Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Listamenn frá Úkraínu í Norræna húsinu

Í grám­an­um í Reykja­vík þessa dag­ana leyn­ist ým­is­legt. Laug­ar­dag­inn 4. fe­brú­ar var opn­uð stærsta sýn­ing árs­ins hjá Nor­ræna hús­inu. Þetta er þverfag­leg sýn­ing sjö lista­manna frá Úkraínu og ber nafn­ið: Hvernig ég komst í sprengju­byrg­ið.

Listamenn frá Úkraínu í Norræna húsinu
Hvernig ég komst í sprengjubyrgið Þverfagleg sýning sjö úkraínskra listamanna í Norræna húsinu.

Sýningin hvelfist um leið listamannanna að þeirra eigin „persónulega sprengjuskýli“, að sögn Kolbrúnar Ýrar Einarsdóttur, kynningar- og samskiptastjóra hússins. En í kynningartexta segir:

Í sýningunni kafa listamennirnir djúpt ofan í eigin reynslu af stríðinu (innrás Rússa í Úkraínu), þrána eftir friðsælu lífi, leiðina til þess að þrauka af og vonina um framtíðina.

Fimm listamannanna komu til landsins og voru viðstaddir opnunina en borgarstjóri Reykjavíkur opnaði sýninguna, enda er Reykjavíkurborg vinaborg Lviv í Úkraínu og bæði Yuliia Sapiga, sýningarstjóri sýningarinnar, og flestir listamennirnir koma frá Lviv.

Yuliiu Sapiga

Norræna húsið hóf samstarf með Artist at Risk, samtökum í Finnlandi sem sérhæfa sig í að koma til bjargar listamönnum sem búa við hættulegar aðstæður. Í gegnum þessi samtök komust á kynni við Yuliiu Sapiga sem er aðeins 23 ára. Henni var boðið að koma til starfa hjá Norræna húsinu sem sýningarstjóri yfir úkraínskum verkefnum og hún flutti til Íslands ásamt móður sinni í júlí 2021. 

Í stuttri heimsókn í Norræna húsið var auðheyrt á starfsfólkinu að það væri sérstök upplifun að undirbúa myndlistarsýningu með listamönnum frá landi þar sem geisar stríð.

Oft var erfitt að ná sambandi við listamennina og eins að starfa með grafískum hönnuði í Úkraínu því bæði internet og rafmagn hökti, á sumum stöðum var aðeins virkni í fjórar klukkustundir. Nauðsynlegt var svo að sækja um sérstakt leyfi fyrir karlmennina að fá að ferðast til Íslands, þar sem herskylda ríkir í Úkraínu.

Maxim Finogeev

 

Fyrst daginn fyrir brottför var ljóst að listamaðurinn Maxim Finogeev myndi ná að koma með því leyfið barst ekki fyrr. Hann flýtti sér í lest og var sextán klukkustundir á leiðinni til Póllands, þaðan sem þau flugu.

Auk þess var flókið að fá listaverkin til landsins. Það var örðugleikum háð að finna flutningsaðila til að taka að sér verkefnið og um hríð voru verkin föst í sendiferðabíl við landamæri Úkraínu og Póllands. Á endanum fannst þó aðili sem þorði að taka verkefnið að sér og fara með bílinn og verkin yfir landamærin.

Verk: Olena Subach

Í næsta blaði verður umfjöllun um verk þeirra jafnt sem sýninguna í heild.

Þangað til getur þú, lesandi góður, hlakkað til – og vonandi bregður þú þér á sýninguna í millitíðinni.                   

Listamennirnir eru flestir fæddir áttatíu og eitthvað – og heita: Kinder Album, Mykhaylo Barabash, Jaroslav Kostenko, Sergiy Petlyuk, Olena Subach, Art Group Sviter, Maxim Finogeev. Sýningarstjóri er Yuliia Sapiga og Olenka Zahorodnyk sér um grafíska hönnun.

Í bili er vert að staldra við þessi orð sem Olena Subach skrifaði:

Við sjáum ekki lengur neina framtíð

Borgin sem ég bý í, Lviv, er í vesturhluta Úkraínu og hún er í dag stærsta miðstöð heims sem fólk hefur flúið til undan sprengjuárásum. Úkraínumenn, sem flúið hafa heimkynni sín og dvelja nú í Lviv, telja yfir þrjú hundruð þúsund manns, samkvæmt opinberum tölum. Erfitt er að gera sér umfangið í hugarlund en til skýringar þá jafngildir það því að allir íbúar Íslands hefðu tekið sig upp og flutt til Lviv. Í raun er það svo, að frá upphafi stríðsins hefur Lviv orðið að stað þar sem milljónir flóttafólks hefur fundið sér tímabundið skjól, á meðan þau leita að öruggum dvalarstað. Sum þeirra gætu átt endurkvæmt heim til sín, en fjöldi fólks hefur að engu að hverfa, þar eð heimaslóðir þeirra, borgirnar sem þau bjuggu í, hafa verið þurrkaðar af yfirborði jarðar. Eins og gerðist með Maríupól.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
2
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
7
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
4
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
8
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
9
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár