Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Flugmenn segja söluna á TF-SIF brot á alþjóðaskuldbindingum

Fé­lag ís­lenskra at­vinnuflug­manna tel­ur að Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra vegi að þjóðarör­ygg­is­stefnu Ís­lands með ákvörð­un sinni um að selja skuli flug­vél Land­helg­is­gæsl­unn­ar.

Flugmenn segja söluna á TF-SIF brot á alþjóðaskuldbindingum
Gagnrýna ráðherra harðlega Íslenskir atvinnuflugmenn segja Jón Gunnarsson brjóta gegn lögum, alþjóðaskuldbindingum og kjarasamningum með fyrirhugaðri sölu á TF-SIF. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Ákvörðun Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um að hætta skuli rekstri sérútbúinnar flugvélar Landhelgisgæslu Íslands og selja flugvélina TF-SIF er óforsvaranleg og ólögleg, að mati Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Með þeirri ákvörðuninni er brotið gegn alþjóðaskuldbindingum og vegið að þjóðaröryggisstefnu Íslands.

Þetta er inntak ályktunar Félags íslenskra atvinnuflugmanna um fyrirhugaða sölu á flugvél Gæslunnar. Þar tilgreina flugmenn að hvergi komi fram með hvaða hætti ráðherra ætli að uppfylla skyldur ríkisins þegar kemur að öryggisgæslu og björgun á hafi út, í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar, með tilliti til samstarfs við önnur ríki og ákvæði íslenskra laga. Þær skyldur sé ekki hægt að uppfylla án sérútbúinnar flugvélar enda sé leitar- og björgunarsvæði það sem Ísland ber ábyrgð á 1,9 milljónir ferkílómetra.

„Ísland ber ábyrgð á öryggisgæslu og löggæslu, leit og björgun á þessu svæði“
Félag íslenskra atvinnuflugmanna

„Ísland ber ábyrgð á öryggisgæslu og löggæslu, leit og björgun á þessu svæði. Það að hafa ekki tiltæka sérútbúna flugvél líkt og TF-SIF til leitar á svona stóru svæði, þar sem umferð bæði flugvéla og skipa er mikil, og heldur áfram að aukast t.d. með aukinni umferð bæði skemmtiferðaskipa og fraktflutningaskipa, er með öllu óásættanlegt og vegur augljóslega gegn þjóðaröryggi og alþjóðlegum skuldbindingum íslenska ríkisins,“ segir í ályktun flugmanna.

Flugmenn vekja athygli á að ekki sé að finna heimildir í lögum um Landhelgisgæsluna né í lögum um loftferðir heimildir til að framselja skyldur stofnunarinnar um öryggisgæslu og löggæslu á hafsvæði Íslands. Þá telja flugmenn að með sölu á TF-SIF sé vegið að þjóðaröryggisstefnu Íslands og leiða að því líkum að ráðherra hafi ekki upplýst þjóðaröryggisráð um áform sín og þannig brugðist skyldum sínum.

Í ályktuninni er hnykkt á því að ekki sé heimild til sölu flugvélarinnar í fjárlögum eða fjáraukalögum, og því hafi ráðherra tekið ákvörðunina án heimildar frá Alþingi. „Uppsagnir flugmanna vélarinnar án slíkrar heimildir er ekki hægt að túlka öðruvísi en grimma atlögu að þeim starfsmönnum Landhelgisgæslunnar. Uppsagnir á störfum þessara flugmanna fela jafnframt í sér brot á kjarasamningi FÍA við Landhelgisgæsluna og starfsaldursreglum sem eru hluti af þeim kjarasamningi. Mun FÍA að sjálfsögðu standa vörð um störf þeirra og leita atbeina Félagsdóms gerist þess þörf.“

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • sigursteinn Tómasson skrifaði
    Blessaður maðurinn er greinilega lög villtur og skilur ekki hann getur ekki verið í þessari stöðu sem gegnir nú. Hann poppar upp hverju ruglinu eftir öðru, án samstarfs ríkisstjórn Íslands eða Alþingi Íslands.
    Kominn tími til að taka pokann og fara heim til sín.
    0
  • Thorunn Ravn skrifaði
    Hvernig stendur á því að þetta er ákvörðun eins manns? Er hann ekki í samstarfi með öðrum í ríkisstjórn? Og er hann ekki á launaskrá skattgreiðanda? Þarf ekki að fara að flytja hann í starfi? Mér skilst að það sé laus staða á suðurpólnum 🤷‍♀️
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Samfylkingin geri „ófrávíkjanlega kröfu“ um flugvöllinn í Vatnsmýri
6
StjórnmálAlþingiskosningar 2024

Sam­fylk­ing­in geri „ófrá­víkj­an­lega kröfu“ um flug­völl­inn í Vatns­mýri

Fyrr­ver­andi formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir að það sé „ófrá­víkj­an­leg krafa“ flokks­ins að Reykja­vík­ur­flug­völl­ur verði á sín­um stað þar til nýr flug­vall­ar­kost­ur fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið verði til­bú­inn. Með auknu fylgi Sam­fylk­ing­ar á lands­byggð­inni og raun­ar um allt land hafa við­horf­in með­al stuðn­ings­manna flokks­ins til fram­tíð­ar­stað­setn­ing­ar Reykja­vík­ur­flug­vall­ar breyst tölu­vert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
2
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár