Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1021. spurningaþraut: Hvað gerðist í Wieluń?

1021. spurningaþraut: Hvað gerðist í Wieluń?

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir leikkkonan á miðri myndinni þar sem hún þenur sig i myndinni Tár?

***

Aðalspurningar:

1.  Í rúman aldarfjórðung hafa söngkonurnar Emilía Torrini, Hafdís Huld, Urður Hákonardóttir og nú síðast Margrét Rán allar sungið (mismikið) með mjög frægri og vinsælli hljómsveit, sem heitir ... hvað?

2.  Í hvaða landi er héraðið Asturías?

3.  Bærinn Wieluń í Póllandi kom við sögu í síðari heimsstyrjöldinni. En á hvaða hátt? a) Þar mættust herir Bandaríkjamanna og Sovétmanna í fyrsta sinn 1945.  b) Þar voru næststærstu útrýmingarbúðir Þjóðverja á eftir Auschwitz.  c) Á bæinn var gerð fyrsta loftárás styrjaldarinnar, aðfararnótt 1. september 1939.  d) Þar var Heinrich Himmler yfirmaður SS handtekinn í stríðslok 1945.  e) Þaðan sigldi þýska risaorrustuskipið Bismarck af stað í sína fyrstu og síðustu ferð, 18. maí 1941.

4.  Einn höfundur hefur fengið Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita og bóka almenns eðlis þrisvar sinnum fyrir sagnfræðiverk sín. Hver er sá höfundur?

5.  Basil II var keisari í voldugu ríki í nærri hálfa öld, frá 976 til 1025. Ríkið stóð á mjög gömlum merg en hafði hnignað heilmikið þegar hann kom til valda. Hann náði að stöðva hnignun þess og herða ríkið til mikilla muna. Í hvaða ríki var Basil keisari?

6.  Basil var sigursæll herforingi og varð sérstaklega frægur fyrir sigra sinna á einni tiltekinni þjóð. Hann fékk m.a.s. sérstakt viðurnefni þar af, og var kallaður „Basil XXX-bani“. Hvaða þjóð banaði hann af svo miklum dugnaði?

7.  Hvaða heitir ríkissáttasemjari?

8.  Sú sem gegnt hafði starfi ríkissáttasemjara á undan þeim núverandi var fyrrverandi þingmaður og rektor. Hvað heitir hún?

9.  Marie Curie var einn helsti vísindamaður heims um og upp úr aldamótunum 1900. Frá hvaða landi kom hún?

10.  Hún fann tvö frumefni. Nefnið að minnsta kosti annað. Þá fáiði stig. Ef þið hafið bæði, þá fáiði Nóbelsstig!

***

Seinni aukaspurning:

Hér má skjaldarmerki tiltekins ríkis en það prýðir jafnframt fána þess. Hvaða ríki er það?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Gusgus.

Í tilfelli Margrétar Ránar er það raunar hljómsveit hennar Vök sem treður öll (bæði!) upp með Gusgus. 

2.  Spáni. Asturias er líka til á Filippseyjum en þar er um að ræða bæjarfélag fremur en hérað.

3.  C) Á bæinn var gerð fyrsta loftárás styrjaldarinnar, aðfararnótt 1. september 1939.

4.  Guðjón Friðriksson sagnfræðingur.

5.  Býsansríkinu, austurrómverska ríkinu.

6.  Hann drap svo mikið af Búlgörum að hann var kallaður Búlgarabani.

7.  Aðalsteinn Leifsson.

8.  Bryndís Hlöðversdóttir.

9.  Póllandi.

10.  Polonium og radíum.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Cate Blanchett að leika hljómsveitarstjóra í bíómynd frá í fyrra.

Á neðri myndinni er skjaldarmerki Mexíkó. Hér má sjá fánann:

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Stefnuræða forsætisráðherra: „Hvar annars staðar en á Íslandi gæti þetta gerst?“
5
Fréttir

Stefnuræða for­sæt­is­ráð­herra: „Hvar ann­ars stað­ar en á Ís­landi gæti þetta gerst?“

Kristrún Frosta­dótt­ir jós sam­starfs­kon­ur sín­ar lofi í stefnuræðu for­sæt­is­ráð­herra og sagði að burt­séð frá póli­tísk­um skoð­un­um mætt­um við öll vera stolt af Ingu Sæ­land. Hún minnt­ist einnig Ólaf­ar Töru Harð­ar­dótt­ur sem var jarð­sung­in í dag og hét því að bæta rétt­ar­kerf­ið fyr­ir brota­þola of­beld­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár