Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1054. spurningaþraut: Endurnar á Tjörninni, og fleira

1054. spurningaþraut: Endurnar á Tjörninni, og fleira

Fyrri aukaspurning:

Hver er konan á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða landi er bærinn Baikonur?

2.  Og hvað er merkilegast að finna í bænum, eða rétt við hann?

3.  Systurnar Jakobína og Fríða Sigurðardætur voru báðar ... hvað?

4.  Í hvaða ríki ríkti Pétur 1. 1685-1725?

5.  Hver er algengasta andategundin á Tjörninni í Reykjavík?

6.  Af hverju er vatnið Wannsee í Þýskalandi frægt?

7.  Hvaða ár fæddist Björk Guðmundsdóttir? Hér má muna einu ári til eða frá.

8.  Tvítug dóttir Bjarkar er byrjuð að láta að sér kveða í bæði leiklist og tónlist en hún gaf í upphafi þessa árs út lagið Bergmál. Hvað heitir hin unga listakona?

9.  Hvaða Evrópulandi tilheyrir eyjan Korfu?

10.  Hversu margar tegundir kattardýra veiða saman í hóp?

***

Seinni aukaspurning:

Hér að neðan má sjá einkar vinsæla pizzu-tegund. Hvað nefnist hún?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Í Kasakstan.

2.  Geimferðastofnun Rússlands og áður Sovétríkjanna.

3.  Rithöfundar. Vitaskuld áttu þær systur fleira sameiginlegt en það liggur í augum uppi að spurt er um þetta og ekkert annað.

4.  Rússlandi.

5.  Stokkendur.

6.  Við vatnið var í byrjun árs 1942 haldin leynileg ráðstefna nasista um hvernig staðið skyldi að útrýmingu Gyðinga.

7.   1965, svo rétt telst vera 1964-1966.

8.  Ísadóra.

9.  Grikklandi.

10.  Aðeins ein — ljón.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Melania Trump.

Á neðri myndinni er Pizza Napoletana en það er enginn grundvallarmunur á henni og Pizza Margarita, svo hvorttveggja telst rétt.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár