Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1024. spurningaþraut: Davíðssálmar? Ljóðaljóðin? Óbadía?

1024. spurningaþraut: Davíðssálmar? Ljóðaljóðin? Óbadía?

Fyrri aukaspurning:

Hver stendur þarna við hlið Katrínar Jakobsdóttur? Myndin er af FB-síðu hennar.

***

Aðalspurningar:

1.  Sara Björk Gunnarsdóttir var um langt árabil fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta. Hún tilkynnti nýlega að hún væri hætt og á dögunum var nýr fyrirliði kynntur til sögu af landsliðsþjálfaranum. Hver er nýi fyrirliðinn í kvennaflokknum?

2.    Og með hvaða liði í Þýskalandi leikur nýi fyrirliðinn?

3.  Hverjir eru einkennisstafir flugvélar Landhelgisgæslunnar sem styrr stóð um fyrir fáeinum dögum?

4.  Davíðssálmar, Jesaja, Ljóðaljóðin, Konungabók, Makkabeabók, Óbadía, Rutarbók, Samúelsbók. Allt eru þetta bækur Biblíunnar og tilheyra Gamla testamentinu. Nema eitt af þessum verkum reyndar. Hvað er það?

5.  Hvaða sjóður á sviði náttúruverndar hætti í raun starfsemi á dögunum þegar framkvæmdastjórinn lét af störfum?

6.  Og hver var framkvæmdastjórinn?

7.  Sá fráfarandi framkvæmdastjóri hefur fengist við afar fjölbreytileg viðfangsefni í lífinu. Árið 1998 var hann til dæmis viðloðandi músík og samdi þá lag sem naut gífurlegra vinsælda í mörg ár á eftir í flutningi hljómsveitarinnar Skítamórals. Hvaða lag er það?

8.  Stórborg ein í Evrópu er að hluta til byggð í jaðri eldstöðvar sem ber ekki mikið á, svo margir vita ekki einu sinni af tilveru hennar en hefur gegnum tíðina gosið risastórum gosum. Langt er síðan síðast gaus en gosstöðin gæti farið af stað nánast hvenær sem er og valdið ægilegu tjóni. Eldstöðin heitir Campi Flegrei en hver er þessi borg?

9.  Orðið lesbía er dregið af nafni skáldkonu einnar vegna þess að hún er talin hafa hrifist af konum og var frá eyjunni Lesbos. En hvað hét skáldkonan?

10.  Í hvaða hafi er eyjan Lesbos?

***

Seinni aukaspurning:

Hvar er þessi mynd tekin? Ég tók reyndar hana traustataki á Facebook-síðu Guðjóns Friðrikssonar.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Glódís Perla.

2.  Bayern München.

3.  TF-SIF.

4.  Makkabeabók er ein af hinum svokölluðu apókrýfu bókum og tilheyrir ekki hinni eiginlegu Biblíu og alls ekki Gamla testamentinu.

5.  Votlendissjóður.

6.  Einar Bárðarson.

7.  Farin.  

8.  Napólí. Þetta er sem sé önnur eldstöð en Vesúvíus og enn nær borginni.

9.  Saffó

10.  Eyjahafinu. Miðjarðarhafið er of víðtækt.

***

Svör við aukaspurningum:

Það er Olaf Scholz kanslari Þýskalands sem stendur við hlið Katrínar.

Mynd Guðjóns er af Stokkseyri.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár