Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Bæjarstjórinn á Akranesi ráðinn forstjóri Orkuveitunnar

Sæv­ar Freyr Þrá­ins­son tek­ur við af Bjarna Bjarna­syni sem for­stjóri Orku­veitu Reykja­vík­ur 1. apríl næst­kom­andi. Rúm­lega tutt­ugu manns sótt­ust eft­ir starf­inu, sem var aug­lýst í nóv­em­ber­mán­uði. Sæv­ar Freyr hef­ur ver­ið bæj­ar­stjóri á Akra­nesi frá ár­inu 2017 en var áð­ur for­stjóri bæði Sím­ans og 365 miðla.

Bæjarstjórinn á Akranesi ráðinn forstjóri Orkuveitunnar

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur ráðið Sævar Frey Þráinsson í starf forstjóra fyrirtækisins frá 1. apríl næstkomandi. Sævar Freyr hefur verið bæjarstjóri á Akranesi frá árinu 2017, en mun láta af þeim störfum nú og taka við af Bjarna Bjarnasyni sem forstjóri Orkuveitunnar.

Bjarni tilkynnti í september á síðasta ári að hann hygðist hætta störfum, eftir að hafa verið forstjóri Orkuveitunnar frá 2011. Alls sóttust 21 einstaklingar eftir starfinu, en nú er ljóst að Sævar tekur við af Bjarna. Orkuveitan ákvað að gera lista umsækjenda um starfið ekki aðgengilegan.

Sævar Freyr er með cand.oecon gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, með áherslu á markaðsmál. Á árum áður var hann forstjóri Símans í sjö ár og svo forstjóri 365 miðla í þrjú ár, áður en hann var ráðinn bæjarstjóri á Akranesi. 

Í tilkynningu um ráðninguna segir að þar sem Akraneskaupstaður sé einn eigenda Orkuveitunni hafi Sævar Freyr haft hluverki að gegna gagnvart fyrirtækingu og meðal annars stutt við framgang Carbfix og nýtt reynslu sína og bakgrunn í verkefnum tengdum Ljósleiðaranum.

„Það er mikið fagnaðarefni fyrir Orkuveituna að fá Sævar Frey til forystu. Hann þekkir fyrirtækið og verkefni þess mjög vel og hefur langa og góða reynslu af umfangsmiklum stjórnunarstörfum, bæði í einkageira og hjá hinu opinbera. Þótt Sævar Freyr taki við góðu búi af Bjarna Bjarnasyni, sem leiddi fyrirtækið út úr fjárhagsþrengingum eftir hrun, eru margar áskoranir framundan í starfi Orkuveitunnar, ekki síst í loftslagsmálunum, þar sem þarf að ná skjótum og miklum árangri. Ég hlakka til að starfa með Sævari Frey og öllu starfsfólki samstæðunnar við að takast á við þær,“ er haft eftir Gylfa Magnússyni stjórnarformanni Orkuveitunnar í tilkynningu.

 Nýráðinn forstjóri segist fyrst og fremst líta á Orkuveituna sem þekkingarfyrirtæki sem er afar ríkt af mannauði. „Mitt hlutverk er að styðja þetta öfluga fólk til þess að ná árangri bæði í starfi og fyrir samfélagið allt. Alla daga munum við vinna að því að auka lífsgæði og er nú þegar horft til þeirra verka úti í hinum stóra heimi. Tækifærin eru svo sannarlega til staðar. Það er því mikið tilhlökkunarefni að fá að kynnast starfsfólki Orkuveitunnar frekar og takast á við þau mikilvægu verkefni sem fram undan eru,“ er haft eftir Sævari Frey.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
5
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
6
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár