Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Flugmenn segja söluna á TF-SIF brot á alþjóðaskuldbindingum

Fé­lag ís­lenskra at­vinnuflug­manna tel­ur að Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra vegi að þjóðarör­ygg­is­stefnu Ís­lands með ákvörð­un sinni um að selja skuli flug­vél Land­helg­is­gæsl­unn­ar.

Flugmenn segja söluna á TF-SIF brot á alþjóðaskuldbindingum
Gagnrýna ráðherra harðlega Íslenskir atvinnuflugmenn segja Jón Gunnarsson brjóta gegn lögum, alþjóðaskuldbindingum og kjarasamningum með fyrirhugaðri sölu á TF-SIF. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Ákvörðun Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um að hætta skuli rekstri sérútbúinnar flugvélar Landhelgisgæslu Íslands og selja flugvélina TF-SIF er óforsvaranleg og ólögleg, að mati Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Með þeirri ákvörðuninni er brotið gegn alþjóðaskuldbindingum og vegið að þjóðaröryggisstefnu Íslands.

Þetta er inntak ályktunar Félags íslenskra atvinnuflugmanna um fyrirhugaða sölu á flugvél Gæslunnar. Þar tilgreina flugmenn að hvergi komi fram með hvaða hætti ráðherra ætli að uppfylla skyldur ríkisins þegar kemur að öryggisgæslu og björgun á hafi út, í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar, með tilliti til samstarfs við önnur ríki og ákvæði íslenskra laga. Þær skyldur sé ekki hægt að uppfylla án sérútbúinnar flugvélar enda sé leitar- og björgunarsvæði það sem Ísland ber ábyrgð á 1,9 milljónir ferkílómetra.

„Ísland ber ábyrgð á öryggisgæslu og löggæslu, leit og björgun á þessu svæði“
Félag íslenskra atvinnuflugmanna

„Ísland ber ábyrgð á öryggisgæslu og löggæslu, leit og björgun á þessu svæði. Það að hafa ekki tiltæka sérútbúna flugvél líkt og TF-SIF til leitar á svona stóru svæði, þar sem umferð bæði flugvéla og skipa er mikil, og heldur áfram að aukast t.d. með aukinni umferð bæði skemmtiferðaskipa og fraktflutningaskipa, er með öllu óásættanlegt og vegur augljóslega gegn þjóðaröryggi og alþjóðlegum skuldbindingum íslenska ríkisins,“ segir í ályktun flugmanna.

Flugmenn vekja athygli á að ekki sé að finna heimildir í lögum um Landhelgisgæsluna né í lögum um loftferðir heimildir til að framselja skyldur stofnunarinnar um öryggisgæslu og löggæslu á hafsvæði Íslands. Þá telja flugmenn að með sölu á TF-SIF sé vegið að þjóðaröryggisstefnu Íslands og leiða að því líkum að ráðherra hafi ekki upplýst þjóðaröryggisráð um áform sín og þannig brugðist skyldum sínum.

Í ályktuninni er hnykkt á því að ekki sé heimild til sölu flugvélarinnar í fjárlögum eða fjáraukalögum, og því hafi ráðherra tekið ákvörðunina án heimildar frá Alþingi. „Uppsagnir flugmanna vélarinnar án slíkrar heimildir er ekki hægt að túlka öðruvísi en grimma atlögu að þeim starfsmönnum Landhelgisgæslunnar. Uppsagnir á störfum þessara flugmanna fela jafnframt í sér brot á kjarasamningi FÍA við Landhelgisgæsluna og starfsaldursreglum sem eru hluti af þeim kjarasamningi. Mun FÍA að sjálfsögðu standa vörð um störf þeirra og leita atbeina Félagsdóms gerist þess þörf.“

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • sigursteinn Tómasson skrifaði
    Blessaður maðurinn er greinilega lög villtur og skilur ekki hann getur ekki verið í þessari stöðu sem gegnir nú. Hann poppar upp hverju ruglinu eftir öðru, án samstarfs ríkisstjórn Íslands eða Alþingi Íslands.
    Kominn tími til að taka pokann og fara heim til sín.
    0
  • Thorunn Ravn skrifaði
    Hvernig stendur á því að þetta er ákvörðun eins manns? Er hann ekki í samstarfi með öðrum í ríkisstjórn? Og er hann ekki á launaskrá skattgreiðanda? Þarf ekki að fara að flytja hann í starfi? Mér skilst að það sé laus staða á suðurpólnum 🤷‍♀️
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
6
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár