Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

1025. spurningaþraut: Afmælisbörn og atburðir á þessum degi ástarinnar

1025. spurningaþraut: Afmælisbörn og atburðir á þessum degi ástarinnar

Fyrri aukaspurning:

Málarinn sem málaði myndina hér að ofan fæddist á þessum degi árið 1867. Hvað hét hann?

***

Aðalspurningar:

1.  Fyrsta konan sem varð rektor Háskóla Íslands fæddist á þessum degi 1954. Hvað heitir hún?

2.  Árið 1940 fæddist á þessum degi kona sem var lengi blaðamaður á Morgunblaðinu, fór síðan að læra arabísku í þrem Arabalöndum, stundaði mjög ferðalög, bæði ein síns liðs en einnig með hópa Íslendinga, og stundaði ýmislegt hjálparstarf með fjáröflun fyrir bágstatt fólk, ekki síst konur og börn. Hún átti einmitt nokkur börn sjálf og hét ... hvað?

3.  Á þessum degi árið 1992 fæddist fótboltamaður sem þykir vel liðtækur og rúmlega það, en vakti þó mesta athygli þegar hann hneig niður eftir hjartaáfall í landsleik fyrir tveim árum og var um tíma ekki hugað líf. Hann hefur þó náð sér að fullu og heitir ... hvað?

4.  Á þessum degi árið 2005 var sett í loftið vefsíða sem náði fljótt miklum vinsældum og hefur haldið þeim síðan. Vefsíðan er nú í öðru sæti yfir mest sóttu vefsíðurnar í veröldinni. Hvaða síða er þetta?

5.  Á þessum degi 1987 var frumsýnd kvikmynd eftir Friðrik Þór Friðriksson um tvo unga menn sem fara á fyllerí í Reykjavík eftir mikla vinnutörn og enda á því að brjótast inn í byssubúð og halda þaðan uppi skothríð við lögreglu. Myndin heitir Skytturnar sem vísar bæði til afhæfis mannanna en líka atvinnu þeirra. Við hvað störfuðu þeir?

6.  Á þessum degi árið 1779 var frægur enskur landkönnuður drepinn í átökum við heimamenn á Havaí-eyjum. Hvað hét landkönnuðurinn?

7.  Á þessum degi 2018 var litríkur forseti Suður-Afríku þvingaður til að segja af sér embætti en hann var orðaður við víðtæka spillingu og ýmislegt í þeim dúr Reyndar hafði hann áður verið bendlaður við margt misjafnt og m.a.s. setið í fangelsi vegna þess. Hvað heitir karl þessi?

8.  Á þessum degi 1949 kom ísraelska þingið saman í fyrsta sinn. Hvað nefndist þetta þing?

9.  Þann 14. febrúar 1989 var rithöfundur dæmdur til dauða af trúarleiðtoga fyrir bók sem höfundurinn hafði skrifað. Hvað heitir bókin?

10.  Á þessum degi 1912 var 48. ríkið formlega tekið upp í Bandaríki Norður-Ameríku, síðasta ríkið í hinu samfellda landflæmi sem yfirleitt eru talin Bandaríkin þótt síðar hafi tvö fjarlægari ríki bæst við. Hvað var þetta 48. ríki?

***

Seinni aukaspurning:

Gríðarlega athygli vakti þegar konan hér að ofan sýndi blaða- og sjónvarpsmönnum heimili sitt 14. febrúar 1962. Hvað hét þessi prúðbúna húsmóðir?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Kristín Ingólfsdóttir.

2.  Jóhanna Kristjónsdóttir.

3.  Christian Eriksen.

4.  Youtube.

5.  Hvalveiðar

6.  Cook.

7.  Zuma.

8.  Knesset.

9.  Söngvar Satans.

10.  Arizona.

***

Svör við aukaspurningum:

Þórarinn B. Þorláksson málaði myndina frá Þingvöllum.

Jacqueline Kennedy fylgdi blaðamönnum um Hvíta húsið í Washington.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Útilokaði Jón til að koma í veg fyrir „óþarfa tortryggni“
5
Fréttir

Úti­lok­aði Jón til að koma í veg fyr­ir „óþarfa tor­tryggni“

Bjarni Bene­dikts­son seg­ist hafa lok­að fyr­ir að Jón Gunn­ars­son kæmi að með­ferð hval­veiði­mála til þess að koma í veg fyr­ir „óþarfa tor­tryggni“. Þetta gerði Bjarni sama dag og leyni­leg­ar upp­tök­ur fóru í dreif­ingu þar sem son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns seg­ir að Jón hafi þeg­ið 5. sæti á lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins gegn því að kom­ast í stöðu til að vinna að hval­veiðium­sókn­inni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
2
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
2
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár