Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Votlendissjóður stöðvar alla sölu – Einar Bárðarson hættir

Eng­ar al­þjóð­leg­ar vott­arn­ir eru til stað­ar um starf­semi sjóðs­ins. Sjóð­ur­inn end­ur­heimti að­eins 79 hekt­ara vot­lend­is á síð­asta ári. Að­eins 345 hekt­ar­ar vot­lend­is hafa ver­ið end­ur­heimt­ir frá upp­hafi starfs­tíma sjóðs­ins.

Votlendissjóður stöðvar alla sölu – Einar Bárðarson hættir
Hættur Einar Bárðarsson hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Votlendissjóðs. Eftir hann liggja 345 hektarar endurheimts votlendis, langt undir þeim væntingum sem gerðar voru við stofnun sjóðsins.

Votlendissjóður hefur stöðvað alla sölu kolefniseininga vegna þess að engar alþjóða vottanir eru til staðar vegna starfsemi sjóðsins. Einar Bárðarson, sem hefur verið framkvæmdastjóri frá stofnun sjóðsins árið 2018, hefur látið af störfum.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem sjóðurinn sendi frá sér í morgun. Markmið Votlendissjóðs er að endurheimta votlendi með því að fylla upp í fráveituskurði lands sem var áður notað til landbúnaðar. Við þá aðgerð myndast votlendi sem dregur í sig koltvísýring ásamt því að auka fjölbreytileika fuglalífs og annað dýralíf.

Árið 2022 náði Votlendissjóður  einungis að endurheimta 79 hektara lands, en það samsvarar um 0,1 prósenti af öllu því landi sem er talið vera unnt að endurheimta á Íslandi. Í fréttatilkynningu sjóðsins kemur fram að ein af ástæðum þess að svo lítið af landi hafi verið endurheimt sé vegna skorts á slagkrafti af hálfu stjórnvalda í málaflokknum. 

Árið 2019 endurheimti sjóðurinn votlendi á 72 hekturum. Árið 2020 voru endurheimtir 135 hektarar lands og árið 2021 voru endurheimtir 59 hektarar lands. Alls hafa því aðeins verið endurheimtir 345 hektarar votlendis á starfstíma sjóðsins. 

Engar alþjóðlegar vottarnir

Ingunn Agnes Kro, stjórnarformaður Votlendissjóðs, segir að henni þyki miður að þurfa að hætta sölu á kolefniseiningum. Engar alþjóðlegar vottarnir hafa verið á sölu kolefniseiningum sjóðsins frá stofnun hans og segir Ingunn það hefta fjármögnun á verkefnum sjóðsins. Í tilkynningu frá sjóðnum kemur fram að vinna við að fá slíkar vottanir sé hafin.

„Stjórn Votlendissjóðs þykir miður að þurfa að draga tímabundið saman seglin í starfseminni“
Ingunn Agnes Kro
stjórnarformaður Votlendissjóðs

„Stjórn Votlendissjóðs þykir miður að þurfa að draga tímabundið saman seglin í starfseminni, þar sem hvert ár sem losun frá framræstu votlendi hefur verið stöðvuð telur í baráttunni gegn hlýnun jarðar. Stærsti kosturinn við endurheimt votlendis, sem náttúrumiðuð lausn í loftslagsbaráttunni, er að einungis tekur nokkra daga eða vikur frá framkvæmd þar til að losun gróðurhúsalofttegunda hefur minnkað verulega. En á meðan ekki fást jarðir til endurheimtar og möguleikar til fjármögnunar verkefnanna eru skertir, er það mat stjórnarinnar að þetta sé ábyrgasti kosturinn í stöðunni, samhliða því að unnið er að vottun. Stjórn sjóðsins vonast þó eftir áframhaldandi stuðningi samfélagsins við þetta mikilvæga verkefni. Við erum enn þá fullviss um að endurheimt votlendis sé ein besta og skilvirkasta loftslagsaðgerð sem stendur til boða á Íslandi,“ segir Ingunn Agnes. 

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Svavars skrifaði
    Hverjir eru á launum núna þegar engin starfsemi er
    0
  • Andri Elvar Guðmundsson skrifaði
    https://irp.cdn-website.com/1ef1ba4e/files/uploaded/A%CC%81rsreikningur%202021_lok%20%281%29.pdf
    0
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Hvernig væri nú að við fengjum að sjá rekstrarreikning Votlendissjóðsins.
    5
    • BG
      Brynjólfur Guðmundsson skrifaði
      Hef ekki séð ársreikninginn en sá þessa punkta úr ársreikningum.
      Árið 2020 hafði sjóðurinn 30. m.kr. í tekjur. Þar af fóru 28,3% í endurheimt en 55% í laun og annan rekstrarkostnað.
      Árið 2021 hafði sjóðurinn 34,5 m.kr. í tekjur. Þar af fóru rétt tæp 20% tekna í endurheimt en 61,3% í laun og annan rekstrarkostnað.
      Rekstrarafgangur er bæði árin (5-7 m.kr.), þ.e.a.s. það tókst ekki að koma peningunum út.
      3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
5
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
8
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
10
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár