Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Leiftrandi umræður um alþjóðamál

Christoph­er Lydon fjall­ar um bók­mennt­ir og list­ir, auk þess að rýna í sam­fé­lags­mál, stjórn­mál og al­þjóða­mál.

Leiftrandi umræður um alþjóðamál

Bandaríski fjölmiðlamaðurinn Christopher Lydon (f. 1940) hefur allt frá árinu 2003 haldið úti þættinum Open Source, sem stærir sig af því að vera heimsins fyrsta hlaðvarp, en í upphafi hafði Lydon þann háttinn á að birta hljóðskrá með þættinum í færslum á bloggsíðu sinni, og félagi hans útbjó RSS-streymi með þáttunum.

Efnistök þáttanna eru margvísleg. Lydon fjallar mikið um bókmenntir og listir, auk þess að rýna í samfélagsmál, stjórnmál og alþjóðamál. Sjálfur sperri ég helst eyrun þegar umræðan beinist að alþjóðamálum, en Lydon kallar til sín sérfræðinga héðan og þaðan úr bandarísku og alþjóðlegu fræðasamfélagi og á hreinskiptin, kvik og fræðandi samtöl, um margvísleg málefni. 

Staða og hlutverk Bandaríkjanna í heiminum er Lydon hugleikin og oft til umræðu í þættinum. Undir lok síðasta árs fóru í loftið tveir þættir af hlaðvarpinu sem sérstaklega er hægt að mæla með. Humane Wartime heitir þáttur sem fór í loftið um miðjan október, en þar er rætt um herveldið Bandaríkin og þau óljósu skil sem hafa orðið á stríði og friði í stanslausum stríðum undanfarinna áratuga. Í byrjun nóvember birtist svo þátturinn Polycrisis, samtal Lydons við sagnfræðinginn Adam Tooze um margvíslegar krísur sem heimurinn stendur frammi fyrir um þessar mundir.

Nýir þættir af Open Source koma venjulega inn á hlaðvarpsveitur á föstudögum. Sperrið eyrun.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hlaðvarpið

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu