Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

SA frestar verkbanni um fjóra sólarhringa

Boð­að hef­ur ver­ið til fund­ar í kjara­deilu Sam­taka at­vinnu­lífs­ins og Efl­ing­ar hjá rík­is­sátta­semj­ara í kvöld. Þar verð­ur til um­ræða ný miðl­un­ar­til­laga í deil­unni. Verk­banni að­ild­ar­fyr­ir­tækja SA hef­ur ver­ið sleg­ið á frest.

SA frestar verkbanni um fjóra sólarhringa
Fresta Samtök atvinnulífsins hafa frestað boðuðu verkbanni á Eflingarfélaga í ljósi þess að settur ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilunni. Eyjólfur Árni Rafnsson er formaður Samtakanna. Mynd: Samtök atvinnulífsins

Samtök atvinnulífsins hafa frestað boðuðu verkbanni á starfsfólk Eflingar um fjóra sólarhringa. Verkbannið átti að hefjast í hádeginu á fimmtudag en mun taka gildi klukkan fjögur síðdegis á mánudag eftir viku. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá SA, sem vísar þar til þess að boðað hafi verið til fundar hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilu samtakanna við Eflingu stéttarfélag. Fundurinn er boðaður til að ráðgast um framlagningu miðlunartillögu í deilunni. Í tilkynningu á vef Eflingar er talað um að SA hafi tilkynnt stéttarfélaginu ákvörðun sína rétt fyrir hádegi í dag. 

Verkbannið bíður þess að fara fyrir félagsdóm síðdegis í dag. Alþýðusamband Íslands stefndi SA fyrir dóminn vegna þess að sambandið telur boðað verkbann brjóta í bága við lög. Er þar meðal annars vísað til ójafns vægis atkvæða aðildarfyrirtækja SA í atkvæðagreiðslu um verkbannið auk þess sem forsvarsmenn fyrirtækja utan starfssvæðis Eflingar, sem þar af leiðandi hafa ekki aðild að kjaradeilunni, hafi tekið þátt í atkvæðagreiðslunni. 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár