Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Íslensk stjórnvöld „verða að hætta mannréttindabrotum“

Ís­lensk stjórn­völd þver­brjóta al­þjóða­lög og mann­rétt­indi með því að vista meiri­hluta gæslu­varð­halds­fanga í ein­angr­un. Þetta segja mann­rétt­inda­sam­tök­in Am­nesty In­ternati­onal í nýrri skýrslu. Ís­lenska dóms­mála­ráðu­neyt­ið full­yrti að ein­angr­un væri ein­ung­is sam­þykkt af dómur­um í ítr­ustu neyð og að upp­fyllt­um ströng­um skil­yrð­um. Á tveggja ára tíma­bili höfn­uðu dóm­ar­ar fjór­um beiðn­um lög­reglu en sam­þykktu rúm­lega þrjú hundruð.

Íslensk stjórnvöld „verða að hætta mannréttindabrotum“
Vaknað til einskis Forsíðumynd skýrslu Amnesty International um einangrun gæsluvarðhaldsfanga á Íslandi, sem ber titilinn „Waking up to nothing“ Mynd: Amnesty International

Íslensk stjórnvöld hafa um árabil þverbrotið alþjóðasamning Sameinuðu Þjóðanna gegn pyndingum og ómannúðlegri meðferð eða refsingu, með því að misbeita einangrunarvist gegn fólki sem sætir gæsluvarðhaldi. Meirihluti allra þeirra sem úrskurðaðir eru í gæsluvarðhald sæta einangrun, þrátt fyrir að alþjóðalög segi að henni skuli einungis beitt í algjörum undantekningartilfellum. Það heyrir hins vegar til undantekninga að dómarar hafni beiðni lögreglu um að grunaðir menn sæti einangrun.

Mannréttindasamtökin Amnesty International gagnrýna í skýrslu sem birt var í dag, það sem þau kalla, skaðlega og óréttlætanlega notkun einangrunarvistar í þágu rannsóknarhagsmuna á Íslandi.

Varla er til sú tegund frelsissviptingar sem gengur lengra en nærri sólarhrings innilokun án sambands við umheiminn, jafnvel vikum saman. Slíkt virðist fremur regla en undantekning í gæsluvarðhaldi hérlendis. 

„Misbeiting einangrunarvistar er gríðarlega umfangsmikil á Íslandi“
Lögfræðingur Amnesty International

Alþjóðastofnanir hafa til fjölda ára gert samskonar athugasemdir, nú síðast fyrir ári, þar sem bent var á að íslensk lög geri enn ráð fyrir því að hægt sé að vista fólk í einangrun í allt að fjórar vikur, áður en ákært er í málum þeirra. Það er tvöfalt lengur en þær tvær vikur sem alþjóðasamningar telja hámarkstíma. Fjölmargar rannsóknir og reynsla fólks sem reynt hefur á eigin skinni, sýna fram á skaðleg áhrif langvarandi einangrunar. 

Undanfarinn áratug hefur oft verið bent á að hér á landi sé hlutfall þeirra sem sæta einangrun í gæsluvarðhaldi mun hærra en annars staðar. Í rannsókn meistaranema í lögfræði, sem fjallað var um í fjölmiðlum árið 2015, kom til að mynda fram að árið 2013, hefðu 83 einstaklingar verið vistaðir í einangrun í gæsluvarðhaldi hér á landi á meðan 55 gæsluvarðhaldsfangar sættu einangrun í Danmörku. 

3 af 325
fjöldi skipta sem dómari hafnaði kröfu lögreglu um einangrunarvistun grunaðs manns í gæsluvarðhaldi á árunum 2016-2018

Lögregla fer iðulega fram á að einstaklingar sem sæta rannsókn vegna alvarlegra afbrota séu úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Í öllum tilfellum er þar um að ræða fólk sem hefur ekki hlotið dóm heldur er til rannsóknar vegna mögulegra brota. Í stað þess að vista viðkomandi í varðhaldi, í fangelsi innan um aðra og með þeim réttindum sem því fylgir, er meirihluti gæsluvarðhaldsfanga á Íslandi látinn dúsa í 22 tíma á sólarhring í einangrunarklefa og án samskipta við aðra fanga eða umheiminn. 

Á tíu ára tímabili, 2012-2021, sættu 825 manns einangrun í gæsluvarðhaldi hér á landi, þar af voru 10 þeirra á aldrinum 15-17 ára. Tæplega eitt hundrað einstaklingar voru lengur en 15 daga í einangrun á þessu sama tímabili, sem Amnesty segir brot á alþjóðlegu banni gegn pyndingum og ómannúðlegri meðferð, þó íslensk lög leyfi það. 

321 af 325
fjöldi skipta sem dómari samþykkti kröfu lögreglu um einangrunarvistun grunaðs manns í gæsluvarðhaldi á árunum 2016-2018

„Misbeiting einangrunarvistar er gríðarlega umfangsmikil á Íslandi, meðal annars á börnum og einstaklingum með fötlun. Íslensk stjórnvöld verða að tryggja viðeigandi úrbætur á hegningarlögum og bæta menninguna í réttarkerfinu til að binda enda á mannréttindabrot. Til eru önnur úrræði sem ætti að beita frekar,“ er haft eftir Simon Crowther, lögfræðingi á alþjóðaskrifstofu Amnesty International, í fréttatilkynningu í tengslum við útgáfu skýrslunnar.

Þar er bent á að íslensk stjórnvöld hafi undirgengist alþjóðasamninga um mannréttindavernd, þar sem einangrunarvist sé skilgreind sem eitt form pyndingar. Af þeim sökum hafi alþjóðastofnanir lagt aukna áherslu á það undanfarna áratugi að draga sem mest úr eða leggja alveg af beitingu hennar. Ómannúðleg meðferð sem einangrun dögum og vikum saman er, feli einnig í sér beinan og óbein þrýsting á einstaklinga að játa eða veita upplýsingar.

Sóplistinn íslenskir dómstólar

Á Íslandi er þröskuldurinn sem lögregla þarf að yfirstíga til að fá samþykki dómstóla fyrir vistun grunaðra í einangrun óvenju lágur. Óljósar forsendur, eins og þær að lögregla vísi til  „rannsóknarhagsmuna“ sem ástæðu, virðast einar og sér duga íslenskum dómurum, samkvæmt því sem greint er frá í skýrslunni.

Skoðun Amnesty á þessum úrskurðum og samtöl þeirra við dómara, rannsakendur og lögmenn sýna að sjaldan eða aldrei séu önnur og vægari úrræði skoðuð áður en einangrun er samþykkt. Lög kveða á um að hægt sé að beita vægari úrræðum eins og til dæmis síma- og heimsóknarbanni, án þess þó að viðkomandi sé einangraður einn inni í klefa sínum allan sólarhringinn.

78%
Hlutfall gæsluvarðhaldsfanga sem vistaður var í einangrun árið 2018

Skýrsluhöfundar vekja sérstaka athygli á því að í samtölum við ónefndan fulltrúa ríkissaksóknara hér á landi, hafi komið fram að oft sé krafist einangrunar yfir grunuðum, eingöngu til að halda viðkomandi frá símasamskiptum. Yfirvöld treysti því ekki að símabanni einu og sér verði framfylgt. Samkvæmt þessu er því augljóslega farið fram á margfalt meira íþyngjandi aðgerðir gegn viðkomandi en þörf er á. 

Hlutfall útlendinga „sláandi“

Skýrsluhöfundar segja „sláandi tölfræði“ hafa birst þeim þegar í ljós kom hve hátt hlutfall þeirra sem sæta einangrun séu útlendingar. Á undanförnum tíu árum hefur hlutfall erlendra ríkisborgara ítrekað verið um og yfir helmingur þeirra sem taka út gæsluvarðhald sitt í einangrun. Á sama tíma hefur hlutfall erlendra ríkisborgara sem taka út refsingar í fangelsum landsins, verið mun lægra eða á bilinu 19-23 prósent á ári. 

57%
Hlutfall erlendra ríkisborgara af þeim sem sættu einangrun árið 2018

Fólk með fatlanir og geðsjúkdóma virðist ekki undanþegið því að sæta einangrun hér á landi, enda skorti á að heilbrigðisástand fólks sé metið með fullnægjandi hætti áður og á meðan á einangrun stendur, að mati Amnesty.

Ráðuneytið tæpt ár að svara

Amnesty leitaði fyrst svara og upplýsinga frá ráðuneyti dómsmála með bréfi til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, þáverandi ráðherra, í júlí 2021. Þremur mánuðum síðar sendi Amnesty ítrekun og óskaði viðbragða við nýútkominni skýrslu nefndar Sameinuðu þjóðanna um bann gegn pyndingum, sem ítrekað hafði fyrri gagnrýni á óhóflega beitingu einangrunarvistar hér á landi.

56 dagar
Sá tími sem gæsluvarðhaldsfangi dvaldi lengst í einangrun árið 2015

Það var ekki fyrr en hálfu ári síðar, níu mánuðum eftir að fyrst var óskað upplýsinga úr ráðuneytinu, sem svar barst til Amnesty International, án þess þó að því fylgdi nema hluti þeirra upplýsinga sem óskað var eftir.

„Því miður reyndist ekki mögulegt að afla upplýsinga um úrskurði síðustu fimm ára, þar sem þá hefði verið nauðsynlegt að fara handvirkt yfir alla úrskurði, allra héraðsdómstóla landsins,“ sagði í bréfi dómsmálaráðuneytisins við beiðni Amnesty International um að fá yfirlit yfir hversu oft lögregla hefði óskað eftir því að grunaðir menn sættu einangrun í gæsluvarðhaldi síðastliðin fimm ár.

Eina tiltæka tölfræðin sem ráðuneytið gat boðið Amnesty var fyrir tveggja ára tímabil, frá október 2016 til október 2018. Þar sést að alls óskaði lögregla eftir því að dómari samþykkti að vista einstaklinga í einangrun í 325 skipti og í einungis fjórum tilvikum hafnaði dómari kröfu lögreglu en samþykkti í 321 skipti. Það þýðir að dómari féllst á kröfu lögreglu í 98,7 prósent tilvika.

Bréf ráðuneytisins verður ekki skilið öðruvísi en svo að stjórnvöld telji að heimildinni sé ekki misbeitt hér landi, heldur eingöngu beitt af ítrustu nauðsyn. Dómari tæki alltaf ákvörðun um hvort henni skuli beitt. Einangrunarvist heimili dómari einungis að uppfylltum ströngum lagaskilyrðum og eftir að hafa gengið úr skugga um að önnur vægari úrræði dugi ekki.

Þrátt fyrir þessar fullyrðingar kvaðst dómsmálaráðuneytið ekki geta veitt upplýsingar um hvernig dómstólar stæðu að því að vega og meta kröfur lögreglu um einangrun grunaðra manna. Dómsmálaráðuneytið vísaði sem fyrr segir, margsinnis til þess í svörum sínum til Amnesty að upplýsingar væru ekki tiltækar. Þetta átti til að mynda við um tölur yfir fjölda fólks með geðsjúkdóma sem vistaður hefði verið í einangrun á síðastliðnum fimm árum. Þær reyndust ekki til.  

Í fararbroddi Evrópuráðsins

„Stjórnvöld verða að horfast í augu við staðreyndir,“ er haft eftir Simon Crowther lögfræðingur Amnesty International í fréttatilkynningu vegna útgáfu skýrslunnar. Simon gagnrýnir að íslensk stjórnvöld hafi þverskallast við að fara að alþjóðasamningum og ábendingum alþjóðastofnana, á sama tíma og Ísland taki að sér að stýra stofnunum sem eiga að sjá til þess að aðrar þjóðir fari að þeim sömu reglum og Íslendingar brjóta. 

„Íslensk stjórnvöld brjóta gegn alþjóðlegum skuldbindingum sínum á sama tíma og Ísland gegnir formennsku stofnunar sem ber ábyrgð á að koma í veg fyrir og útrýma pyndingum í Evrópu. Ísland verður að gera marktækar breytingar til að sporna gegn pyndingum og annarri ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu.“

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Anna Á. skrifaði
    Þetta er núverandi ríkisstjórn og alþingi til háborinnar skammar.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Þegar framtíðin hverfur má leita skjóls í eldamennsku
GagnrýniHo did I get to the bomb shelter

Þeg­ar fram­tíð­in hverf­ur má leita skjóls í elda­mennsku

List­fræð­ing­ur­inn Mar­grét Elísa­bet Ólafs­dótt­ir brá sér í Nor­ræna hús­ið og rýndi í sýn­ingu lista­manna frá Úkraínu.
Njáls saga Einars Kárasonar – með Flugumýrartvisti
GagnrýniNálsbrennusaga og flugumýrartvist

Njáls saga Ein­ars Kára­son­ar – með Flugu­mýr­art­visti

Leik­hús­fræð­ing­ur­inn Jakob S. Jóns­son skellti sér í Borg­ar­nes og sá Ein­ar Kára­son í Land­náms­setrinu.
Fyrirbæri: Miðstöð listamanna og áhugafólks um myndlist
MenningHús & Hillbilly

Fyr­ir­bæri: Mið­stöð lista­manna og áhuga­fólks um mynd­list

Í húsi á Æg­is­göt­unni sem byggt var fyr­ir verk­smiðju eru nú vinnu­stof­ur lista­manna, sýn­ing­ar­sal­ur og vett­vang­ur fyr­ir fólk sem vill kaupa sam­tíma­list beint af vinnu­stof­um lista­manna.
Vel gerlegt að ná verðbólguvæntingunum niður – „Ég hef trú á því og við munum skila því í hús“
Fréttir

Vel ger­legt að ná verð­bólgu­vænt­ing­un­um nið­ur – „Ég hef trú á því og við mun­um skila því í hús“

Það er stað­reynd að mark­að­irn­ir hafa misst trú á að stjórn­völd nái verð­bólg­unni nið­ur á næstu miss­er­um, sam­kvæmt fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. „Við verð­um að gang­ast við því,“ seg­ir hann. Taka þurfi hönd­um sam­an og ná nið­ur verð­bólgu­vænt­ing­un­um.
Lögreglan rannsakar stórfellt brot í nánu sambandi og tilraun til manndráps
Fréttir

Lög­regl­an rann­sak­ar stór­fellt brot í nánu sam­bandi og til­raun til mann­dráps

Lög­regl­an á Suð­ur­nesj­um hef­ur haft til rann­sókn­ar ætl­að stór­fellt brot í nánu sam­bandi og ætl­aða til­raun til mann­dráps frá 25. fe­brú­ar. Karl­mað­ur á fer­tugs­aldri hef­ur ver­ið í gæslu­varð­haldi frá því að mál­ið kom upp.
Loftslagsráðherra og raunveruleikinn
Tryggvi Felixson
Aðsent

Tryggvi Felixson

Lofts­lags­ráð­herra og raun­veru­leik­inn

Formað­ur Land­vernd­ar seg­ir að til að leysa lofts­lags­vand­ann sé nauð­syn­legt að beita meng­un­ar­bóta­regl­unni á alla geira at­vinnu­lífs­ins. Bæði OECD og Al­þjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn hafi ít­rek­að bent á að skatt­ar og gjöld á meng­un séu skil­virk­asta leið­in til að ná mark­mið­um í um­hverf­is­mál­um. „Það er löngu tíma­bært að rík­is­stjórn­in og lofts­lags­ráð­herra við­ur­kenni hið aug­ljósa í þess­um mál­um.“
Hefði stutt útlendingafrumvarpið hefði hún verið á landinu
Fréttir

Hefði stutt út­lend­inga­frum­varp­ið hefði hún ver­ið á land­inu

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra skil­ur vel að út­lend­inga­mál séu um­deild en hún seg­ir að á lands­fundi Vinstri grænna hafi eigi að síð­ur kom­ið fram yf­ir­gnæf­andi stuðn­ing­ur við þing­menn hreyf­ing­ar­inn­ar og ráð­herra. Sex þing­menn VG sam­þykktu út­lend­inga­frum­varp dóms­mála­ráð­herra í síð­ustu viku.
Lygar, járnsprengjur og heitt blý
Flækjusagan

Lyg­ar, járn­sprengj­ur og heitt blý

Tveir gaml­ir menn bú­ast til brott­ferð­ar í Banda­ríkj­un­um, Daniel Ells­berg og Jimmy Cart­er, fyrr­ver­andi for­seti. Báð­ir reyndu að bæta heim­inn, hvor á sinn hátt.
Listræn sýn að handan
Viðtal

List­ræn sýn að hand­an

Gjörn­inga­klúbb­inn þarf vart að kynna en hann stofn­uðu Eirún Sig­urð­ar­dótt­ir, Jóní Jóns­dótt­ir og Sigrún Hrólfs­dótt­ir ár­ið 1996 en síð­ast­nefnd hef­ur ekki starf­að með hópn­um síð­an 2016. Í Í gegn­um tíð­ina hef­ur Gjörn­inga­klúbbur­inn sýnt og kom­ið fram á fjölda einka- og sam­sýn­inga úti um all­an heim, já, og brall­að ýmsi­legt í merku sam­starfi við ann­að lista­fólk, eins og marg­ir vita.
Ausa sér yfir ríkisstjórnina vegna vaxtahækkana
Fréttir

Ausa sér yf­ir rík­is­stjórn­ina vegna vaxta­hækk­ana

Nokkr­ir þing­menn létu stór orð falla á Al­þingi í dag eft­ir stýri­vaxta­hækk­un Seðla­banka Ís­lands. Einn þing­mað­ur sagði að rík­is­stjórn­in væri „kjark­laus og verk­stola“ og ann­ar að hún styddi „að­för að al­menn­ingi“. Enn ann­ar sagði að nú þyrfti þing­ið að hefja sig yf­ir „hvers­dags­þras­ið“ og leita sam­eig­in­legra lausna til að rétta við bók­hald rík­is­ins.
Bókatíð
Friðgeir Einarsson
Pistill

Friðgeir Einarsson

Bóka­tíð

Frið­geir Ein­ars­son gerði heið­ar­lega til­raun til að lesa sig inn í sumar­ið. „Ég var bú­inn að upp­hugsa dá­góð­an lista, þeg­ar það fór snögg­lega aft­ur að kólna.“
Á bilinu tveir til 166 leikskólakennarar hafa útskrifast árlega frá 2005
Fréttir

Á bil­inu tveir til 166 leik­skóla­kenn­ar­ar hafa út­skrif­ast ár­lega frá 2005

Braut­skrán­ing­um úr leik­skóla­kenn­ara­fræði fækk­aði gríð­ar­lega eft­ir að nám­ið var lengt úr þrem­ur í fimm ár­ið 2008. Braut­skrán­ing­um fer nú aft­ur fjölg­andi eft­ir að meist­ara­nám til kennslu var inn­leitt ár­ið 2020 auk laga­breyt­ing­ar sem veit­ir kennslu­rétt­indi óháð skóla­stigi. Því er ekki víst að all­ir leik­skóla­kenn­ar­ar skili sér inn á leik­skóla­stig­ið.

Mest lesið undanfarið ár

  • Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
    1
    Rannsókn

    Jón Bald­vin við nem­anda: „Viltu hitta mig eft­ir næsta tíma“

    Fimmtán ára stúlka í Haga­skóla hélt dag­bók vor­ið 1970 þar sem hún lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem þá var 31 árs gam­all kenn­ari henn­ar. Í bréfi sem hann sendi stúlk­unni seg­ist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu henn­ar.
  • Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
    2
    Eigin Konur#75

    Fylgdi móð­ur sinni í einka­flug­vél

    Ragn­heið­ur er að­eins 15 ára göm­ul en hún fór með mömmu sinni til Nor­egs með einka­flug­vél að sækja bræð­ur sína. Sam­fé­lags­miðl­ar gera börn­um kleift að tjá sig op­in­ber­lega og hef­ur Ragn­heið­ur ver­ið að segja sína sögu á miðl­in­um TikT­ok. Hún tal­ar op­in­skátt um mál­ið sitt eft­ir að barna­vernd og sál­fræð­ing­ur brugð­ust henni. Hvenær leyf­um við rödd barna að heyr­ast? Í þessu við­tali seg­ir Ragn­heið­ur stutt­lega frá því sem hún er nú þeg­ar að tala um á TikT­ok og hver henn­ar upp­lif­un á ferða­lag­inu til Nor­egs var.
  • Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
    3
    Viðtal

    Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

    „Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
  • Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
    4
    Eigin Konur#82

    Fjöl­skyld­an flakk­aði milli hjól­hýsa og hót­ela: Gagn­rýn­ir að barna­vernd skyldi ekki grípa fyrr inn í

    „Ég byrj­aði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eft­ir skóla, því mað­ur vissi aldrei hvar mað­ur myndi vera næstu nótt,“ seg­ir Guð­rún Dís sem er 19 ára. Í við­tali við Eig­in Kon­ur seg­ir hún frá upp­lif­un sinni af því að al­ast upp hjá móð­ur með áfeng­is­vanda. Hún seg­ir að líf­ið hafa breyst mjög til hins verra þeg­ar hún var 12 ára því þá hafi mamma henn­ar byrj­að að drekka. Þá hafi fjöl­skyld­an misst heim­il­ið og eft­ir það flakk­að milli hjól­hýsa og hót­ela. Guð­rún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eft­ir að móð­ir henn­ar op­in­ber­aði sögu sína á YouTu­be. Guð­rún Dís hef­ur lok­að á öll sam­skipti við hana. Guð­rún seg­ir að þó mamma henn­ar glími við veik­indi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagn­rýn­ir starfs­fólk barna­vernd­ar fyr­ir að hafa ekki grip­ið inn í miklu fyrr. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
  • „Ég get ekki lifað við þessa lygi“
    5
    Viðtal

    „Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

    Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
  • „Hann hefur ekki beðist afsökunar“
    6
    Fréttir

    „Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

    Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.
  • Helga Sif og Gabríela Bryndís
    7
    Eigin Konur#80

    Helga Sif og Gabrí­ela Bryn­dís

    Helga Sif stíg­ur nú fram í við­tali við Eig­in kon­ur eft­ir að barns­fað­ir henn­ar birti gerð­ar­dóm í for­sjár­deilu þeirra og nafn­greindi hana og börn­in á Face­book. Helga Sif og börn­in hafa lýst and­legu og kyn­ferð­is­legu of­beldi föð­ur­ins og börn­in segj­ast hrædd við hann. Sál­fræð­ing­ar telja hann engu að síð­ur hæf­an fyr­ir dómi. Nú stend­ur til að færa 10 ára gam­alt lang­veikt barn þeirra til föð­ur­ins með lög­reglu­valdi. Gabrí­ela Bryn­dís er sál­fræð­ing­ur og einn af stofn­end­um Lífs án of­beld­is og hef­ur ver­ið Helgu til að­stoð­ar í mál­inu. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
  • Lifði af þrjú ár á götunni
    8
    Viðtal

    Lifði af þrjú ár á göt­unni

    Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.
  • „Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
    9
    Afhjúpun

    „Hann var ekki að kaupa að­gengi að mér þeg­ar hann lán­aði mér pen­ing“

    Katrín Lóa Kristrún­ar­dótt­ir þótt­ist hepp­in þeg­ar henni var tjáð af vinnu­veit­anda sín­um, Helga Vil­hjálms­syni í Góu, að hann gæti lán­að henni fyr­ir út­borg­un í íbúð. Hún hefði þó aldrei þeg­ið slíkt lán ef hún hefði vit­að hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýs­ir því að eft­ir lán­veit­ing­una hafi hún þurft að sitja und­ir kyn­ferð­is­legri áreitni Helga svo mán­uð­um skipti. Helgi bið­ur Katrínu Lóu af­sök­un­ar á fram­ferði sínu.
  • Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
    10
    Úttekt

    Mata-veld­ið: Skattaund­an­skot og sam­keppn­is­brot í skjóli rík­is­ins

    Mata-systkin­in og fyr­ir­tæki þeirra hafa ít­rek­að ver­ið gerð aft­ur­reka með við­skiptaflétt­ur sem fólu í sér að koma mörg hundruð millj­óna hagn­aði und­an skatti. Á sama tíma og fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar byggja hagn­að sinn á sölu mat­væla und­ir toll­vernd, hafa þau greitt há­ar sekt­ir fyr­ir sam­keppn­is­brot og lagst í ómælda vinnu við að kom­ast und­an því að greiða skatta hér á landi, með við­skiptaflétt­um í gegn­um þekkt skatta­skjól.