Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

1025. spurningaþraut: Afmælisbörn og atburðir á þessum degi ástarinnar

1025. spurningaþraut: Afmælisbörn og atburðir á þessum degi ástarinnar

Fyrri aukaspurning:

Málarinn sem málaði myndina hér að ofan fæddist á þessum degi árið 1867. Hvað hét hann?

***

Aðalspurningar:

1.  Fyrsta konan sem varð rektor Háskóla Íslands fæddist á þessum degi 1954. Hvað heitir hún?

2.  Árið 1940 fæddist á þessum degi kona sem var lengi blaðamaður á Morgunblaðinu, fór síðan að læra arabísku í þrem Arabalöndum, stundaði mjög ferðalög, bæði ein síns liðs en einnig með hópa Íslendinga, og stundaði ýmislegt hjálparstarf með fjáröflun fyrir bágstatt fólk, ekki síst konur og börn. Hún átti einmitt nokkur börn sjálf og hét ... hvað?

3.  Á þessum degi árið 1992 fæddist fótboltamaður sem þykir vel liðtækur og rúmlega það, en vakti þó mesta athygli þegar hann hneig niður eftir hjartaáfall í landsleik fyrir tveim árum og var um tíma ekki hugað líf. Hann hefur þó náð sér að fullu og heitir ... hvað?

4.  Á þessum degi árið 2005 var sett í loftið vefsíða sem náði fljótt miklum vinsældum og hefur haldið þeim síðan. Vefsíðan er nú í öðru sæti yfir mest sóttu vefsíðurnar í veröldinni. Hvaða síða er þetta?

5.  Á þessum degi 1987 var frumsýnd kvikmynd eftir Friðrik Þór Friðriksson um tvo unga menn sem fara á fyllerí í Reykjavík eftir mikla vinnutörn og enda á því að brjótast inn í byssubúð og halda þaðan uppi skothríð við lögreglu. Myndin heitir Skytturnar sem vísar bæði til afhæfis mannanna en líka atvinnu þeirra. Við hvað störfuðu þeir?

6.  Á þessum degi árið 1779 var frægur enskur landkönnuður drepinn í átökum við heimamenn á Havaí-eyjum. Hvað hét landkönnuðurinn?

7.  Á þessum degi 2018 var litríkur forseti Suður-Afríku þvingaður til að segja af sér embætti en hann var orðaður við víðtæka spillingu og ýmislegt í þeim dúr Reyndar hafði hann áður verið bendlaður við margt misjafnt og m.a.s. setið í fangelsi vegna þess. Hvað heitir karl þessi?

8.  Á þessum degi 1949 kom ísraelska þingið saman í fyrsta sinn. Hvað nefndist þetta þing?

9.  Þann 14. febrúar 1989 var rithöfundur dæmdur til dauða af trúarleiðtoga fyrir bók sem höfundurinn hafði skrifað. Hvað heitir bókin?

10.  Á þessum degi 1912 var 48. ríkið formlega tekið upp í Bandaríki Norður-Ameríku, síðasta ríkið í hinu samfellda landflæmi sem yfirleitt eru talin Bandaríkin þótt síðar hafi tvö fjarlægari ríki bæst við. Hvað var þetta 48. ríki?

***

Seinni aukaspurning:

Gríðarlega athygli vakti þegar konan hér að ofan sýndi blaða- og sjónvarpsmönnum heimili sitt 14. febrúar 1962. Hvað hét þessi prúðbúna húsmóðir?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Kristín Ingólfsdóttir.

2.  Jóhanna Kristjónsdóttir.

3.  Christian Eriksen.

4.  Youtube.

5.  Hvalveiðar

6.  Cook.

7.  Zuma.

8.  Knesset.

9.  Söngvar Satans.

10.  Arizona.

***

Svör við aukaspurningum:

Þórarinn B. Þorláksson málaði myndina frá Þingvöllum.

Jacqueline Kennedy fylgdi blaðamönnum um Hvíta húsið í Washington.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég er náttúrlega gangandi kraftaverk“
4
Viðtal

„Ég er nátt­úr­lega gang­andi krafta­verk“

Þeg­ar Thelma Björk Jóns­dótt­ir fata­hönn­uð­ur, jóga- og hug­leiðslu­kenn­ari og þriggja barna móð­ir, fann fyr­ir hnúð í öðru brjóst­inu fékk hún ekki að fara strax í skimun. Nokkr­um mán­uð­um síð­ar greind­ist hún með mein­vörp í bein­um, sem hald­ið er niðri með lyfj­um. Hún seg­ir vald­efl­andi að eiga þátt í eig­in bata, með heild­rænni nálg­un og já­kvæðu hug­ar­fari. Hún seg­ir frá þessu, stóru ást­inni og gjöf­inni sem fólst í því að eign­ast barn með downs-heil­kenni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gjöfin frá Ásgeiri: „Þetta var hans draumur“
5
Vettvangur

Gjöf­in frá Ás­geiri: „Þetta var hans draum­ur“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son lést nótt­ina fyr­ir við­burð­inn sem hann hafði var­ið síð­ustu dög­um lífs­ins við að skipu­leggja ásamt vin­um sín­um og ætt­ingj­um. Nið­ur­stað­an var að það væri í anda Ás­geirs að halda við­burð­inn. „Þetta var ótrú­leg stund og mik­il gjöf sem hann færði okk­ur sem eft­ir stóð­um, að fá að vera þarna sam­an á þess­ari stundu,“ seg­ir Jón Bjarki Mag­ús­son, einn af hans nán­ustu vin­um.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár