Fyrri aukaspurning:
Hvað nefnist dýrið á myndinni?
***
Aðalspurningar:
1. Í hvaða landi er teiknimyndapersónan Tinni upprunnin?
2. Hvað kallast Tinni annars á frummálinu?
3. Í sagnaheimi hvaða þjóðar býr forynjan Medúsa?
4. Hver skrifaði bók um afa sinn undir nafninu Skrýtnastur er maður sjálfur?
5. Í hvaða landi er ferðamannastaðurinn Sharm El-Sheikh?
6. The Presidential Medal of Freedom er æðsta orða sem Bandaríkjaforsetar geta veitt óbreyttum borgurum og þykir mikill heiður vestra að fá gripinn. Einstaka sinnum eru orður þessar veittar látnum einstaklingum og 2018 tilkynnti Trump þáverandi forseti að þrír dánir karlar fengju nú orðuna. Einn þeirra var frægur söngvari sem dó árið 1977. Hvað hét hann?
7. Annar hinna hét fullu nafni George Herman Ruth og dó árið 1948. Hann var íþróttamaður og þekktastur undir gælunafni sínu, sem var ... hvað?
8. Sá þriðji hafði dáið aðeins tveim árum áður en Trump veitti honum orðuna. Hann hét Antonin Scalia. Hvað fékkst hann við?
9. Ekki einungis Bandaríkjamenn geta fengið þessa orðu. Síðasta manneskjan sem Trump veitti orðuna, áður en hann hrökklaðist frá völdum, var fimmtug sænsk kona, Annika Sörenstam að nafni. Hvað fæst hún við í lífinu sem færði henni þessa orðu?
10. Ungstirnið Una Torfa er dóttir ráðherra í ríkisstjórn Íslands. Hver er sá ráðherra?
***
Seinni aukaspurning:
Hvað heita þessir kátu karlar? Hafa þarf bæði nöfn rétt?
***
Svör við aukaspurningum:
1. Belgíu.
2. Tin-Tin.
3. Forn-Grikkja.
4. Auður Jónsdóttir.
5. Egiftalandi.
6. Elvis Presley.
7. Babe.
8. Hæstaréttardómari. Lögfræðingur hlýtur þó að duga.
9. Golf.
10. Svandís Svavarsdóttir.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er minkur.
Á neðri myndinni eru Ford Bandaríkjaforseti og Brésnév leiðtogi Sovétríkjanna.
Athugasemdir