Leiftrandi umræður um alþjóðamál

Christoph­er Lydon fjall­ar um bók­mennt­ir og list­ir, auk þess að rýna í sam­fé­lags­mál, stjórn­mál og al­þjóða­mál.

Leiftrandi umræður um alþjóðamál

Bandaríski fjölmiðlamaðurinn Christopher Lydon (f. 1940) hefur allt frá árinu 2003 haldið úti þættinum Open Source, sem stærir sig af því að vera heimsins fyrsta hlaðvarp, en í upphafi hafði Lydon þann háttinn á að birta hljóðskrá með þættinum í færslum á bloggsíðu sinni, og félagi hans útbjó RSS-streymi með þáttunum.

Efnistök þáttanna eru margvísleg. Lydon fjallar mikið um bókmenntir og listir, auk þess að rýna í samfélagsmál, stjórnmál og alþjóðamál. Sjálfur sperri ég helst eyrun þegar umræðan beinist að alþjóðamálum, en Lydon kallar til sín sérfræðinga héðan og þaðan úr bandarísku og alþjóðlegu fræðasamfélagi og á hreinskiptin, kvik og fræðandi samtöl, um margvísleg málefni. 

Staða og hlutverk Bandaríkjanna í heiminum er Lydon hugleikin og oft til umræðu í þættinum. Undir lok síðasta árs fóru í loftið tveir þættir af hlaðvarpinu sem sérstaklega er hægt að mæla með. Humane Wartime heitir þáttur sem fór í loftið um miðjan október, en þar er rætt um herveldið Bandaríkin og þau óljósu skil sem hafa orðið á stríði og friði í stanslausum stríðum undanfarinna áratuga. Í byrjun nóvember birtist svo þátturinn Polycrisis, samtal Lydons við sagnfræðinginn Adam Tooze um margvíslegar krísur sem heimurinn stendur frammi fyrir um þessar mundir.

Nýir þættir af Open Source koma venjulega inn á hlaðvarpsveitur á föstudögum. Sperrið eyrun.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hlaðvarpið

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
2
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár