Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1053. spurningaþraut: Hverjir sömdu, sungu og spiluðu Vetrarferðina?

1053. spurningaþraut: Hverjir sömdu, sungu og spiluðu Vetrarferðina?

Fyrri aukaspurning:

Hver er þetta?

***

Aðalspurningar:

1.  Árið 2018 vakti mikla athygli þegar ungir piltar í fótboltaliði lokuðust inni í djúpum helli og kostaði mikið erfiði að koma þeim út. Í hvaða landi gerðist þetta?

2.  Auðkýfingur einn bauð fram aðstoð sína við að ná piltunum út en lenti síðan í málaferlum eftir að hafa nítt skóinn af einum þeirra kafara sem tóku þátt í að bjarga þeim. Auðkýfingurinn var sýknaður af kröfu um bætur vegna meiðyrða en hver er hann?

3.  Fréttakona sem hafði verið hjá Kveik á RÚV hætti fyrir tveim árum og fór að vinna sem upplýsingafulltrúi hjá Robert Wessmann eða fyrirtækjum hans. Hún lét svo af störfum þar um daginn. Hvað heitir hún?

4.  Páley Borgþórsdóttir, við hvað starfar hún? Hér þarf svarið að vera nákvæmt.

5.  Hvaða fjörður er milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar?

6.  Hvaða teiknimyndapersóna á einkar mikilvægan lukkupening, sem mun vera fyrsti peningurinn sem persónan græddi á ævinni?

7.   Árið 2012 fékk diskur með ljóðaflokknum Vetrarferðinni Íslensku tónlistarverðlaunin í flokki sígildrar- og samtímatónlistar. Þar söng Vetrarferðina einn kunnasti söngvari Íslendinga síðustu áratugina, karl sem hóf feril sinn sem barítón en færði sig svo niður í bassa. Hver er sá söngvari? 

8.  Undirleikari á þessum diski var heldur enginn aukvisi, heldur hefur haslað sér æ stærri völl sem einkleikari á píanó síðasta hálfa annan áratuginn og komið víða fram og fengið mikið lof. Hann heitir ... hvað?

9.  En ljóðaflokkurinn Vetrarferðin eða Winterreise, hver samdi annars lögin í þeim víðfræga flokki? Svo er vetrarstig fyrir þá fáu sem vita hver samdi LJÓÐIN í Vetrarferðinni!

10.  Í hvaða landi er höfuðborgin Lima?

***

Seinni aukaspurning:

Þótt myndin sé ekki góð, þá ættu nú þau sem til þekkja að bera kennsl á konuna á myndinni hér að neðan.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Taílandi.

2.  Elon Musk.

3.  Lára Ómarsdóttir.

4.  Lögreglustjóri á Norðurlandi eystra.

5.  Héðinsfjörður.

6.  Jóakim Aðalönd.

7.  Kristinn Sigmundsson.

8.  Víkingur Heiðar.

9.  Schubert. — Ljóðin samdi Müller nokkur.

10.  Perú.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er söngkonan Rihanna.

Á neðri myndinni er Ásta Sigurðardóttir.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ólst upp við listamannslíf og laus við kassahugsun
4
Viðtal

Ólst upp við lista­manns­líf og laus við kassa­hugs­un

Þór­dís Hólm Fil­ips­dótt­ir er dótt­ir rit­höf­und­ar og mynd­list­ar­manns og í upp­eld­inu skiptu orð miklu máli. Skrif eru hluti af líf­inu, sem er eins og mynd­rænt ljóð, þar sem skipt­ast á skin og skúr­ir. Áhrif seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar mót­uðu fjöl­skyldu­sög­una, hún leit­aði ung út í heim og flutti seinna með ung­barn og ung­lings­dótt­ur til Afr­íku. Strax í æsku lærði hún að lifa ut­an ramm­ans og stund­ar nú heild­ræn­ar lækn­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár