Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

1067. spurningaþraut: Hér er spurt um nokkra sem hafa fengið forsetaorðu

1067. spurningaþraut: Hér er spurt um nokkra sem hafa fengið forsetaorðu

Fyrri aukaspurning:

Hvað nefnist dýrið á myndinni?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða landi er teiknimyndapersónan Tinni upprunnin?

2.  Hvað kallast Tinni annars á frummálinu?

3.  Í sagnaheimi hvaða þjóðar býr forynjan Medúsa?

4.  Hver skrifaði bók um afa sinn undir nafninu Skrýtnastur er maður sjálfur?

5.  Í hvaða landi er ferðamannastaðurinn Sharm El-Sheikh?

6.  The Presidential Medal of Freedom er æðsta orða sem Bandaríkjaforsetar geta veitt óbreyttum borgurum og þykir mikill heiður vestra að fá gripinn. Einstaka sinnum eru orður þessar veittar látnum einstaklingum og 2018 tilkynnti Trump þáverandi forseti að þrír dánir karlar fengju nú orðuna. Einn þeirra var frægur söngvari sem dó árið 1977. Hvað hét hann?

7.  Annar hinna hét fullu nafni George Herman Ruth og dó árið 1948. Hann var íþróttamaður og þekktastur undir gælunafni sínu, sem var ... hvað?  

8.  Sá þriðji hafði dáið aðeins tveim árum áður en Trump veitti honum orðuna. Hann hét Antonin Scalia. Hvað fékkst hann við?

9.  Ekki einungis Bandaríkjamenn geta fengið þessa orðu. Síðasta manneskjan sem Trump veitti orðuna, áður en hann hrökklaðist frá völdum, var fimmtug sænsk kona, Annika Sörenstam að nafni. Hvað fæst hún við í lífinu sem færði henni þessa orðu?

10.  Ungstirnið Una Torfa er dóttir ráðherra í ríkisstjórn Íslands.  Hver er sá ráðherra?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heita þessir kátu karlar? Hafa þarf bæði nöfn rétt?

***

Svör við aukaspurningum:

1.  Belgíu.

2.  Tin-Tin.

3.  Forn-Grikkja.

4. Auður Jónsdóttir.

5.  Egiftalandi.

6.  Elvis Presley.

7.  Babe.

8.  Hæstaréttardómari. Lögfræðingur hlýtur þó að duga.

9.  Golf.

10.  Svandís Svavarsdóttir.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er minkur.

Á neðri myndinni eru Ford Bandaríkjaforseti og Brésnév leiðtogi Sovétríkjanna.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár