Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Leiftrandi umræður um alþjóðamál

Christoph­er Lydon fjall­ar um bók­mennt­ir og list­ir, auk þess að rýna í sam­fé­lags­mál, stjórn­mál og al­þjóða­mál.

Leiftrandi umræður um alþjóðamál

Bandaríski fjölmiðlamaðurinn Christopher Lydon (f. 1940) hefur allt frá árinu 2003 haldið úti þættinum Open Source, sem stærir sig af því að vera heimsins fyrsta hlaðvarp, en í upphafi hafði Lydon þann háttinn á að birta hljóðskrá með þættinum í færslum á bloggsíðu sinni, og félagi hans útbjó RSS-streymi með þáttunum.

Efnistök þáttanna eru margvísleg. Lydon fjallar mikið um bókmenntir og listir, auk þess að rýna í samfélagsmál, stjórnmál og alþjóðamál. Sjálfur sperri ég helst eyrun þegar umræðan beinist að alþjóðamálum, en Lydon kallar til sín sérfræðinga héðan og þaðan úr bandarísku og alþjóðlegu fræðasamfélagi og á hreinskiptin, kvik og fræðandi samtöl, um margvísleg málefni. 

Staða og hlutverk Bandaríkjanna í heiminum er Lydon hugleikin og oft til umræðu í þættinum. Undir lok síðasta árs fóru í loftið tveir þættir af hlaðvarpinu sem sérstaklega er hægt að mæla með. Humane Wartime heitir þáttur sem fór í loftið um miðjan október, en þar er rætt um herveldið Bandaríkin og þau óljósu skil sem hafa orðið á stríði og friði í stanslausum stríðum undanfarinna áratuga. Í byrjun nóvember birtist svo þátturinn Polycrisis, samtal Lydons við sagnfræðinginn Adam Tooze um margvíslegar krísur sem heimurinn stendur frammi fyrir um þessar mundir.

Nýir þættir af Open Source koma venjulega inn á hlaðvarpsveitur á föstudögum. Sperrið eyrun.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hlaðvarpið

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár