Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Orðið nær fullskipað í aðstoðarmannaliðinu – 26 manns aðstoða ráðherra og ríkisstjórn

Í kjöl­far þess að Bjarni Bene­dikts­son bætti við sig öðr­um að­stoð­ar­manni hafa all­ir 12 ráð­herr­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar nú tvo að­stoð­ar­menn sér til halds og trausts. Rann­sókn­ar­nefnd Al­þing­is um banka­hrun­ið taldi á sín­um tíma vert að styrkja póli­tíska stefnu­mót­un í ráðu­neyt­um, en setti fjölda að­stoð­ar­manna þó í sam­hengi við stærð og fjölda ráðu­neyta í til­lög­um sín­um þar að lút­andi. Ráðu­neyt­in hafa aldrei ver­ið fleiri en nú frá því að heim­ilt varð að ráða tvo að­stoð­ar­menn á hvern ráð­herra ár­ið 2011.

Orðið nær fullskipað í aðstoðarmannaliðinu – 26 manns aðstoða ráðherra og ríkisstjórn
Ráðherrar Mynd: Heiða Helgadóttir

Allir tólf ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa nú tvo aðstoðarmenn hver, í kjölfar þess að Nanna Kristín Tryggvadóttir var ráðin aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra, en tilkynnt var um ráðningu hennar í gær. 

Áður en til ráðningar Nönnu Kristínar kom hafði Bjarni um nokkurt skeið verið eini ráðherrann í ríkisstjórninni sem einungis hafði einn aðstoðarmann sér til halds og trausts, en ráðherrum hefur allt frá árinu 2011 verið heimilt að ráða tvo einstaklinga sér til aðstoðar.

Síðan þá hafa ráðherraembættin aldrei verið jafn mörg og þau eru nú, eða tólf talsins, og því ljóst að aðstoðarmenn ráðherra hafa aldrei verið fleiri en nú eða tuttugu og fjórir talsins. 

Til viðbótar við aðstoðarmenn ráðherra hefur ríkisstjórnin einnig heimild í lögum til að ráða sér þrjá aðstoðarmenn til viðbótar. Sú heimild er ekki að fullu nýtt, en ríkisstjórnin er í dag með tvo aðstoðarmenn. 

Dagný Jónsdóttir er aðstoðarmaður ríkisstjórnar um samhæfingu mála og Henný Hinz er aðstoðarmaður ríkisstjórnar á sviði vinnumarkaðs-, efnahags- og loftslagsmála. 

Rannsóknarnefnd taldi rétt að fjöldi aðstoðarmanna tæki mið af stærð ráðuneyta

Sem áður segir hefur heimild til þess að ráða tvo aðstoðarmenn á hvern ráðherra verið til staðar í lögum frá árinu 2011, er ný heildarlög um Stjórnarráð Ísland tóku gildi.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra í þáverandi ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, lagði fram lagafrumvarpið sem síðar var samþykkt með allmörgum breytingum.

Stjórn Jóhönnu og SteingrímsHér er ein útgáfa af ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, en ráðherrar í henni voru tólf þegar mest lét en átta, eins og hér á myndinni, á seinni hluta kjörtímabilsins.

Í frumvarpi Jóhönnu var lagt upp með að ráðherrar gætu ráðið sér einn aðstoðarmann og einn ráðgjafa, en áður höfðu ráðherrar getað verið með einn pólitískan aðstoðarmann.

Með þessu var brugðist við tillögum rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið, en nefndin taldi pólitíska stefnumótun inni í ráðuneytunum ekki nægilega burðuga. Á meðal tillagna sem nefndin setti fram var að við myndun ríkisstjórna yrði ákveðið hvort ráðherrar gætu ráðið sér einn eða tvo pólitíska aðstoðarmenn til að aðstoða sig við stefnumótun.

„Fjöldi aðstoðarmanna hvers ráðherra innan þessara marka verði samningsatriði milli stjórnarflokka en tæki mið af stærð og umfangi ráðuneytis,“ sagði í tillögu frá rannsóknarnefndinni um þetta efni.

Ákveðið að auka svigrúmið enn frekar

Við umfjöllun þáverandi allherjar- og menntamálanefndar þingsins, sem leidd var af þingmanninum Róbert Marshall, sem þá var í Samfylkingu, var þó talið brýnt að skapa enn meira svigrúm fyrir ráðherra til að ráða til sín pólitíska aðstoðarmenn.

„Að mati meiri hluta nefndarinnar eru þær tillögur sem settar eru fram í frumvarpinu um þetta efni, þar sem kveðið er á um heimild til að ráða einn aðstoðarmann og einn ráðgjafa í hvert ráðuneyti, ekki fullnægjandi m.a. þar sem ekki tekið tillit til þess að ráðuneytin eru mjög mismunandi að stærð og umfangi,“ sagði í nefndaráliti allsherjar- og menntamálanefndar, sem ákvað að rétt væri að veita ríkisstjórn hvers tíma heimild til að ráða þrjá aðstoðarmenn ofan á þá tvo sem hver ráðherra mætti ráða sér.

Aðstoðarmenn ráðherra taka sömu laun og skrifstofustjórar í ráðuneytum. Í upphafi árs 2021 voru laun þeirra hátt í 1,5 milljónir króna á mánuði.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlín Daníelsdóttir skrifaði
    Þá höfum við það þannig. Og lykilorðið ellu1653
    0
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Ég óska eftir því að Heimildin kanni hvað rekstur þessarar ríkisstjórnar kosti og einnig hvað hver og einn stjórnmálaflokkur kostar okkur
    3
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Atvinnumiðlun stjórnmálaflokkana klikkar í störfum á okkar kostnað .
    1
    • Jón Ragnarsson skrifaði
      26 X 1.500.000 X 2 = 78.000.000

      Þetta er kostnaður fyrir íslenskt samfélag á mánuði ?
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Stefnuræða forsætisráðherra: „Hvar annars staðar en á Íslandi gæti þetta gerst?“
5
Fréttir

Stefnuræða for­sæt­is­ráð­herra: „Hvar ann­ars stað­ar en á Ís­landi gæti þetta gerst?“

Kristrún Frosta­dótt­ir jós sam­starfs­kon­ur sín­ar lofi í stefnuræðu for­sæt­is­ráð­herra og sagði að burt­séð frá póli­tísk­um skoð­un­um mætt­um við öll vera stolt af Ingu Sæ­land. Hún minnt­ist einnig Ólaf­ar Töru Harð­ar­dótt­ur sem var jarð­sung­in í dag og hét því að bæta rétt­ar­kerf­ið fyr­ir brota­þola of­beld­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár