Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1065. spurningaþraut: Listaverk stríðsleiðtoganna!

1065. spurningaþraut: Listaverk stríðsleiðtoganna!

Aukaspurning fyrri:

Á myndinni hér að ofan, hvað heitir konan?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða borg lifði og starfaði Sigmund Freud lengst af?

2.  Af hinum fimm helstu leiðtogum stríðsaðila í síðari heimsstyrjöld — Churchill, Hitler, Mussolini, Roosevelt, Stalín — sendi aðeins einn ekki frá sér listaverk af neinu tagi. Hver þeirra fimm var það?

3.  Hvar ríkti gríski guðinn Hades?

4.  Bandarísk söngkona á allar ættir sínar að rekja til Gyðinga í rússneska keisaradæminu sem fóru úr landi til að losna við ofsóknir. Hún er nú rúmlega áttræð. Konan er ein fárra sem hafa unnið allt í senn, Óskars-, Grammy- og Emmy-verðlaun fyrir kvikmyndir, tónlist og sjónvarpsleik. Hvað heitir hún?

5.  Hvað hét danski stórmeistarinn í skák sem háði frægt einvígi við Friðrik Ólafsson 1956 og kom hingað oft síðan og tefldi?

6.  Hvar varð Alexander I keisari árið 1801 þegar faðir hans var myrtur af hirðmönnum sínum?

7.  Hverrar þjóðar var tónskáldið Puccini?

8.  Hvað hét íslenska Eurovision-lagið frá í fyrra?

9.  Hver gaf árið 1954 út skáldsöguna The Two Towers eða Turnarnir tveir?

10.  Rússneski rithöfundurinn Anton Tsékhov var menntaður ... hvað?

***

Aukaspurning seinni:

Á hvaða hljóðfæri er fremri konan að spila?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Vínarborg.

2.  Roosevelt. Hitler málaði málverk, Churchill málaði málverk og sendi frá sér skáldsögu, Mussolini skrifaði skáldsögu og Stalín birti ljóð í æsku.

3.  Í undirheimum.

4.  Barbra Streisand.

5.  Larsen.

6.  Rússlandi.

7.  Ítalskur.

8.  „Með hækkandi sól.“

9.  Tolkien.

10.  Læknir.

***

Svör við aukaspurningum:

Telma Tómasson er á efri myndinni.

Konan á neðri myndinni er að spila á franskt horn. Horn dugar samt.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
6
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár