Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Kvika leppaði fyrir Bakkavararbræður vegna orðsporsáhættu

Kvika banki lepp­aði kauptil­boð á hluta­bréf­um í eign­ar­halds­fé­lag­inu Klakka fyr­ir Bakka­var­ar­bræð­ur ár­ið 2016. Fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri hjá Kviku við­ur­kenndi þetta fyr­ir dómi í lok janú­ar og vís­aði til þess að stemn­ing­in í sam­fé­lag­inu hafi ver­ið þannig að Bakka­var­ar­bræð­ur hafi ekki getað átt banka. Þá var einnig rætt að haga við­skipt­un­um þannig að Fjár­mála­eft­ir­lit­ið þyrfti ekki að sam­þykkja þau.

Kvika leppaði fyrir Bakkavararbræður vegna orðsporsáhættu
Reyndu að nota Kviku til að kaupa eftirlitsskylt fyrirtæki Bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir, sem kenndir eru við matvælafyrirtækið Bakkavör, reyndu að nota Kviku banka til að leppa fyrir sig kaup á hlut í eignarhaldsfélaginu Klakka. Mynd: Pressphotos

Kvika banki reyndi að leppa fyrirhuguð kaup félags í eigu Lýðs og Ágústs Guðmundssona, sem kenndir eru við matvælafyrirtækið Bakkavör, á hlutafé og kröfum í eignarhaldsfélagið Klakka af íslenska ríkinu árið 2016. Klakki átti á þessum tíma fjármögnunarfyrirtækið Lýsingu, sem síðar var endurnefnt Lykill og lýtur eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Þetta kom fram í máli Ásgeirs Reykfjörðs Gylfasonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Kviku banka, í málflutningi í skaðabótamáli félags Bakkabræðra, Frigusar II ehf., í  Lindarhvols-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok janúar.  

Um leppun Kviku á kauptilboðinu fyrir Frigus sagði Ásgeir: „Það var þannig í huga ansi margra sem unnu í grennd við Borgartúnið á þessum árum að þeir aðilar sem voru mjög áberandi fyrir  fall bankanna – þeir voru framan á dagblöðum, þeir voru atyrtir í spjallþáttum og þess háttar – og eins og ég segi: Við töldum það ekki hjálpa málinu og við vildum að þessi viðskipti myndu falla þeirra megin. …

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Vondu karlarnir eru ekki vandamálið framkvæmdarvaldið og Alþingi eru það.
    0
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Bara meira meikup og hárkolla og allir sáttir ? Íslensku regluverki er ekki við bjargandi.
    0
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Það gekk með Dekhill og Bank Júlíus Bayer svo af hverju ættu blekkingarleikur ekki að vera löglegur áfram ? Gargandi snilld að ekkert hefur breyst
    0
  • Monika Bereza skrifaði
    Ljót viðskipti og ekkert eftirlit? Hvað er þetta eiginlega? Ekkert af þessu átti að leyfa.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár