíþjóð.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni eru útlínur Argentínu.
Neðri myndin var tekin við Torg hins himneska friðar árið 1989.
Athugasemdir