Fishing in Iceland heitir ein vinsælasta YouTube-rásin sem er í eigu Íslendings. Henni er haldið úti af Birgi Rúnari Sæmundssyni, 68 ára gömlum fyrrverandi sjómanni á Stokkseyri. Á rás hans má í dag finna sjö myndbönd sem Birgir hefur sjálfur tekið við störf sín á sjó á undanförnum árum. Samanlagt eru þau með rúmlega 102 milljónir áhorfa, en 258 þúsund notendur miðilsins eru áskrifendur að myndböndum Birgis.
Vinsældirnar sem rásin á YouTube náði hafa nú sett persónulegan fjárhag Birgis, sem hætti á sjó fyrir þremur árum vegna veikinda og er í dag ellilífeyrisþegi, í uppnám. Undir lok janúarmánaðar kvað yfirskattanefnd upp úrskurð varðandi auglýsingatekjur sem Birgir hafði af umferðinni um YouTube-aðganginn á árinu 2019 og staðfesti ákvörðun ríkisskattstjóra um að Birgi bæri að greiða skatt, auk 25 prósenta álags, af tæplega fjögurra milljóna króna tekjum.
Skuldin sem Birgir situr uppi með við skattinn nemur um tveimur milljónum króna. Í samtali …
Athugasemdir