Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Leiftrandi umræður um alþjóðamál

Christoph­er Lydon fjall­ar um bók­mennt­ir og list­ir, auk þess að rýna í sam­fé­lags­mál, stjórn­mál og al­þjóða­mál.

Leiftrandi umræður um alþjóðamál

Bandaríski fjölmiðlamaðurinn Christopher Lydon (f. 1940) hefur allt frá árinu 2003 haldið úti þættinum Open Source, sem stærir sig af því að vera heimsins fyrsta hlaðvarp, en í upphafi hafði Lydon þann háttinn á að birta hljóðskrá með þættinum í færslum á bloggsíðu sinni, og félagi hans útbjó RSS-streymi með þáttunum.

Efnistök þáttanna eru margvísleg. Lydon fjallar mikið um bókmenntir og listir, auk þess að rýna í samfélagsmál, stjórnmál og alþjóðamál. Sjálfur sperri ég helst eyrun þegar umræðan beinist að alþjóðamálum, en Lydon kallar til sín sérfræðinga héðan og þaðan úr bandarísku og alþjóðlegu fræðasamfélagi og á hreinskiptin, kvik og fræðandi samtöl, um margvísleg málefni. 

Staða og hlutverk Bandaríkjanna í heiminum er Lydon hugleikin og oft til umræðu í þættinum. Undir lok síðasta árs fóru í loftið tveir þættir af hlaðvarpinu sem sérstaklega er hægt að mæla með. Humane Wartime heitir þáttur sem fór í loftið um miðjan október, en þar er rætt um herveldið Bandaríkin og þau óljósu skil sem hafa orðið á stríði og friði í stanslausum stríðum undanfarinna áratuga. Í byrjun nóvember birtist svo þátturinn Polycrisis, samtal Lydons við sagnfræðinginn Adam Tooze um margvíslegar krísur sem heimurinn stendur frammi fyrir um þessar mundir.

Nýir þættir af Open Source koma venjulega inn á hlaðvarpsveitur á föstudögum. Sperrið eyrun.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hlaðvarpið

Mest lesið

Hvalfjörðurinn endi ekki sem „ruslahaugur alls konar tilrauna“
2
SkýringVindorka á Íslandi

Hval­fjörð­ur­inn endi ekki sem „ruslahaug­ur alls kon­ar til­rauna“

Ra­feldsneytis­verk­smiðj­ur eru sögu­lega orku­frek­ar. Þær eru líka fyr­ir­ferð­ar­mikl­ar og með tengd­um mann­virkj­um á borð við bryggj­ur og virkj­an­ir yrði rask af þeim mik­ið. „Má ekki ákveða á ein­hverj­um tíma­punkti að nóg sé kom­ið?“ spyr kona í Hval­firði sem myndi sjá 60 metra há­an kyndil ra­feldsneytis­verk­smiðju á Grund­ar­tanga frá jörð­inni sinni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu