Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1021. spurningaþraut: Hvað gerðist í Wieluń?

1021. spurningaþraut: Hvað gerðist í Wieluń?

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir leikkkonan á miðri myndinni þar sem hún þenur sig i myndinni Tár?

***

Aðalspurningar:

1.  Í rúman aldarfjórðung hafa söngkonurnar Emilía Torrini, Hafdís Huld, Urður Hákonardóttir og nú síðast Margrét Rán allar sungið (mismikið) með mjög frægri og vinsælli hljómsveit, sem heitir ... hvað?

2.  Í hvaða landi er héraðið Asturías?

3.  Bærinn Wieluń í Póllandi kom við sögu í síðari heimsstyrjöldinni. En á hvaða hátt? a) Þar mættust herir Bandaríkjamanna og Sovétmanna í fyrsta sinn 1945.  b) Þar voru næststærstu útrýmingarbúðir Þjóðverja á eftir Auschwitz.  c) Á bæinn var gerð fyrsta loftárás styrjaldarinnar, aðfararnótt 1. september 1939.  d) Þar var Heinrich Himmler yfirmaður SS handtekinn í stríðslok 1945.  e) Þaðan sigldi þýska risaorrustuskipið Bismarck af stað í sína fyrstu og síðustu ferð, 18. maí 1941.

4.  Einn höfundur hefur fengið Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita og bóka almenns eðlis þrisvar sinnum fyrir sagnfræðiverk sín. Hver er sá höfundur?

5.  Basil II var keisari í voldugu ríki í nærri hálfa öld, frá 976 til 1025. Ríkið stóð á mjög gömlum merg en hafði hnignað heilmikið þegar hann kom til valda. Hann náði að stöðva hnignun þess og herða ríkið til mikilla muna. Í hvaða ríki var Basil keisari?

6.  Basil var sigursæll herforingi og varð sérstaklega frægur fyrir sigra sinna á einni tiltekinni þjóð. Hann fékk m.a.s. sérstakt viðurnefni þar af, og var kallaður „Basil XXX-bani“. Hvaða þjóð banaði hann af svo miklum dugnaði?

7.  Hvaða heitir ríkissáttasemjari?

8.  Sú sem gegnt hafði starfi ríkissáttasemjara á undan þeim núverandi var fyrrverandi þingmaður og rektor. Hvað heitir hún?

9.  Marie Curie var einn helsti vísindamaður heims um og upp úr aldamótunum 1900. Frá hvaða landi kom hún?

10.  Hún fann tvö frumefni. Nefnið að minnsta kosti annað. Þá fáiði stig. Ef þið hafið bæði, þá fáiði Nóbelsstig!

***

Seinni aukaspurning:

Hér má skjaldarmerki tiltekins ríkis en það prýðir jafnframt fána þess. Hvaða ríki er það?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Gusgus.

Í tilfelli Margrétar Ránar er það raunar hljómsveit hennar Vök sem treður öll (bæði!) upp með Gusgus. 

2.  Spáni. Asturias er líka til á Filippseyjum en þar er um að ræða bæjarfélag fremur en hérað.

3.  C) Á bæinn var gerð fyrsta loftárás styrjaldarinnar, aðfararnótt 1. september 1939.

4.  Guðjón Friðriksson sagnfræðingur.

5.  Býsansríkinu, austurrómverska ríkinu.

6.  Hann drap svo mikið af Búlgörum að hann var kallaður Búlgarabani.

7.  Aðalsteinn Leifsson.

8.  Bryndís Hlöðversdóttir.

9.  Póllandi.

10.  Polonium og radíum.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Cate Blanchett að leika hljómsveitarstjóra í bíómynd frá í fyrra.

Á neðri myndinni er skjaldarmerki Mexíkó. Hér má sjá fánann:

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár