Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Hinn svokallaði sveigjanleiki leikur mörg heimilin grátt“

Þing­mað­ur Við­reisn­ar spyr hvers vegna al­menn­ing­ur þurfi einn að taka á sig kostn­að­inn af krón­unni. Hún seg­ir að „hinn svo­kall­aði sveigj­an­leiki“ leiki mörg heim­il­in grátt en á sama tíma hafi um 250 ís­lensk fyr­ir­tæki val­ið að yf­ir­gefa krón­una.

„Hinn svokallaði sveigjanleiki leikur mörg heimilin grátt“
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar fjallaði um efnahagsmál og krónuna í ræðu á Alþingi í dag. Mynd: Eyþór Árnason

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar segir að það sé pólitískt val að bjóða almenningi örgjaldmiðil sem valdi erfiðri stöðu heimilanna. 

„Ég spyr mig að því hvers vegna ekkert er gert til að ráðast að rót vandans sem er íslenska örmyntin sem sveiflast með þeim hætti að það framkallar nánast sjóveiki yfir þjóðina,“ sagði hún í pontu Alþingis en hún gerði efnahagsmál á Íslandi að umtalsefni undir liðnum störf þingsins í dag. 

Þorbjörg sagði að mikil verðbólga og örar vaxtahækkanir Seðlabankans hefðu þyngt róður heimilanna mjög. 

„Það er stutt síðan að meiri hluti nýrra lána var óverðtryggður en staðan í dag er að 86 prósent nýrra lána hjá bönkunum eru verðtryggð. Ríkisstjórnin talar um að þessi sveigjanleiki sé góður fyrir heimilin en fyrir fólk sem upplifir það nánast sem áhættufjárfestingu að ætla sér að eignast heimili er erfitt að taka undir,“ sagði hún. 

Kennir krónunni um háa vexti

Þorbjörg sagði að kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins um íslenskt lágvaxtaskeið hefðu staðið í „heila fimm mánuði“. 

„Þá var komið að næstu bylgju hins svokallaða sveigjanleika. Verðbólgan er auðvitað veruleikinn víða um lönd núna og það er staðreynd að verðbólgan er víða hærri en hér á Íslandi, en vextirnir á Íslandi eru margfalt hærri en annars staðar. Ástæðan fyrir því er einföld og það er gjaldmiðillinn okkar. Það er pólitískt val að bjóða almenningi örgjaldmiðil sem veldur þessari stöðu. Ég spyr mig að því hvers vegna ekkert er gert til að ráðast að rót vandans sem er íslenska örmyntin sem sveiflast með þeim hætti að það framkallar nánast sjóveiki yfir þjóðina.“

Fram kom í máli hennar að hún hefði fengið þær upplýsingar frá Seðlabankanum í lok árs að rúmur fjórðungur lántakenda hefðu þá verið með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum. „Þetta eru þá þau heimili sem hafa tekið á sig raðhækkanir á vöxtum af fullum þunga. Við þennan hóp bætast svo um 4.500 heimili sem eru með lán sem koma til endurskoðunar á þessu ári. 

Hinn svokallaði sveigjanleiki leikur mörg heimilin grátt núna, en á sama tíma eru um 250 íslensk fyrirtæki sem hafa valið að yfirgefa krónuna og gera upp í öðrum gjaldmiðli til að geta rekið fyrirtæki sín á stöðugum grundvelli, laus við þessar sveiflur. Þessum fyrirtækjum fjölgar ár frá ári. Hin stóra pólitíska spurning hlýtur þess vegna að vera: Hvers vegna þarf almenningur einn að taka á sig kostnaðinn af krónunni?“ spurði hún að lokum. 

Verðtryggðu lánin geti „verið algjör lífsbjörg“

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra talaði um verðtryggð og óverðtryggð lán í óundirbúnum fyrirspurnatíma í fyrradag. Hann sagðist hafa verið talsmaður þess að fólk hefði frelsi til að velja á milli ólíkra kosta. „Það er tilfellið með verðtryggð lán að þau bjóða lántakandanum upp á minni mánaðarlega greiðslubyrði, sérstaklega þessi dæmigerðu verðtryggðu lán, sem getur verið algjör lífsbjörg fyrir þá sem hafa tekið óverðtryggt lán og eru núna að upplifa mikla hækkun á greiðslubyrðinni. 

Það er ástæðan fyrir því að við börðumst fyrir því, Sjálfstæðismenn á sínum tíma, að fella niður stimpilgjöldin af endurfjármögnun slíkra lána, vegna þess að það væri ósanngjarnt að ríkið ætti að hafa af því tekjur þegar fólk væri að koma sér í frekara skjól. Dæmin sem við vitum um úr fjármálakerfinu eru um það að margir hafi nýtt sér þennan kost. Ég verð að lýsa mikilli furðu þegar ég heyri ítrekað hér í þingsal að fólk vilji bara loka þessum dyrum, banna fólki að veita sér þessa björg. Og hvað á þá að gera í staðinn?“ spurði ráðherrann. 

„Hvað á þá að gera í staðinn? spyr ég háttvirtan þingmann. Lengja í láninu, er sagt. Það er ekki að fara að bjarga neinum. Hérna er einfaldlega um að ræða úrræði sem hefur verið umdeilt lengi og getur gagnast og það er að gagnast núna. Eða er allt þetta fólk að taka rangar ákvarðanir að mati háttvirts þingmanns?“ spurði hann jafnframt. 

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    „Það er tilfellið með verðtryggð lán að þau bjóða lántakandanum upp á minni mánaðarlega greiðslubyrði,......
    Meiri blekkingarnar hjá Bjarna. Það er aðeins fyrstu misserin sem mánaðarleg greiðslubyrði er minni á verðtryggðum lánum. Þegar frá líður verður greiðslubyrði óverðtryggðra lána miklu minni.
    Annars verður ekki hægt að fá húsnæðislán á viðunandi kjörum á Íslandi fyrr en við höfum tekið upp evru eftir inngöngu í ESB. Er það ekki löngu orðið ljóst?
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár