Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Þröstur Helgason hættir sem dagskrárstjóri Rásar 1

Þröst­ur mun starfa á Rás 1 út mán­uð­inn en Þór­unn Elísa­bet Boga­dótt­ir tek­ur við skyld­um hans sem dag­skrár­stjóri.

Þröstur Helgason hættir sem dagskrárstjóri Rásar 1
Hættir Þröstur hættir á Rás 1 um næstu mánaðamót. Mynd: MBL / Arnþór Birkisson

Þröstur Helgason, dagskrárstjóri Rásar 1, mun hætta sem dagskrárstjóri Rásar eitt 1. mars. Þetta tilkynnti hann á morgunfundi með starfsmönnum rásarinnar í morgun. Mun Þröstur starfa á Rás 1 út mánuðinn en Þórunn Elísabet Bogadóttir mun taka við hans helstu verkefnum.

Þröstur var ráðinn dagskrárstjóri Rásar 1 í apríl árið 2014 og hefur gustað nokkuð um hann í störfum. Í desember 2018 greindi Vísir frá því að vinnustaðasálfræðingur hafi verið kallaður til að fara yfir samskipti starfsmanna á Rás 1. Ástæðan mun hafa verið óánægja sem birtist í vinnustaðakönnun RÚV meðal starfsmanna Rásar 1. Var haft eftir ónefndum starfsmönnum rásarinnar í frétt Vísis að vandinn sneri aðeins að einum manni, Þresti.

Árlegt mat starfsmanna RÚV á frammistöðu stjórnenda var lagt fyrir í lok síðasta árs og hefur það verið til kynningar innan deilda fyrirtækisins að undanförnu. Ekki var þó búið að kynna starfsmönnum Rásar 1 matið í gær. Þegar Þröstur tilkynnti að hann myndi láta af störfum sagðist hann lengi hafa verið að velta fyrir sér að hætta.

Hvorki náðist í Þröst né í Stefán Eiríksson útvarpsstjóra við vinnslu fréttarinnar.

Uppfært 13:46: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var sagt að Þröstur hefði lýst því að niðurstöður starfsmats hefðu vegið inn í ákvörðun hans um að hætta. Þetta mun ekki vera rétt og er því leiðrétt. 

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MH
    Margrét Hrefna skrifaði
    Mér finnst mikil eftirsjá í Þresti. Ég hlusta alltaf á viðtalsþætti hans.
    1
  • Er ekki orðið ansi erfitt að atarfa á RUV?
    0
    • BG
      Birna Gunnarsdóttir skrifaði
      Það er allavega orðið ansi erfitt að hlusta á það.
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár