Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Flugmenn segja söluna á TF-SIF brot á alþjóðaskuldbindingum

Fé­lag ís­lenskra at­vinnuflug­manna tel­ur að Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra vegi að þjóðarör­ygg­is­stefnu Ís­lands með ákvörð­un sinni um að selja skuli flug­vél Land­helg­is­gæsl­unn­ar.

Flugmenn segja söluna á TF-SIF brot á alþjóðaskuldbindingum
Gagnrýna ráðherra harðlega Íslenskir atvinnuflugmenn segja Jón Gunnarsson brjóta gegn lögum, alþjóðaskuldbindingum og kjarasamningum með fyrirhugaðri sölu á TF-SIF. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Ákvörðun Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um að hætta skuli rekstri sérútbúinnar flugvélar Landhelgisgæslu Íslands og selja flugvélina TF-SIF er óforsvaranleg og ólögleg, að mati Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Með þeirri ákvörðuninni er brotið gegn alþjóðaskuldbindingum og vegið að þjóðaröryggisstefnu Íslands.

Þetta er inntak ályktunar Félags íslenskra atvinnuflugmanna um fyrirhugaða sölu á flugvél Gæslunnar. Þar tilgreina flugmenn að hvergi komi fram með hvaða hætti ráðherra ætli að uppfylla skyldur ríkisins þegar kemur að öryggisgæslu og björgun á hafi út, í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar, með tilliti til samstarfs við önnur ríki og ákvæði íslenskra laga. Þær skyldur sé ekki hægt að uppfylla án sérútbúinnar flugvélar enda sé leitar- og björgunarsvæði það sem Ísland ber ábyrgð á 1,9 milljónir ferkílómetra.

„Ísland ber ábyrgð á öryggisgæslu og löggæslu, leit og björgun á þessu svæði“
Félag íslenskra atvinnuflugmanna

„Ísland ber ábyrgð á öryggisgæslu og löggæslu, leit og björgun á þessu svæði. Það að hafa ekki tiltæka sérútbúna flugvél líkt og TF-SIF til leitar á svona stóru svæði, þar sem umferð bæði flugvéla og skipa er mikil, og heldur áfram að aukast t.d. með aukinni umferð bæði skemmtiferðaskipa og fraktflutningaskipa, er með öllu óásættanlegt og vegur augljóslega gegn þjóðaröryggi og alþjóðlegum skuldbindingum íslenska ríkisins,“ segir í ályktun flugmanna.

Flugmenn vekja athygli á að ekki sé að finna heimildir í lögum um Landhelgisgæsluna né í lögum um loftferðir heimildir til að framselja skyldur stofnunarinnar um öryggisgæslu og löggæslu á hafsvæði Íslands. Þá telja flugmenn að með sölu á TF-SIF sé vegið að þjóðaröryggisstefnu Íslands og leiða að því líkum að ráðherra hafi ekki upplýst þjóðaröryggisráð um áform sín og þannig brugðist skyldum sínum.

Í ályktuninni er hnykkt á því að ekki sé heimild til sölu flugvélarinnar í fjárlögum eða fjáraukalögum, og því hafi ráðherra tekið ákvörðunina án heimildar frá Alþingi. „Uppsagnir flugmanna vélarinnar án slíkrar heimildir er ekki hægt að túlka öðruvísi en grimma atlögu að þeim starfsmönnum Landhelgisgæslunnar. Uppsagnir á störfum þessara flugmanna fela jafnframt í sér brot á kjarasamningi FÍA við Landhelgisgæsluna og starfsaldursreglum sem eru hluti af þeim kjarasamningi. Mun FÍA að sjálfsögðu standa vörð um störf þeirra og leita atbeina Félagsdóms gerist þess þörf.“

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • sigursteinn Tómasson skrifaði
    Blessaður maðurinn er greinilega lög villtur og skilur ekki hann getur ekki verið í þessari stöðu sem gegnir nú. Hann poppar upp hverju ruglinu eftir öðru, án samstarfs ríkisstjórn Íslands eða Alþingi Íslands.
    Kominn tími til að taka pokann og fara heim til sín.
    0
  • Thorunn Ravn skrifaði
    Hvernig stendur á því að þetta er ákvörðun eins manns? Er hann ekki í samstarfi með öðrum í ríkisstjórn? Og er hann ekki á launaskrá skattgreiðanda? Þarf ekki að fara að flytja hann í starfi? Mér skilst að það sé laus staða á suðurpólnum 🤷‍♀️
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár