Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Allir þurfi að koma að borðinu og hætta að kenna öðrum um

Inn­viða­ráð­herra sat fyr­ir svör­um á þingi í dag en hann var með­al ann­ars spurð­ur út í að­gerð­ir stjórn­valda í hús­næð­is­mál­um. Hann seg­ir að það standi að sjálf­sögðu ekki á rík­is­stjórn­inni að axla sína ábyrgð. „Við er­um á vakt­inni.“

Allir þurfi að koma að borðinu og hætta að kenna öðrum um
Allir taki höndum saman Sigurður Ingi segir að eina leiðin til að takast á við verðbólguna sé að allir taki höndum saman. „Aðilar vinnumarkaðarins, ríkisstjórnin að sjálfsögðu, sem getur haft forgöngu um slíkt, Seðlabankinn og almenningur allur, ekki síst fyrirtækin í landinu sem ráða oft verði á vöru og þjónustu.“ Mynd: Bára Huld Beck

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir að verið sé að skoða hvernig hægt sé að tryggja réttindi leigjenda með einhvers konar útfærslu á leigbremsu. „Ég vænti þess að við fáum áfanganiðurstöður sem við getum komið með hingað inn í þing ef með þarf eins fljótt og þörf er. En við erum á vaktinni.“

Þetta sagði ráðherrann þegar hann var spurður út í aðgerðir ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. 

Logi Einarsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurn sinni að ríkisstjórnin hefði misst alla stjórn. „Ríkisstjórnin hefur misst stjórn á verðbólgunni og á vöxtunum og var fyrir löngu búin að missa stjórn á stóru velferðarmálunum sem ráða mestu um kjör og efnahag venjulegs fólks á Íslandi. Það er þaðan sem ólgan sem við sjáum nú á vinnumarkaði sprettur, verkföll og bráðum verkbann með alvarlegum afleiðingum fyrir þúsundir heimila og samfélagið allt.“

Honum finnst að ríkisstjórnin geti ekki bent á alla aðra og skorast undan eigin ábyrgð. „Bent á Seðlabankann, bent á vinnumarkaðinn, bent á fólkið í landinu. Nei, ríkisstjórnin ber sjálf ábyrgð á að stjórna þessu landi og reka samfélag okkar svo vel sé.“

Hefur aldeilis ekki skort á loforðaflauminn

Logi sagði að svo vildi til að Framsóknarflokkurinn hefði farið með stjórn húsnæðismála í áratug og að staðan væri ekki beinlínis glæsileg. „En það hefur aldeilis ekki skort á loforðaflauminn frá hæstvirtum innviðaráðherra og félögum hans í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur um bót og betrun í húsnæðismálum. Nú síðast í þessari viku hafa tveir hæstvirtir ráðherrar ríkisstjórnarinnar gefið í skyn að leigubremsa komi til greina. 

Við í Samfylkingunni höfum kallað eftir tímabundinni leigubremsu frá því í haust að danskri fyrirmynd. Við höfum kallað eftir þessu mánuðum saman og verið algjörlega samstiga Alþýðusambandi Íslands. Leigubremsa til eins árs væri mjög mikilvægt innlegg í kjaramál á þessum tímapunkti og ég spyr því hæstvirtan innviðaráðherra hvort hann muni hafa forgöngu um slíka lagasetningu um tímabundna leigubremsu, til dæmis að danskri fyrirmynd, eins og við í Samfylkingunni höfum margítrekað lagt til hér.“

Leigubremsa til eins ársLogi telur að leigubremsa til eins árs sé mjög mikilvægt innlegg í kjaramál á þessum tímapunkti.

Verðbólgan há og illvíg

Sigurður Ingi svaraði og sagði að ekki stæði á ríkisstjórninni að axla sína ábyrgð. „Meðal annars getum við bara bent á það að í gegnum COVID-faraldurinn, það er nú að koma út úttekt á því, þá kemur í ljós að okkur tókst það sem er mjög mikilvægt, að verja mest lægstu tekjuhópana – langmest. Við fórum á síðastliðnu ári í það, vegna þess að verðbólgan var vaxandi, að hækka húsnæðisbætur um tæp 24 prósent; fyrst um 10 prósent í júní og svo aftur um 13,8 prósent, ef ég man rétt, um áramótin og breikkuðum þann hóp sem nýtur þeirra bóta. Við fórum í að hækka vaxtabætur og viðmiðin þar þannig að þau nýtast bæði fleirum og meir þeim sem þann stuðning þurfa að fá.“

Hann sagðist hins vegar vera sammála Loga um að erfitt ástand væri hér á markaðnum. „Verðbólgan er há og illvíg og ég held að það sé engum blöðum um það að fletta að við þurfum öll að takast á við hana. Ég er ekki að kenna neinum um að það sé verðbólga. Það er stríð í Evrópu eins og við vorum að ræða hérna áðan, það geisar verðbólga um allan heim og óvissutímar. Væntingarnar á Íslandi um verðbólgu inn í framtíðina eru allt of háar. Eina leiðin til að snúa því við er að við tökum öll höndum saman, aðilar vinnumarkaðarins, ríkisstjórnin að sjálfsögðu, sem getur haft forgöngu um slíkt, Seðlabankinn og almenningur allur, ekki síst fyrirtækin í landinu sem ráða oft verði á vöru og þjónustu. 

Við erum síðan með hópa að störfum, meðal annars um réttindi leigjenda þar sem meðal annars er til skoðunar hvernig við getum tryggt enn frekar þeirra réttindi með einhvers konar útfærslu á því sem háttvirtur þingmaður kallaði leigbremsu eða slíkt. Það er þar til skoðunar. Ég vænti þess að við fáum áfanganiðurstöður sem við getum komið með hingað inn í þing ef með þarf eins fljótt og þörf er. En við erum á vaktinni,“ sagði ráðherrann. 

Við blasir neyðarástand eftir nokkra daga

Logi steig aftur í pontu og sagði að ekki væri nóg að vera á vaktinni, það þyrfti að gera eitthvað á vaktinni. 

„Það er náttúrlega óboðlegt þegar blasir við alvarlegt ástand vegna verkfalla og hryllilegt ástand fyrir launafólk vegna verkbanna að vera að vísa í einhverja nefnd. Í staðinn fyrir að tala um hvað eigi að gera núna á næstu dögum og næstu klukkutímum er farið í einhverja sagnfræði. Ég bið hæstvirtan innviðaráðherra afsökunar á því þegar ég sagði að það væri ekki nóg að skella skuldinni á Seðlabankann, almenning í landinu og launþegahreyfinguna en gleymdi því sem hann kom svo inn á áðan, að hann kenndi stríðinu í Úkraínu um,“ sagði hann. 

Hann telur þetta ekki boðlegt. „Það blasir við neyðarástand eftir nokkra daga. Og ég vil fá að heyra: Ætlar ríkisstjórnin að grípa til aðgerða sem geta losað um þann alvarlega hnút sem er á vinnumarkaðnum eða ætlar hún áfram að koma hingað upp og vísa í einhverjar nefndir sem hafa enga tímafresti?“ spurði hann. 

Vill læra af öðrum Evrópuþjóðum

Sigurður Ingi svaraði í annað sinn og sagði að hann heyrði að Logi deildi ekki þeirri skoðun að þetta væri verkefni sem allir og reyndar allir í Evrópu og hinum vestræna heimi væru að glíma við og þyrfti að takast á við það sem slíkt. 

„Þegar ég vísaði til þess að við værum á vaktinni þá var ég að vísa til þess. Það voru ekki söguskýringar, ég var bara að rifja það upp fyrir háttvirtum þingmanni að við höfum akkúrat verið að taka tillit til þeirra hópa sem hafa það erfiðast. Við gerðum það á síðasta ári og við ætlum að gera það áfram og núna í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins. Það var hluti af samkomulagi sem ríkisstjórnin gerði við gerð kjarasamninga fyrr í vetur að koma á laggirnar þeim hópum með þeim aðilum sem leggja áherslu á að við göngum hratt og örugglega til verks. 

Það er verið að vinna þannig. Ég held að háttvirtur þingmaður hafi fullan skilning á því, að hann vilji að það sé ekki gert án þess að hlutirnir séu skoðaðir. Það er meðal annars verið að skoða fyrirmyndir frá öðrum Evrópuþjóðum þar sem hlutirnir hafa gengið að mörgu leyti betur á þessu sviði. Við ætlum að læra af þeim og ég er sannfærður um að við munum geta það. Leiðin til að takast á við verðbólguna er að við komum öll að því borði og hættum að kenna hvert öðru um,“ sagði ráðherrann að lokum. 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • KU
    Kolbrún Ulfsdóttir skrifaði
    Verðbólga er EKKI HÁ EÐA LÁG, heldur er hún mikil eða lítil.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár