Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hluthafarnir taka 56 milljarða úr Símanum eftir ríkisstyrki upp á 1,5 milljarða

Hlut­haf­ar fjar­skipta­fyr­ir­tæk­is­ins Sím­ans lækk­uðu hluta­fé fé­lags­ins um rúm­lega 31 millj­arð króna síðla árs í fyrra í kjöl­far sölu Mílu og greiddu út til eig­enda sinna. Sam­tals munu hlut­haf­ar Sím­ans hafa tek­ið 56 millj­arða út úr fé­lag­inu á síð­ustu ár­um, ef áætlan­ir þeirra ganga eft­ir. Sím­inn stær­ir sig á sama tíma á fram­leiðslu inn­lends sjón­varps­efn­is sem er nið­ur­greitt með styrkj­um frá ís­lenska rík­inu.

Hluthafarnir taka 56 milljarða úr Símanum eftir ríkisstyrki upp á 1,5 milljarða
Stæra sig af framleiðslu á íslensku sjónvarpsefni Síminn stærir sig af því að framleiðsla íslenskt sjónvarpsefni sem nýtur verulegra styrkja frá íslenska ríkinu. Samtímis taka hluthafar Simans tugi milljarða út úr félaginu. Orri Hauksson er forstjóri Símans og einn af hluthöfum félagsins.

Endurgreiðslur og styrkir frá íslenska ríkinu vegna þróunar og framleiðslu sjónvarpsefnis sem sýnt hefur verið í sjónvarpi Símans síðastliðin 5 ár nema tæplega 1.518 milljónum króna. Styrkirnir renna til framleiðslufyrirtækja sem gert hafa samninga við Sjónvarp Símans um að sjónvarpsefnið sem búið er til verði sýnt þar þegar það er tilbúið. Því er um að ræða greiðslur frá íslenska ríkinu, og þar með skattborgurum, sem renna beint í það að búa til sjónvarpsefni sem Síminn selur áskrifendum sínum svo aðgang að. Íslenska ríkið skilgreinir umræddar greiðslur sem ríkisstyrki. 

Samtímis hafa hluthafar Símans greitt út samtals 40 milljarða króna til hluthafa með því að lækka hlutafé félagsins um 39,5 milljarða og greiðslu arðs upp á 500 milljónir. Síminn stefnir auk þess að því að lækka hlutafé sitt enn frekar um 15,7 milljarða króna á þessu ári og borga út 500 milljónir í arð. Þetta kemur fram í ársreikningi Símans sem birtur …

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Spái því að eftir nokkur ár, segjum t.d. 10 þá verði legið á ríkinu að tryggja innviði því öll seigla verður horfin úr Símanum sökum þess að hann verður að fullu skrældur upp að innan orðinn fallítt og getur ekki staðið undir leigu greiðslum á grunnnetinu.Staðan verður bráðum líka sú sama hjá Sýn. Það átti aldrei að selja grunnnetið þegar Síminn var seldur. En svona ganga víst viðskipti fyrir sig í vanþróuðum löndum.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Mílu

Salan á Mílu: Heitir því að selja fjarskiptavinnviði Íslands ekki til „óviðunandi eigenda“
ÚttektSalan á Mílu

Sal­an á Mílu: Heit­ir því að selja fjar­skipta­vinn­viði Ís­lands ekki til „óvið­un­andi eig­enda“

Spurn­ing­ar hafa vakn­að um við­skipti Sím­ans og franska fyr­ir­tæk­is­ins Ardi­an með fjar­skiptainn­viða­fyr­ir­tæk­ið Mílu. „Ég hef áhyggj­ur af þessu,“ seg­ir fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Mílu, um mögu­legt eign­ar­hald ef Ardi­an sel­ur aft­ur. „Ég sé ekki í fljóti bragði að þetta geti geng­ið upp,“ seg­ir hann um fjár­fest­ing­una. Í við­skipt­un­um verð­ur til mik­ill sölu­hagn­að­ur fyr­ir hlut­hafa Sím­ans sem eru að­al­lega líf­eyr­is­sjóð­ir og lands­þekkt­ir fjár­fest­ar í fyr­ir­tæk­inu Stoð­um, áð­ur FL Group.

Mest lesið

Málsvörn gegn ómaklegum málalyktum
6
GagnrýniGeir H. Haarde - ævisaga

Málsvörn gegn ómak­leg­um mála­lykt­um

Fjár­mála­hrun­ið ár­ið 2008 var hluti af al­þjóð­leg­um vendipunkti sem enn er til um­ræðu og grein­ing­ar. Með ís­lenska bjart­sýni, æðru­leysi og sam­stöðu að vopni fer for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands frá þeim tíma, Geir H. Haar­de, yf­ir sögu sína og at­burði þá sem leiddu hann fyr­ir Lands­dóm eft­ir að hafa stað­ið í brim­rót­inu sjálfu sem hefði getað sökkt þjóð­ar­skút­unni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
1
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu