Tveir unglingsdrengir hafa búið með föður sínum í hjólhýsi á tjaldstæðinu í Laugardalnum í vetur. Fjallað var um aðstæður þeirra í Heimildinni fyrir hálfum mánuði og eftir það frétti faðir drengjanna, Axel Ayari, að unnið væri hörðum höndum að því að finna þeim íbúð. Þeir biðu þó á milli vonar og ótta í tvær vikur, þar til Axel fékk ánægjulegt símtal síðdegis fimmtudaginn 9. febrúar. „Félagsráðgjafinn minn hringdi í mig núna seinni partinn og sagði: „Axel minn, ég er með góðar fréttir fyrir þig. Þú færð íbúð og getur skoðað hana á mánudaginn.“ Það er léttir,“ sagði Axel í samtali við Heimildina í gær.
Í hjólhýsi í óveðursviðvörun
Fram að því hafa hann og synir hans, sem eru á unglingsaldri, búið í 10 fermetra hjólhýsi í Laugardalnum frá því í september í fyrra. Fyrir hálfum mánuði var greint frá því í Heimildinni að feðgarnir hefðu verið á vergangi …
Athugasemdir