Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1030. spurningaþraut: Danmörk og Danir er þemað í þessari þraut

1030. spurningaþraut: Danmörk og Danir er þemað í þessari þraut

Hér er spurt um ýmislegt danskt og þar á meðal nokkra Dani.

Fyrri aukaspurning:

Hver er sá frægi Dani sem sést á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hve margir eru Danir? Eru þeir 3,8 milljónir — 5,8 milljónir — 9,8 milljónir — 13,8 milljónir eða 17,8 milljónir?

2.  Þarflaust er að spyrja hver er fjölmennasta borg Danmerkur, en ég spyr hins vegar: Hver er næst fjölmennasta borg landsins?

3.  Hversu oft hafa Danir unnið Eurovision-söngkeppnina?

4.  Árið 1992 unnu Danir Evrópumeistaramót karla í fótbolta mjög óvænt. Hvaða þjóð unnu þeir 2-0 í úrslitaleiknum með mörkum Kim Vilfort og John Jensen?

5.  Hver er hæsti náttúrulegi staður Danmerkur? Er það a) Himmelbjerget —  b) Møllehøj.  — c) Ejer Bavnehøj.

6.  Á árunum 1969-1978 starfaði ein sögufrægasta rokkhljómsveit Dana, Gasolin. Hver var söngvari hljómsveitarinnar?

7.  Danmörku tilheyra að sögn 406 eyjar. Þá eru hvorki Grænland né Færeyjar taldar með. En hver af dönsku eyjunum er lengst frá hinum?

8.  Hver af eftirtöldum víkingahöfðingjum getur helst talist hafa verið Dani? — Björn járnsíða. — Eiríkur blóðöx. — Haraldur harðráði. — Haraldur blátönn. — Kveldúlfur Bjálfason. — Ragnar loðbrók. 

9.  Hvað heitir forsætisráðherra Danmerkur?

10.  Karl einn fæddist í Bandaríkjunum en faðir hans er danskur og hann ólst að hluta upp í Danmörku. Hann gerðist kvikmyndastjarna og varð frægur sem hetjan Aragorn. Hann hefur komið margoft til Íslands og var aðdáandi og vinur listmálarans Georgs Guðna. Hann er líka málari, ljósmyndari, skáld og tónlistarmaður. Hvað heitir þessi fjölhæfi hálf-Dani?

***

Seinni aukaspurning:

Hverja má sjá hér á myndinni að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Danir eru um 5,8 milljónir.

2.  Aarhus.

3.  Þrisvar.

Ekki er nauðsynlegt að vita það en sigurvegarnir eru: 1963: Dansevise. 2000: Fly On The Wings Of Love. 2013: Only Teardrops.

Hér til hliðar má vonandi sjá Dansevise í flutningi Grethe og Jørgen Ingmann.

4.  Þjóðverja.

5.  Møllehøj. Sá tindur er 170,86 metra hár.

6.  Kim Larsen.

7.  Borgundarhólmur, Bornholm.

8.  Haraldur blátönn.

9.  Mette Fredriksen.

10.  Viggo Mortensen.

Viggo Mortensen

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Friðrik kóngur 9., faðir Margrétar núverandi drottningar. Ekki er nauðsynlegt að hafa númerið hans rétt.

Á neðri myndinni er Karen Blixen rithöfundur.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
2
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.
Aðalsteinn Kjartansson
6
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
4
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.
Hélt að hún myndi höndla álagið betur
6
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár