Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Leiftrandi umræður um alþjóðamál

Christoph­er Lydon fjall­ar um bók­mennt­ir og list­ir, auk þess að rýna í sam­fé­lags­mál, stjórn­mál og al­þjóða­mál.

Leiftrandi umræður um alþjóðamál

Bandaríski fjölmiðlamaðurinn Christopher Lydon (f. 1940) hefur allt frá árinu 2003 haldið úti þættinum Open Source, sem stærir sig af því að vera heimsins fyrsta hlaðvarp, en í upphafi hafði Lydon þann háttinn á að birta hljóðskrá með þættinum í færslum á bloggsíðu sinni, og félagi hans útbjó RSS-streymi með þáttunum.

Efnistök þáttanna eru margvísleg. Lydon fjallar mikið um bókmenntir og listir, auk þess að rýna í samfélagsmál, stjórnmál og alþjóðamál. Sjálfur sperri ég helst eyrun þegar umræðan beinist að alþjóðamálum, en Lydon kallar til sín sérfræðinga héðan og þaðan úr bandarísku og alþjóðlegu fræðasamfélagi og á hreinskiptin, kvik og fræðandi samtöl, um margvísleg málefni. 

Staða og hlutverk Bandaríkjanna í heiminum er Lydon hugleikin og oft til umræðu í þættinum. Undir lok síðasta árs fóru í loftið tveir þættir af hlaðvarpinu sem sérstaklega er hægt að mæla með. Humane Wartime heitir þáttur sem fór í loftið um miðjan október, en þar er rætt um herveldið Bandaríkin og þau óljósu skil sem hafa orðið á stríði og friði í stanslausum stríðum undanfarinna áratuga. Í byrjun nóvember birtist svo þátturinn Polycrisis, samtal Lydons við sagnfræðinginn Adam Tooze um margvíslegar krísur sem heimurinn stendur frammi fyrir um þessar mundir.

Nýir þættir af Open Source koma venjulega inn á hlaðvarpsveitur á föstudögum. Sperrið eyrun.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hlaðvarpið

Mest lesið

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
1
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Sendu skip til Grænlands
5
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
2
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Indriði Þorláksson
5
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár