Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Bæjarstjórinn á Akranesi ráðinn forstjóri Orkuveitunnar

Sæv­ar Freyr Þrá­ins­son tek­ur við af Bjarna Bjarna­syni sem for­stjóri Orku­veitu Reykja­vík­ur 1. apríl næst­kom­andi. Rúm­lega tutt­ugu manns sótt­ust eft­ir starf­inu, sem var aug­lýst í nóv­em­ber­mán­uði. Sæv­ar Freyr hef­ur ver­ið bæj­ar­stjóri á Akra­nesi frá ár­inu 2017 en var áð­ur for­stjóri bæði Sím­ans og 365 miðla.

Bæjarstjórinn á Akranesi ráðinn forstjóri Orkuveitunnar

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur ráðið Sævar Frey Þráinsson í starf forstjóra fyrirtækisins frá 1. apríl næstkomandi. Sævar Freyr hefur verið bæjarstjóri á Akranesi frá árinu 2017, en mun láta af þeim störfum nú og taka við af Bjarna Bjarnasyni sem forstjóri Orkuveitunnar.

Bjarni tilkynnti í september á síðasta ári að hann hygðist hætta störfum, eftir að hafa verið forstjóri Orkuveitunnar frá 2011. Alls sóttust 21 einstaklingar eftir starfinu, en nú er ljóst að Sævar tekur við af Bjarna. Orkuveitan ákvað að gera lista umsækjenda um starfið ekki aðgengilegan.

Sævar Freyr er með cand.oecon gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, með áherslu á markaðsmál. Á árum áður var hann forstjóri Símans í sjö ár og svo forstjóri 365 miðla í þrjú ár, áður en hann var ráðinn bæjarstjóri á Akranesi. 

Í tilkynningu um ráðninguna segir að þar sem Akraneskaupstaður sé einn eigenda Orkuveitunni hafi Sævar Freyr haft hluverki að gegna gagnvart fyrirtækingu og meðal annars stutt við framgang Carbfix og nýtt reynslu sína og bakgrunn í verkefnum tengdum Ljósleiðaranum.

„Það er mikið fagnaðarefni fyrir Orkuveituna að fá Sævar Frey til forystu. Hann þekkir fyrirtækið og verkefni þess mjög vel og hefur langa og góða reynslu af umfangsmiklum stjórnunarstörfum, bæði í einkageira og hjá hinu opinbera. Þótt Sævar Freyr taki við góðu búi af Bjarna Bjarnasyni, sem leiddi fyrirtækið út úr fjárhagsþrengingum eftir hrun, eru margar áskoranir framundan í starfi Orkuveitunnar, ekki síst í loftslagsmálunum, þar sem þarf að ná skjótum og miklum árangri. Ég hlakka til að starfa með Sævari Frey og öllu starfsfólki samstæðunnar við að takast á við þær,“ er haft eftir Gylfa Magnússyni stjórnarformanni Orkuveitunnar í tilkynningu.

 Nýráðinn forstjóri segist fyrst og fremst líta á Orkuveituna sem þekkingarfyrirtæki sem er afar ríkt af mannauði. „Mitt hlutverk er að styðja þetta öfluga fólk til þess að ná árangri bæði í starfi og fyrir samfélagið allt. Alla daga munum við vinna að því að auka lífsgæði og er nú þegar horft til þeirra verka úti í hinum stóra heimi. Tækifærin eru svo sannarlega til staðar. Það er því mikið tilhlökkunarefni að fá að kynnast starfsfólki Orkuveitunnar frekar og takast á við þau mikilvægu verkefni sem fram undan eru,“ er haft eftir Sævari Frey.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár