Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Íslenskir dómarar senda tíu sinnum fleiri í einangrun en danskir

Ár­ið 2021 voru meira en tí­falt fleiri gæslu­varð­halds­fang­ar í ein­angr­un á Ís­landi en í Dan­mörku. Formað­ur Af­stöðu seg­ir mörg dæmi um að ein­angr­un­ar­vist hafi stór­skemmt fólk. Sjálf­ur sat hann sex vik­ur í ein­angr­un.

Íslenskir dómarar senda tíu sinnum fleiri í einangrun en danskir
Formaður Afstöðu Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður félags fanga segir þá staðreynd að Ísland komi illa út í samanburði við Dani, ekki koma sér á óvart. Einangrunarvist sé regla fremur en undantekning hér á landi og stjórnvöld hafi skellt skollaeyrum við ábendingum um ofnotkun og mannréttindabrot sem af því leiða.

Mannréttindi og alþjóðalög eru þverbrotin af íslenskum stjórnvöldum sem ofnota einangrunarvist þegar grunaðir menn sitja í varðhaldi. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu Amnesty International sem Heimildin fjallaði um í morgun. 

Þó rannsókn Amnesty sé sláandi er ekki nýtt að íslensk stjórnvöld sæti gagnrýni vegna þessa. Alþjóðastofnanir hafa marg ítrekað gert samskonar athugasemdir í úttektum sínum hér á landi og beint því til íslenskra stjórnvalda að minnka mjög eða hætta alveg að vista grunaða menn í einangrun.

Yfirvöldin illa dönsk?

Árið 2015 vakti athygli samanburðarrannsókn Elísabetar Ingólfsdóttur, meistaranema í lögfræði, þar sem hún bar saman stöðu mála hér og á Norðurlöndunum. Þar kom í ljós að á Íslandi var einangrun gæsluvarðhaldsfanga margfalt algengari en annars staðar. Hlutfall gæsluvarðhaldsfanga sem sættu einangrun var 76% hér á landi á árunum 2009-2014 samanborið við 1% í Danmörku og 13% í Noregi á sama tímabili.

Samanburðurinn við Svíþjóð var ekki fyllilega marktækur þar sem einungis lágu til grundvallar tölur yfir hlutfall þeirra sem sætt höfðu einhverju formi þvingunarúrræða samhliða gæsluvarðahaldi, til að mynda síma- eða heimsóknarbanni. Jafnvel þá kom Ísland verr út.

ÚtivistinEinangrunarvist felur í sér innilokun á klefa í 22 tíma á sólarhring, án möguleika á samband við umheiminn. Eina uppbrotið er útivist sem fer fram á svæði eins og þessu á Hólmsheiði.

Athygli vakti að þrátt fyrir augljósan mun á fólksfjölda sátu fleiri einstaklingar í einangrun á Íslandi en í Danmörku á árinu 2013. 55 í Danmörku en 83 hér á landi. Og á sama tíma og Danir hafa unnið í því að fækka enn frekar í hópi þeirra sem sæta einangrun undanfarin ár, hefur það sama ekki gerst á Íslandi. Það sést ef nýjustu fáanlegu tölur beggja landa eru bornar saman.

„Og það er mikilvægt að fólk muni það að þarna erum við að tala um saklausa menn“
Formaður Afstöðu

Ólíkt Íslendingum hafa Danir brugðist við ábendingum um óhóflega notkun einangrunarvistar á síðastliðnum áratug. Á milli áranna 2012 og 2022 fækkaði þeim sem sættu einangrun meðan á gæsluvarðhaldi stóð úr 132 árið 2012 í 6 árið 2021. Það sama ár voru 70 einstaklingar vistaðir í einangrun hér á landi, eða rúmlega tífalt fleiri. Og þegar haft er í huga að íbúar Danmerkur eru vel á sjöttu milljón, samanborið við 370 þúsund íbúa Íslands, verður samanburðurinn margfalt óhagstæðari.

Sláandi samanburðurNorðurlandaþjóðirnar voru gagnrýnd af alþjóðastofnunum í byrjun þessarar aldar fyrir að beita einangrun óhóflega. Norðmenn og Svíar höfðu þá þegar dregið úr en Danir tóku ábendingunni og hafa síðan nær alveg hætt að einangra gæsluvarðhaldsfanga. Ólíkt Íslendingum. Súluritið að ofan sýnir fjölda einstaklinga sem dvelja í einangrun ár hvert. Ekki er tekið tillit til íbúafjölda, enda væri munurinn þá margfalt meiri, Íslandi í óhag.

Löngu vitað

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga hér á landi, segist í samtali við Heimildina fagna því að Amnesty láti málið til sín taka. Það sé löngu tímabært að aukinn þrýstingur sé settur á íslensk stjórnvöld til breytinga.

„Þetta er auðvitað löngu vitað og marg tuggið,“ segir Guðmundur Ingi. „Eins sorglegt og það er sýnir þetta best hversu lítill áhugi er á því að hafa hlutina í lagi hér, þegar kemur að þessum málefnum. Á meðan fær lögreglan algjörlega frítt spil til að gera það sem hún vill og dómstólar spila einfaldlega með,“ bætir hann við.

„Það er löngu tímabært að tekið verði á þessum fangelsismálum öllum og þau endurhugsuð frá grunni“
Formaður Afstöðu

Guðmundur Ingi hefur sjálfur reynslu af því að vera handtekinn grunaður um alvarleg lögbrot, bæði hér og í Danmörku. 

„Ég var handtekinn 28. desember 1999 hér á Íslandi og settur í gæsluvarðhald. Næstu sex vikurnar var ég í algjörri einangrun inni á klefa og án sambands við umheiminn,“ rifjar Guðmundur Ingi upp um aðdraganda þess að hann hlaut 7 ára fangelsisdóm hér á landi árið 2000.

„Þetta skemmir fólk. Ég hef margoft séð menn koma út úr svona langri einangrun mölbrotna; breytta menn fyrir lífstíð. Og það er mikilvægt að fólk muni það að þarna erum við að tala um saklausa menn, að lögum. Þeir sem lögregla og dómarar senda í einangrun vegna rannsóknarhagsmuna hafa ekki verið sakfelldir fyrir brot ennþá, þeir eru til rannsóknar,“ segir Guðmundur Ingi.

Fyrir um áratug var Guðmundur svo handtekinn í Danmörku, grunaður um stórfellt fíkniefnasmygl, sem danskir lögreglumenn og fjölmiðlar sögðu með unfangsmeiri málum þar í landi og Evrópu á þeim tíma. 

„Þrátt fyrir það þótti ekki ástæða til að láta mig vera í einangrun lengur en í tvo daga, þann tíma sem ég sat í gæsluvarðhaldi vegna þess máls,“ segir Guðmundur sem fékk á endanum 12 ára fangelsisdóm. Hann hefur síðan tekið út sinn dóm og snúið við blaðinu. Auk þess að sinna réttindamálum fanga hefur hann tekið þátt í stjórnmálastarfi, milli þess sem hann starfar í Gistiskýlinu í Reykjavík og leggur stund á háskólanám í félagsráðgjöf.

Tuttugu ár og lítið þokast

Hann segist vonast til þess að skýrsla Amnesty verði til þess að opna augu fólks fyrir því hvernig stjórnmálamenn hafa hunsað margítrekuð tilmæli um að láta af mannréttindabrotum í íslenskum fangelsum. Það þurfi augljóslega utanaðkomandi þrýsting til að málum sé komið í ásættanlegt horf.  

„Þetta er annars bara lýsandi fyrir áhuga- og sinnuleysi yfirvalda fyrir því að taka allt þetta kerfi til endurskoðunar. Það er löngu tímabært að tekið verði á þessum fangelsismálum öllum og þau endurhugsuð frá grunni. Árið 2003 skrifuðum við skýrslu um fangelsismál og það sem augljóslega mátti laga. Ég fletti henni svo um daginn og sá þá hún gæti farið óbreytt í birtingu í dag, tuttugu árum síðar,“ segir Guðmundur Ingi í samtali við Heimildina.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • sigursteinn Tómasson skrifaði
    Hvað landsmenn eru heppinn að hafa slíkan baráttu mann, fyrir réttlæti og mannúðar stefnu málum.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár