Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1023. spurningaþraut: Hver er aftur Shania Twain?

1023. spurningaþraut: Hver er aftur Shania Twain?

Fyrri aukaspurning:

Hvar er myndin hér að ofan tekin?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað hét síðasta landshöfðingi Dana á Íslandi?

2.  Hvaða ár tók Margaret Thatcher við sem forsætisráðherra á Bretlandi? Hér má muna einu ári til eða frá.

3.  Hvaða kona varð næst forsætisráðherra Bretlands?

4.  Dmitri Mendelyev var rússneskur vísindamaður sem lést 1907. Hvað þróaði hann sem enn er notað á tilteknu sviði vísinda?

5.   Í hvaða landi er borgin Lviv?

6.  Hver varð tvítug 3. janúar síðastliðin? Spurningin kann að virðast fáránleg þar sem auðvitað urðu ansar margar tvítugar 3. janúar síðastliðinn. En ef hugsið málið hljótiði að átta ykkur á því að spurningin hlýtur að snúast um alveg tiltekna tvítuga stúlku.

7.  Hver er systir fálkans?

8.  Hvað er tindabikkja? Svarið þarf að vera þokkalega nákvæmt.

9.  Kona ein, sem nú er 83 ára, hét upphaflega Shirley Marlin Noznisky en eftir að hafa gengið að eiga fyrri eiginmann sinn kallaðist hún Sara Lownds. Um 1970-75 var hún komin með annan mann og sá samdi um hana ýmsa af fegurstu og síðar sárustu ástarsöngvum hippatímans. Hver orti svo og söng um Söru?

10.  Hver er eða var Shania Twain? a) Kanadísk söngkona. b) Bandarísk dóttir rithöfundarins Mark Twain og persóna í mörgum smásagna hans. c) Dagbókarritari sem skráði hluta af lífshlaupi Viktoríu Bretadrottningar. d) Fyrrverandi forseti Kólumbíu. e) Pólsk-enskur Nóbelshöfundur, upphaflega Shania Tzwanskiewicz.

***

Seinni aukaspurning:

Hvað er konan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Magnús Stephensen.

2.  1979, svo rétt telst vera 1978-1980.

3.  Theresa May.

4.  Lotukerfið, skrá frumefna.

5.  Úkraínu.

6.  Greta Thunberg.

7.  Rjúpan.

8.  Skötutegund. Fisktegund er ekki nógu nákvæmt.

9.  Dylan. 

10.  Kanadísk söngkona.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin er tekin við Dauðahafið brimsalta.

Neðri myndin er af Auði Laxness. Hún er ekki að skoða matseðil á fínu veitingahúsi heldur að virða fyrir sér Nóbelskjal eiginmannsins Halldórs. 

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MB
    Magnús Bjarnason skrifaði
    Liz Trus var einnig fosætisráðherra Breta. Eða hvað??
    0
    • Emil Kristjánsson skrifaði
      Reyndar, en ekki næsta kona á eftir Margréti til að gegna þessu embætti.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár