Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Votlendissjóður stöðvar alla sölu – Einar Bárðarson hættir

Eng­ar al­þjóð­leg­ar vott­arn­ir eru til stað­ar um starf­semi sjóðs­ins. Sjóð­ur­inn end­ur­heimti að­eins 79 hekt­ara vot­lend­is á síð­asta ári. Að­eins 345 hekt­ar­ar vot­lend­is hafa ver­ið end­ur­heimt­ir frá upp­hafi starfs­tíma sjóðs­ins.

Votlendissjóður stöðvar alla sölu – Einar Bárðarson hættir
Hættur Einar Bárðarsson hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Votlendissjóðs. Eftir hann liggja 345 hektarar endurheimts votlendis, langt undir þeim væntingum sem gerðar voru við stofnun sjóðsins.

Votlendissjóður hefur stöðvað alla sölu kolefniseininga vegna þess að engar alþjóða vottanir eru til staðar vegna starfsemi sjóðsins. Einar Bárðarson, sem hefur verið framkvæmdastjóri frá stofnun sjóðsins árið 2018, hefur látið af störfum.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem sjóðurinn sendi frá sér í morgun. Markmið Votlendissjóðs er að endurheimta votlendi með því að fylla upp í fráveituskurði lands sem var áður notað til landbúnaðar. Við þá aðgerð myndast votlendi sem dregur í sig koltvísýring ásamt því að auka fjölbreytileika fuglalífs og annað dýralíf.

Árið 2022 náði Votlendissjóður  einungis að endurheimta 79 hektara lands, en það samsvarar um 0,1 prósenti af öllu því landi sem er talið vera unnt að endurheimta á Íslandi. Í fréttatilkynningu sjóðsins kemur fram að ein af ástæðum þess að svo lítið af landi hafi verið endurheimt sé vegna skorts á slagkrafti af hálfu stjórnvalda í málaflokknum. 

Árið 2019 endurheimti sjóðurinn votlendi á 72 hekturum. Árið 2020 voru endurheimtir 135 hektarar lands og árið 2021 voru endurheimtir 59 hektarar lands. Alls hafa því aðeins verið endurheimtir 345 hektarar votlendis á starfstíma sjóðsins. 

Engar alþjóðlegar vottarnir

Ingunn Agnes Kro, stjórnarformaður Votlendissjóðs, segir að henni þyki miður að þurfa að hætta sölu á kolefniseiningum. Engar alþjóðlegar vottarnir hafa verið á sölu kolefniseiningum sjóðsins frá stofnun hans og segir Ingunn það hefta fjármögnun á verkefnum sjóðsins. Í tilkynningu frá sjóðnum kemur fram að vinna við að fá slíkar vottanir sé hafin.

„Stjórn Votlendissjóðs þykir miður að þurfa að draga tímabundið saman seglin í starfseminni“
Ingunn Agnes Kro
stjórnarformaður Votlendissjóðs

„Stjórn Votlendissjóðs þykir miður að þurfa að draga tímabundið saman seglin í starfseminni, þar sem hvert ár sem losun frá framræstu votlendi hefur verið stöðvuð telur í baráttunni gegn hlýnun jarðar. Stærsti kosturinn við endurheimt votlendis, sem náttúrumiðuð lausn í loftslagsbaráttunni, er að einungis tekur nokkra daga eða vikur frá framkvæmd þar til að losun gróðurhúsalofttegunda hefur minnkað verulega. En á meðan ekki fást jarðir til endurheimtar og möguleikar til fjármögnunar verkefnanna eru skertir, er það mat stjórnarinnar að þetta sé ábyrgasti kosturinn í stöðunni, samhliða því að unnið er að vottun. Stjórn sjóðsins vonast þó eftir áframhaldandi stuðningi samfélagsins við þetta mikilvæga verkefni. Við erum enn þá fullviss um að endurheimt votlendis sé ein besta og skilvirkasta loftslagsaðgerð sem stendur til boða á Íslandi,“ segir Ingunn Agnes. 

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Svavars skrifaði
    Hverjir eru á launum núna þegar engin starfsemi er
    0
  • Andri Elvar Guðmundsson skrifaði
    https://irp.cdn-website.com/1ef1ba4e/files/uploaded/A%CC%81rsreikningur%202021_lok%20%281%29.pdf
    0
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Hvernig væri nú að við fengjum að sjá rekstrarreikning Votlendissjóðsins.
    5
    • BG
      Brynjólfur Guðmundsson skrifaði
      Hef ekki séð ársreikninginn en sá þessa punkta úr ársreikningum.
      Árið 2020 hafði sjóðurinn 30. m.kr. í tekjur. Þar af fóru 28,3% í endurheimt en 55% í laun og annan rekstrarkostnað.
      Árið 2021 hafði sjóðurinn 34,5 m.kr. í tekjur. Þar af fóru rétt tæp 20% tekna í endurheimt en 61,3% í laun og annan rekstrarkostnað.
      Rekstrarafgangur er bæði árin (5-7 m.kr.), þ.e.a.s. það tókst ekki að koma peningunum út.
      3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár