Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

1030. spurningaþraut: Danmörk og Danir er þemað í þessari þraut

1030. spurningaþraut: Danmörk og Danir er þemað í þessari þraut

Hér er spurt um ýmislegt danskt og þar á meðal nokkra Dani.

Fyrri aukaspurning:

Hver er sá frægi Dani sem sést á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hve margir eru Danir? Eru þeir 3,8 milljónir — 5,8 milljónir — 9,8 milljónir — 13,8 milljónir eða 17,8 milljónir?

2.  Þarflaust er að spyrja hver er fjölmennasta borg Danmerkur, en ég spyr hins vegar: Hver er næst fjölmennasta borg landsins?

3.  Hversu oft hafa Danir unnið Eurovision-söngkeppnina?

4.  Árið 1992 unnu Danir Evrópumeistaramót karla í fótbolta mjög óvænt. Hvaða þjóð unnu þeir 2-0 í úrslitaleiknum með mörkum Kim Vilfort og John Jensen?

5.  Hver er hæsti náttúrulegi staður Danmerkur? Er það a) Himmelbjerget —  b) Møllehøj.  — c) Ejer Bavnehøj.

6.  Á árunum 1969-1978 starfaði ein sögufrægasta rokkhljómsveit Dana, Gasolin. Hver var söngvari hljómsveitarinnar?

7.  Danmörku tilheyra að sögn 406 eyjar. Þá eru hvorki Grænland né Færeyjar taldar með. En hver af dönsku eyjunum er lengst frá hinum?

8.  Hver af eftirtöldum víkingahöfðingjum getur helst talist hafa verið Dani? — Björn járnsíða. — Eiríkur blóðöx. — Haraldur harðráði. — Haraldur blátönn. — Kveldúlfur Bjálfason. — Ragnar loðbrók. 

9.  Hvað heitir forsætisráðherra Danmerkur?

10.  Karl einn fæddist í Bandaríkjunum en faðir hans er danskur og hann ólst að hluta upp í Danmörku. Hann gerðist kvikmyndastjarna og varð frægur sem hetjan Aragorn. Hann hefur komið margoft til Íslands og var aðdáandi og vinur listmálarans Georgs Guðna. Hann er líka málari, ljósmyndari, skáld og tónlistarmaður. Hvað heitir þessi fjölhæfi hálf-Dani?

***

Seinni aukaspurning:

Hverja má sjá hér á myndinni að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Danir eru um 5,8 milljónir.

2.  Aarhus.

3.  Þrisvar.

Ekki er nauðsynlegt að vita það en sigurvegarnir eru: 1963: Dansevise. 2000: Fly On The Wings Of Love. 2013: Only Teardrops.

Hér til hliðar má vonandi sjá Dansevise í flutningi Grethe og Jørgen Ingmann.

4.  Þjóðverja.

5.  Møllehøj. Sá tindur er 170,86 metra hár.

6.  Kim Larsen.

7.  Borgundarhólmur, Bornholm.

8.  Haraldur blátönn.

9.  Mette Fredriksen.

10.  Viggo Mortensen.

Viggo Mortensen

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Friðrik kóngur 9., faðir Margrétar núverandi drottningar. Ekki er nauðsynlegt að hafa númerið hans rétt.

Á neðri myndinni er Karen Blixen rithöfundur.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gjöfin frá Ásgeiri: „Þetta var hans draumur“
6
Vettvangur

Gjöf­in frá Ás­geiri: „Þetta var hans draum­ur“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son lést nótt­ina fyr­ir við­burð­inn sem hann hafði var­ið síð­ustu dög­um lífs­ins við að skipu­leggja ásamt vin­um sín­um og ætt­ingj­um. Nið­ur­stað­an var að það væri í anda Ás­geirs að halda við­burð­inn. „Þetta var ótrú­leg stund og mik­il gjöf sem hann færði okk­ur sem eft­ir stóð­um, að fá að vera þarna sam­an á þess­ari stundu,“ seg­ir Jón Bjarki Mag­ús­son, einn af hans nán­ustu vin­um.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár