Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Bæjarstjórinn á Akranesi ráðinn forstjóri Orkuveitunnar

Sæv­ar Freyr Þrá­ins­son tek­ur við af Bjarna Bjarna­syni sem for­stjóri Orku­veitu Reykja­vík­ur 1. apríl næst­kom­andi. Rúm­lega tutt­ugu manns sótt­ust eft­ir starf­inu, sem var aug­lýst í nóv­em­ber­mán­uði. Sæv­ar Freyr hef­ur ver­ið bæj­ar­stjóri á Akra­nesi frá ár­inu 2017 en var áð­ur for­stjóri bæði Sím­ans og 365 miðla.

Bæjarstjórinn á Akranesi ráðinn forstjóri Orkuveitunnar

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur ráðið Sævar Frey Þráinsson í starf forstjóra fyrirtækisins frá 1. apríl næstkomandi. Sævar Freyr hefur verið bæjarstjóri á Akranesi frá árinu 2017, en mun láta af þeim störfum nú og taka við af Bjarna Bjarnasyni sem forstjóri Orkuveitunnar.

Bjarni tilkynnti í september á síðasta ári að hann hygðist hætta störfum, eftir að hafa verið forstjóri Orkuveitunnar frá 2011. Alls sóttust 21 einstaklingar eftir starfinu, en nú er ljóst að Sævar tekur við af Bjarna. Orkuveitan ákvað að gera lista umsækjenda um starfið ekki aðgengilegan.

Sævar Freyr er með cand.oecon gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, með áherslu á markaðsmál. Á árum áður var hann forstjóri Símans í sjö ár og svo forstjóri 365 miðla í þrjú ár, áður en hann var ráðinn bæjarstjóri á Akranesi. 

Í tilkynningu um ráðninguna segir að þar sem Akraneskaupstaður sé einn eigenda Orkuveitunni hafi Sævar Freyr haft hluverki að gegna gagnvart fyrirtækingu og meðal annars stutt við framgang Carbfix og nýtt reynslu sína og bakgrunn í verkefnum tengdum Ljósleiðaranum.

„Það er mikið fagnaðarefni fyrir Orkuveituna að fá Sævar Frey til forystu. Hann þekkir fyrirtækið og verkefni þess mjög vel og hefur langa og góða reynslu af umfangsmiklum stjórnunarstörfum, bæði í einkageira og hjá hinu opinbera. Þótt Sævar Freyr taki við góðu búi af Bjarna Bjarnasyni, sem leiddi fyrirtækið út úr fjárhagsþrengingum eftir hrun, eru margar áskoranir framundan í starfi Orkuveitunnar, ekki síst í loftslagsmálunum, þar sem þarf að ná skjótum og miklum árangri. Ég hlakka til að starfa með Sævari Frey og öllu starfsfólki samstæðunnar við að takast á við þær,“ er haft eftir Gylfa Magnússyni stjórnarformanni Orkuveitunnar í tilkynningu.

 Nýráðinn forstjóri segist fyrst og fremst líta á Orkuveituna sem þekkingarfyrirtæki sem er afar ríkt af mannauði. „Mitt hlutverk er að styðja þetta öfluga fólk til þess að ná árangri bæði í starfi og fyrir samfélagið allt. Alla daga munum við vinna að því að auka lífsgæði og er nú þegar horft til þeirra verka úti í hinum stóra heimi. Tækifærin eru svo sannarlega til staðar. Það er því mikið tilhlökkunarefni að fá að kynnast starfsfólki Orkuveitunnar frekar og takast á við þau mikilvægu verkefni sem fram undan eru,“ er haft eftir Sævari Frey.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
5
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
5
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár