Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1025. spurningaþraut: Afmælisbörn og atburðir á þessum degi ástarinnar

1025. spurningaþraut: Afmælisbörn og atburðir á þessum degi ástarinnar

Fyrri aukaspurning:

Málarinn sem málaði myndina hér að ofan fæddist á þessum degi árið 1867. Hvað hét hann?

***

Aðalspurningar:

1.  Fyrsta konan sem varð rektor Háskóla Íslands fæddist á þessum degi 1954. Hvað heitir hún?

2.  Árið 1940 fæddist á þessum degi kona sem var lengi blaðamaður á Morgunblaðinu, fór síðan að læra arabísku í þrem Arabalöndum, stundaði mjög ferðalög, bæði ein síns liðs en einnig með hópa Íslendinga, og stundaði ýmislegt hjálparstarf með fjáröflun fyrir bágstatt fólk, ekki síst konur og börn. Hún átti einmitt nokkur börn sjálf og hét ... hvað?

3.  Á þessum degi árið 1992 fæddist fótboltamaður sem þykir vel liðtækur og rúmlega það, en vakti þó mesta athygli þegar hann hneig niður eftir hjartaáfall í landsleik fyrir tveim árum og var um tíma ekki hugað líf. Hann hefur þó náð sér að fullu og heitir ... hvað?

4.  Á þessum degi árið 2005 var sett í loftið vefsíða sem náði fljótt miklum vinsældum og hefur haldið þeim síðan. Vefsíðan er nú í öðru sæti yfir mest sóttu vefsíðurnar í veröldinni. Hvaða síða er þetta?

5.  Á þessum degi 1987 var frumsýnd kvikmynd eftir Friðrik Þór Friðriksson um tvo unga menn sem fara á fyllerí í Reykjavík eftir mikla vinnutörn og enda á því að brjótast inn í byssubúð og halda þaðan uppi skothríð við lögreglu. Myndin heitir Skytturnar sem vísar bæði til afhæfis mannanna en líka atvinnu þeirra. Við hvað störfuðu þeir?

6.  Á þessum degi árið 1779 var frægur enskur landkönnuður drepinn í átökum við heimamenn á Havaí-eyjum. Hvað hét landkönnuðurinn?

7.  Á þessum degi 2018 var litríkur forseti Suður-Afríku þvingaður til að segja af sér embætti en hann var orðaður við víðtæka spillingu og ýmislegt í þeim dúr Reyndar hafði hann áður verið bendlaður við margt misjafnt og m.a.s. setið í fangelsi vegna þess. Hvað heitir karl þessi?

8.  Á þessum degi 1949 kom ísraelska þingið saman í fyrsta sinn. Hvað nefndist þetta þing?

9.  Þann 14. febrúar 1989 var rithöfundur dæmdur til dauða af trúarleiðtoga fyrir bók sem höfundurinn hafði skrifað. Hvað heitir bókin?

10.  Á þessum degi 1912 var 48. ríkið formlega tekið upp í Bandaríki Norður-Ameríku, síðasta ríkið í hinu samfellda landflæmi sem yfirleitt eru talin Bandaríkin þótt síðar hafi tvö fjarlægari ríki bæst við. Hvað var þetta 48. ríki?

***

Seinni aukaspurning:

Gríðarlega athygli vakti þegar konan hér að ofan sýndi blaða- og sjónvarpsmönnum heimili sitt 14. febrúar 1962. Hvað hét þessi prúðbúna húsmóðir?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Kristín Ingólfsdóttir.

2.  Jóhanna Kristjónsdóttir.

3.  Christian Eriksen.

4.  Youtube.

5.  Hvalveiðar

6.  Cook.

7.  Zuma.

8.  Knesset.

9.  Söngvar Satans.

10.  Arizona.

***

Svör við aukaspurningum:

Þórarinn B. Þorláksson málaði myndina frá Þingvöllum.

Jacqueline Kennedy fylgdi blaðamönnum um Hvíta húsið í Washington.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár