Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1065. spurningaþraut: Listaverk stríðsleiðtoganna!

1065. spurningaþraut: Listaverk stríðsleiðtoganna!

Aukaspurning fyrri:

Á myndinni hér að ofan, hvað heitir konan?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða borg lifði og starfaði Sigmund Freud lengst af?

2.  Af hinum fimm helstu leiðtogum stríðsaðila í síðari heimsstyrjöld — Churchill, Hitler, Mussolini, Roosevelt, Stalín — sendi aðeins einn ekki frá sér listaverk af neinu tagi. Hver þeirra fimm var það?

3.  Hvar ríkti gríski guðinn Hades?

4.  Bandarísk söngkona á allar ættir sínar að rekja til Gyðinga í rússneska keisaradæminu sem fóru úr landi til að losna við ofsóknir. Hún er nú rúmlega áttræð. Konan er ein fárra sem hafa unnið allt í senn, Óskars-, Grammy- og Emmy-verðlaun fyrir kvikmyndir, tónlist og sjónvarpsleik. Hvað heitir hún?

5.  Hvað hét danski stórmeistarinn í skák sem háði frægt einvígi við Friðrik Ólafsson 1956 og kom hingað oft síðan og tefldi?

6.  Hvar varð Alexander I keisari árið 1801 þegar faðir hans var myrtur af hirðmönnum sínum?

7.  Hverrar þjóðar var tónskáldið Puccini?

8.  Hvað hét íslenska Eurovision-lagið frá í fyrra?

9.  Hver gaf árið 1954 út skáldsöguna The Two Towers eða Turnarnir tveir?

10.  Rússneski rithöfundurinn Anton Tsékhov var menntaður ... hvað?

***

Aukaspurning seinni:

Á hvaða hljóðfæri er fremri konan að spila?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Vínarborg.

2.  Roosevelt. Hitler málaði málverk, Churchill málaði málverk og sendi frá sér skáldsögu, Mussolini skrifaði skáldsögu og Stalín birti ljóð í æsku.

3.  Í undirheimum.

4.  Barbra Streisand.

5.  Larsen.

6.  Rússlandi.

7.  Ítalskur.

8.  „Með hækkandi sól.“

9.  Tolkien.

10.  Læknir.

***

Svör við aukaspurningum:

Telma Tómasson er á efri myndinni.

Konan á neðri myndinni er að spila á franskt horn. Horn dugar samt.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár