Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Ekki með léttum hug sem við verðum að hækka stýrivexti“

Seðla­banka­stjóri seg­ist ekki hafa svo mikl­ar áhyggj­ur af þeim sem eru með lán á fast­eigna­mark­aði. „Ég hef áhyggj­ur af ungu fólki sem er að koma inn á leigu­mark­að­inn og lang­ar til að stofna heim­ili og koma sér fyr­ir.“

„Ekki með léttum hug sem við verðum að hækka stýrivexti“
Seðlabankastjóri mætti á opinn fund efnahags- og viðskiptanefndar í morgun. Mynd: Skjáskot/Alþingi

„Flestum ætti að vera það ljóst, sem horfa núna á efnahagsstöðuna hvernig hún hefur breyst frá jólum – þegar allir þessir þættir eru lagðir saman – og ég get alveg tekið undir orð forsætisráðherra að það sé alveg óþarfi að vera í sífelldum „bendingarleik“, að allt hefur lagst á eitt til þess að hita upp í íslensku hagkerfi. Sem verður meðal annars til þess að við verðum að hækka stýrivesti meira og það er ekki með léttum hug sem við verðum að hækka stýrivexti. Svo það sé alveg á hreinu.“

Þetta er meðal þess sem Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun þar sem hann og aðstoðarseðlabankastjóri, Rannveig Sigurðardóttir, sátu fyrir svörum nefndarmanna. Umræðuefnið var áhrif verðbólgu á hagkerfið og heimilin í landinu.

Hann benti á að núna væru stýrivextir 6,5 prósent. „Ég veit ekki hvað við þurfum að gera til þess að ná verðbólgunni niður þannig að það er ekki með léttum huga sem við gerum það.“

Ýmislegt var skeggrætt á fundinum og voru vaxtahækkanir Seðlabankans ofarlega í huga nefndarmanna. Ekki er það að ástæðulausu en Heimildin greindi frá því í gær að all­ir helstu lán­veit­end­ur hefðu hækk­að óver­tryggða vexti sína í kjöl­far nýj­ustu stýri­vaxt­ar­hækk­un Seðla­banka Ís­lands. Greiðslu­byrði slíkra lána hefur hækk­að um 42 pró­sent frá því í maí í fyrra. Á sama tíma hef­ur hlut­fall þeirra heim­ila sem ná ekki end­um sam­an far­ið úr tíu í 18 pró­sent.

Viðskiptahallinn stafar af neyslu – ekki bara Tenerife-ferðum

Seðlabankastjóri sagði í byrjun október síðastliðnum að kröftugt viðbrögð í einkaneyslu á fyrri helmingi ársins þyrfti ekki að koma á óvart. Tíðar tásumyndir frá Tenerife á Kanaríeyjum hefðu verið merki um að heimili landsins hefðu nýtt sér uppsafnaðan sparnað sem safnaðist í kórónuveirufaraldrinum. Varðandi fleyg orð Ásgeirs um tásur á Tenerife þá benti hann á á fundinum í morgun að gengi krónunnar hefði veikst um 10 prósent frá síðasta hausti og fram í janúar sem stafaði af viðskiptahalla.

„Viðskiptahallinn stafar af neyslu og það er margt sem kemur þar til – ekkert bara utanlandsferðir. Líka bara kaup á ýmsum varningi. Þessi orð féllu þegar ég var að útskýra það af hverju Seðlabankinn væri ekki að fara yfir gjaldeyrismarkaðinn og verja gengi krónunnar. Þetta var bara til þess að reyna að fá fólk til að skilja þetta því við getum ekki staðið í því að fjármagna viðskiptahalla. Við bara getum ekki gert það sem þjóð. Rétta stýritækið þar eru vextir. 

Við hins vegar gripum inn í gjaldeyrismarkaðinn á árinu 2020 vegna þess að viðskiptahallinn þá stafaði af því að okkar helsta atvinnugrein, ferðaþjónustan, hafði orðið fyrir miklu höggi. Ég held að allir hafi skilið þetta, ég held að öll þjóðin hafi áttað sig á því af hverju gengið væri að veikjast og af hverju við vorum í þessari stöðu.“

Hann sagði að hann hefði gert sér far um það að tala skýrt. „Og ég fæ ekki annað séð en að þjóðin sé nokkurn veginn með á því hvað er að gerast líka. Ég fær ekki annað séð en þegar ég les blöðin og fjölmiðla að þjóðin átti sig á nákvæmlega hvernig efnahagsframvindan er. Það er að einhverju leyti takmarkað hvað Seðlabankinn getur gert og hvað hann getur ekki gert. Stundum ganga hlutirnir öfugt við það sem maður hafði vænst.“

Hefur sérstaklega áhyggjur af fólki á leigumarkaði

Ásgeir sagðist jafnframt ekki hafa sérstakar áhyggjur af fólki sem ætti húsnæði og væri með óverðtryggð eða verðtryggð lán – fólk hefði val um hvora leiðina það færi í þeim efnum. Hann hefði frekar áhyggjur af þeim sem væru á leigumarkaði. 

„Ég hef sjálfur ekki svo miklar áhyggjur af þeim sem eru á fasteignamarkaði, sérstaklega ekki þeim sem keyptu á góðum tíma og eru búnir að fá miklar hækkanir á fasteignaverði – og sérstaklega þeim sem fengu nafnvaxtalán þar sem skuldabréfin hafa hækkað um raunvirði um ein 20 prósent jafnvel. Ég hef ekki áhyggjur af þessu fólki. Ég hef áhyggjur af ungu fólki sem er að koma inn á leigumarkaðinn og langar til að stofna heimili og koma sér fyrir,“ sagði hann. 

Verðbólgan bitnar mest á þeim sem minnst hafa

Rannveig sagði meðal annars á fundinum að þau hefði ekki áhyggjur af skuldastöðu fyrirtækja né heimila. „Við höfum aftur á móti gríðarlegar áhyggjur af verðbólgunni. Fyrst og fremst vegna þess að verðbólga er í rauninni svona eins og öfugur skattur og bitnar mest á þeim sem eru með lægstar tekjurnar. Þeim sem eru bara að fá laun en eru ekki með sparnað og annað til þess að ganga á.“

VaraseðlabankastjóriHefur mestar áhyggjur af verðbólgunni.

Hún benti enn fremur á að verðbólgan væri ekki einungis að hækka vegna húsnæðis. „Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 8,3 prósent í janúar þannig að þetta er ekki bara húsnæði. Það er heldur ekki bara opinberar hækkanir því að ef við horfum á alla undirliði vísitölunnar – munum það að verðbólgumarkmiðið er 2,5 prósent – þá voru í janúar 70 prósent liða að hækka meira en 6 prósent. Þannig að verðbólgan er orðin á mjög breiðum grunni og það er eitthvað sem við höfum gríðarlegar áhyggjur af.“ Í þessu samhengi hafi peningastefnunefnd áhyggjur af áhrifum nýrra kjarasamninga. 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár