Hér er spurt um ýmislegt danskt og þar á meðal nokkra Dani.
Fyrri aukaspurning:
Hver er sá frægi Dani sem sést á myndinni hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Hve margir eru Danir? Eru þeir 3,8 milljónir — 5,8 milljónir — 9,8 milljónir — 13,8 milljónir eða 17,8 milljónir?
2. Þarflaust er að spyrja hver er fjölmennasta borg Danmerkur, en ég spyr hins vegar: Hver er næst fjölmennasta borg landsins?
3. Hversu oft hafa Danir unnið Eurovision-söngkeppnina?
4. Árið 1992 unnu Danir Evrópumeistaramót karla í fótbolta mjög óvænt. Hvaða þjóð unnu þeir 2-0 í úrslitaleiknum með mörkum Kim Vilfort og John Jensen?
5. Hver er hæsti náttúrulegi staður Danmerkur? Er það a) Himmelbjerget — b) Møllehøj. — c) Ejer Bavnehøj.
6. Á árunum 1969-1978 starfaði ein sögufrægasta rokkhljómsveit Dana, Gasolin. Hver var söngvari hljómsveitarinnar?
7. Danmörku tilheyra að sögn 406 eyjar. Þá eru hvorki Grænland né Færeyjar taldar með. En hver af dönsku eyjunum er lengst frá hinum?
8. Hver af eftirtöldum víkingahöfðingjum getur helst talist hafa verið Dani? — Björn járnsíða. — Eiríkur blóðöx. — Haraldur harðráði. — Haraldur blátönn. — Kveldúlfur Bjálfason. — Ragnar loðbrók.
9. Hvað heitir forsætisráðherra Danmerkur?
10. Karl einn fæddist í Bandaríkjunum en faðir hans er danskur og hann ólst að hluta upp í Danmörku. Hann gerðist kvikmyndastjarna og varð frægur sem hetjan Aragorn. Hann hefur komið margoft til Íslands og var aðdáandi og vinur listmálarans Georgs Guðna. Hann er líka málari, ljósmyndari, skáld og tónlistarmaður. Hvað heitir þessi fjölhæfi hálf-Dani?
***
Seinni aukaspurning:
Hverja má sjá hér á myndinni að neðan?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Danir eru um 5,8 milljónir.
2. Aarhus.
3. Þrisvar.
Ekki er nauðsynlegt að vita það en sigurvegarnir eru: 1963: Dansevise. 2000: Fly On The Wings Of Love. 2013: Only Teardrops.
Hér til hliðar má vonandi sjá Dansevise í flutningi Grethe og Jørgen Ingmann.
4. Þjóðverja.
5. Møllehøj. Sá tindur er 170,86 metra hár.
6. Kim Larsen.
7. Borgundarhólmur, Bornholm.
8. Haraldur blátönn.
9. Mette Fredriksen.
10. Viggo Mortensen.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er Friðrik kóngur 9., faðir Margrétar núverandi drottningar. Ekki er nauðsynlegt að hafa númerið hans rétt.
Á neðri myndinni er Karen Blixen rithöfundur.
Athugasemdir (1)