Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

1053. spurningaþraut: Hverjir sömdu, sungu og spiluðu Vetrarferðina?

1053. spurningaþraut: Hverjir sömdu, sungu og spiluðu Vetrarferðina?

Fyrri aukaspurning:

Hver er þetta?

***

Aðalspurningar:

1.  Árið 2018 vakti mikla athygli þegar ungir piltar í fótboltaliði lokuðust inni í djúpum helli og kostaði mikið erfiði að koma þeim út. Í hvaða landi gerðist þetta?

2.  Auðkýfingur einn bauð fram aðstoð sína við að ná piltunum út en lenti síðan í málaferlum eftir að hafa nítt skóinn af einum þeirra kafara sem tóku þátt í að bjarga þeim. Auðkýfingurinn var sýknaður af kröfu um bætur vegna meiðyrða en hver er hann?

3.  Fréttakona sem hafði verið hjá Kveik á RÚV hætti fyrir tveim árum og fór að vinna sem upplýsingafulltrúi hjá Robert Wessmann eða fyrirtækjum hans. Hún lét svo af störfum þar um daginn. Hvað heitir hún?

4.  Páley Borgþórsdóttir, við hvað starfar hún? Hér þarf svarið að vera nákvæmt.

5.  Hvaða fjörður er milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar?

6.  Hvaða teiknimyndapersóna á einkar mikilvægan lukkupening, sem mun vera fyrsti peningurinn sem persónan græddi á ævinni?

7.   Árið 2012 fékk diskur með ljóðaflokknum Vetrarferðinni Íslensku tónlistarverðlaunin í flokki sígildrar- og samtímatónlistar. Þar söng Vetrarferðina einn kunnasti söngvari Íslendinga síðustu áratugina, karl sem hóf feril sinn sem barítón en færði sig svo niður í bassa. Hver er sá söngvari? 

8.  Undirleikari á þessum diski var heldur enginn aukvisi, heldur hefur haslað sér æ stærri völl sem einkleikari á píanó síðasta hálfa annan áratuginn og komið víða fram og fengið mikið lof. Hann heitir ... hvað?

9.  En ljóðaflokkurinn Vetrarferðin eða Winterreise, hver samdi annars lögin í þeim víðfræga flokki? Svo er vetrarstig fyrir þá fáu sem vita hver samdi LJÓÐIN í Vetrarferðinni!

10.  Í hvaða landi er höfuðborgin Lima?

***

Seinni aukaspurning:

Þótt myndin sé ekki góð, þá ættu nú þau sem til þekkja að bera kennsl á konuna á myndinni hér að neðan.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Taílandi.

2.  Elon Musk.

3.  Lára Ómarsdóttir.

4.  Lögreglustjóri á Norðurlandi eystra.

5.  Héðinsfjörður.

6.  Jóakim Aðalönd.

7.  Kristinn Sigmundsson.

8.  Víkingur Heiðar.

9.  Schubert. — Ljóðin samdi Müller nokkur.

10.  Perú.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er söngkonan Rihanna.

Á neðri myndinni er Ásta Sigurðardóttir.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Stendur með því sem hjartað segir að sé rétt
4
Viðtal

Stend­ur með því sem hjart­að seg­ir að sé rétt

Ás­dís María Við­ars­dótt­ir hef­ur sleg­ið í gegn í þýsku­mæl­andi lönd­um. Með­al ann­ars átt lag í fyrsta sæti vin­sældal­ista út­varps­stöðva í Þýskalandi og ver­ið til­nefnd þar fyr­ir besta popp­lag árs­ins. Hér heima vakti hún um­ræðu í fyrra þeg­ar hún dró sig frá lagi sínu í Eurovisi­on vegna hern­að­ar­ins á Gaza. Ás­dís María ræð­ir allt þetta í við­tali – og meira til!

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár