„Ég þarf að þvo á mér hárið.“ Þetta er það fyrsta sem Mariika, eiginkona mín, segir þegar ég vek hana klukkan fimm að morgni 24. febrúar 2022. Ég hafði sjálfur vaknað örstuttu áður við þung sprengjuhljóð í fjarska, hljóð sem mér fannst eiga fátt skylt við íslenska flugelda. Ég man það mjög skýrt að þetta var það fyrsta sem mér flaug í hug, þarna nývöknuðum árla morguns á meðan kröftugar þrýstibylgjur, hver á fætur annarri, börðu á gluggum svefnherbergisins.
Innrásin var hafin. Ég hringdi strax í fjölskylduna mína á Íslandi, bjó til hópspjall með öllum okkar nánustu sem þyrftu að fá upplýsingar og skrifaði eftirfarandi: „Hæ. Hér er hafið stríð. Við erum örugg eins og er. Við heyrum í sprengingum en þær eru víst allar ætlaðar hernaðarlegum skotmörkum. VIÐ ERUM ÖRUGG og okkur er sagt að halda okkur heima og við ætlum að gera það á meðan við fylgjumst með …
Athugasemdir (1)