Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Verkbann SA samþykkt: 20 þúsund Eflingarfélögum bannað að vinna

For­svars­menn að­ild­ar­fyr­ir­tækja Sam­taka at­vinnu­lífs­ins sam­þykktu verk­bann á fé­laga í Efl­ingu stétt­ar­fé­lagi í dag. Verk­banni hef­ur ekki ver­ið beitt í árarað­ir en það fel­ur í sér að fólki er bann­að að vinna og fær ekki greidd laun á með­an verk­banni stend­ur.

Verkbann SA samþykkt: 20 þúsund Eflingarfélögum bannað að vinna
Stopp Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur sagt stöðuna ömurlega og lýst verkbanninu sem varnarviðbragð. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Verkbann atvinnurekenda sem nær til um 20 þúsund félagsfólks Eflingar hefst á fimmtudag í næstu viku. Atvinnurekendur samþykktu verkbannið í allsherjar atkvæðagreiðslu sem stóð frá mánudegi til klukkan fjögur síðdegis í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins. Verkbannið hefst klukkan 12.00 fimmtudaginn 2. mars.

94,73 prósent greiddu atkvæði með verkbanninu en bara 3,32 prósent á móti. Í tilkynningu á vef SA er haft eftir Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra samtakanna, að ákvörðun að efna til verkbanns sé ekki tekin af léttúð. Verkbannið, segir hann, sé neyðarráðstöfun til að bregðast við yfirvofandi hrinu verkfalla „sem ætlað er að lama samfélagið en valda Eflingu sem minnstum tilkostnaði“.

Verkbannið sem hefst í næstu viku nær til miklu fleiri en þau verkföll sem Efling hafði boðað. Í tilkynningu SA segir að verkbannið sé ótímabundið en að því verði frestað, fresti Efling sínum verkföllum sömuleiðis. 

Stjórn samtakanna, sem staðið hefur í deilum við …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jóhannes Ragnarsson skrifaði
    Ég stóð í þeirri meiningu fram eftir sumri og hausti á síðasta ári að að þau öfl innan verkalýðshreyfingarinnar, sem margir höfðu álitið að stæðu fyrir mun öflugri verkalýðsbaráttu en stunduð hefur verið síðustu áratugi, væru á fullu í samstarfi við að leggja línurnar varðandi kröfur og baráttuaðferðir. En svo snúa allt í einu tveir af þeim sem traust var lagt á alveg við blaðinu og eru búnir að skrifa undir kjarasamning, að því er virtist upp úr þurru. Og ekki nóg með það, heldur réðist formaður SGS eins og villdýr á Sólveigu Önnu og Eflingu án þess að hún hefði gefi tilefni til þess, og búrtíkin hans Villa fyrir norðan tók undir.

    Það er því ekki undarlegt á neinn hátt þó spurt sé: Hvað gerðist sem varð þess valdandi að Vilhjálmur og Aðalsteinn tóku þá afdrifaríku ákvörðun að segja skilið við Eflingu, - já og VR, því þótt Ragnar hafi skrifað undir samninginn sem atvinnurekendaveldið rétti að honum, þá gerði hann það með óbragð í munni og ólíkt að hann muni nokkru sinni virða þá Knold og Tott, framsóknarmanninn á Skaganum og framsóknarmanninn á Norðausturlandi, viðlits eftir afrek þeirra á aðventunni síðustu.

    Já, hvað gerðist? Íslenskt verkafólk á rétt á að vera upplýst, vafningalaust og án lyga og útúrsnúinga um hvað gerðist, sem varð þess valdandi að áformin um samræmda, róttæka kjarabaráttu verkafólks fór út um þúfur á óskiljanlegan hátt.
    3
    • Tryggvi Þorsteinsson skrifaði
      Hárrétt hjá þér. Vona að fleirri sjái. Tilgangurinn hjá SA og peningaöflunu er bara að reyna að koma Sólveigu frá og koma liðleskju inn aftur eftir að Siggi Bessa, þeirra tuska, fór frá.
      0
  • Hafþór Bryndísarson skrifaði
    Ætli fólk hætti núna að tala um hvað forysta Eflingar sé rosalega herská og erfið að eiga við?
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár