Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Þetta er allt önnur og miklu betri staða heldur en víða á við í Evrópu“

Fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og þing­mað­ur Flokks fólks­ins voru ekki sam­mála um stöðu heim­il­anna á þingi í dag en þau ræddu með­al ann­ars verð­tryggð og óverð­tryggð lán og áhrif krónu­tölu­hækk­ana á verð­bólg­una.

„Þetta er allt önnur og miklu betri staða heldur en víða á við í Evrópu“
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Mynd: Pressphotos

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist hafa „ágætis væntingar um að staða heimilanna verði varin til skamms tíma“ með þeim kjarasamningum sem búið er að skrifa undir og „miðað við þær horfur sem við sjáum fram á núna“. Þetta kom fram í máli ráðherrans í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. 

Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins spurði Bjarna meðal annars hvernig hann hygðist bregðast við hækkandi verðbólgu.

„Þetta er allt önnur og miklu betri staða heldur en víða á við í Evrópu þar sem kaupmáttur er um þessar mundir að hrynja og ríkissjóðir eiga í mesta basli með að láta opinberar bætur fylgja verðlagi,“ sagði ráðherrann.

Dæmið gengur ekki upp

Ásthildur Lóa hóf mál sitt á því að segja að þegar hún horfir á stöðuna sem blasir við fyllist hún ísköldum ótta fyrir hönd þúsunda heimila á landinu. „Staðreyndin er sú að dæmið gengur ekki upp. Yfirdráttarlán heimilanna eru að aukast og þriðjungur heimila nær ekki endum saman. Til að berjast við verðbólgu sem veldur nær 30.000 króna hækkun á greiðslubyrði heimila á mánuði hefur Seðlabanki Íslands aukið greiðslubyrði þeirra um 130.000 krónur á mánuði með gríðarlegum vaxtahækkunum, miðað við 30 milljóna króna lán. 

Í stað þess að glíma við hækkun upp á kannski 30.000 krónur í hverjum mánuði eru heimilin að horfa upp á 160.000 króna hækkun mánaðarlegra útgjalda. Leigumarkaðurinn er svo kapítuli út af fyrir sig, sem ekki verður farið í hér, en leiga hefur hækkað gríðarlega í sama takti,“ sagði hún. 

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins.

Benti hún á að yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar væri að draga úr þenslu og verðbólgu en eina aðgerðin til þess hefði verið hækkun vaxta sem bitnaði mest á þeim sem minnst eiga og mest skulda, en minnst á þeim sem hafa efni á að valda þenslu. Spurði hún ráðherrann hvort hann teldi þær krónutöluhækkanir sem samþykktar voru fyrir jólin vera í takti við þessi markmið. 

„Það er engin spurning að þær hækkanir koma beint inn í verðbólguna og viðhalda henni. Telur fjármálaráðherra það vera í takti við þessi markmið eða góða fjármálastjórnina að hækka bensínverð um 9 krónur á lítra sem mun fara beint inn í verðbólguna og þannig viðhalda háu verðbólgustigi? Telur ráðherra ekki ástæðu til að koma böndum á hagnaðardrifna verðbólgu sem er keyrð áfram af verðhækkunum fyrirtækja sem skila á sama tíma methagnaði? Ráðherra hefur því miður sýnt slæmt fordæmi með gríðarlegri hækkun krónutölugjalda, en mun ráðherra bregðast við verðbólgunni eða mun hann halda áfram að ganga í takt með stórfyrirtækjum, skrúfa upp verðlag og auka þannig álögur heimila sem mörg hver eru nú þegar að kikna undan álagi?“ spurði hún. 

Segir hátt húsnæðisverð hafa keyrt verðbólguna áfram

Bjarni svaraði og sagði að með þeim kjarasamningum sem nýlega hefðu verið gerðir og í ljósi þess hvernig verðbólgunni væri spáð á þessu ári væri allt útlit fyrir að kaupmáttur heimilanna héldi áfram að vaxa á árinu 2023. 

„Auðvitað er það rétt að ef við hækkum krónutölugjöld ríkisins og tryggjum þannig að þau haldi í við verðlag hefur það einhver áhrif á verðbólguna. En við þurfum að svara því hvaða áhrif það hefur á verðbólguna og við svöruðum því í þingskjalinu sem lá fyrir þinginu, áhrifin voru í kringum 0,2 prósent á ári. Þessar stóru breytingar sem hafa verið að keyra verðbólguna áfram á Íslandi eru af allt öðrum toga. Þar fer saman annars vegar mikil hækkun á húsnæðisverði, sem við sjáum fyrir endann á miðað við nýjustu tölurnar, en við höfum líka séð miklar hækkanir á aðföngum til landsins sem er erfitt að berjast við með vaxtahækkunum eða öðrum hætti,“ sagði hann.  

Bjarni telur að aftur á móti þurfi að stilla saman þessa arma ríkisvaldsins. „Í fyrsta lagi vinnumarkaðinn og síðan framkvæmd peningastefnunnar, til að þeir séu að toga í sömu átt til að hafa þau áhrif sem hægt er. Ég hef ágætis væntingar um að staða heimilanna verði varin til skamms tíma með þessum kjarasamningum og miðað við þær horfur sem við sjáum fram á núna. Þetta er allt önnur og miklu betri staða heldur en víða á við í Evrópu þar sem kaupmáttur er um þessar mundir að hrynja og ríkissjóðir eiga í mesta basli með að láta opinberar bætur fylgja verðlagi, svo að dæmi sé tekið, eins og við sáum í Bretlandi fyrir áramótin. Það varð þó á endanum niðurstaðan að bætur hækkuðu í samræmi við verðlag.“

Ráðherrann sagði jafnframt að dæmin sem Ásthildur Lóa rakti í fyrirspurn sinni væru ekki almennt lýsandi fyrir stöðu heimilanna sem væru í dag „með betri greiðslustöðu í viðskiptabankakerfinu á Íslandi heldur en fyrir faraldurinn“.

Spurði hvort Bjarni ætlaði að mæla með skjóli verðtryggðra lána

Ásthildur Lóa kom í pontu í annað sinn og sagði að staða þeirra sem væru með óverðtryggð lán væri virkilega slæm og að margir freistuðust til að létta á greiðslubyrðinni með því að skuldbreyta yfir í verðtryggð lán. „Bæði seðlabankastjóri og fjármálaráðherra hafa hreinlega hvatt fólk til þess og kallað verðtryggð lán lausn við vandanum sem þeir hafa sjálfir búið til. Veit ráðherra hversu mikil áhrif sú 3,4 prósentustiga hækkun, úr 6 prósent í 9,4 prósent, sem varð á verðbólgunni á síðasta ári, hafði á verðtryggð lán?“ spurði hún. 

„Til að upplýsa ráðherrann um afleiðingar þess að gera ekki neitt og til að sporna gegn því ætla ég að fara yfir nokkrar tölur. Um áramótin 2021 til 2022, í 6 prósent verðbólgu, stóð fimm ára gamalt verðtryggt 30 milljóna króna lán í 32,5 milljónum. Í nóvember, þegar verðbólgan var komin í 9,4 prósent, reiknuðu Hagsmunasamtök heimilanna þetta aftur og komust að því að áhrifin sem hækkun verðbólgu um 3,4 prósentustig hefði á þetta lán væru vægast sagt sláandi, eins og eftirfarandi samanburður á 6 prósent ársverðbólgu annars vegar og 9,4 prósent verðbólgu hins vegar sýnir: Lán sem hefði staðið í 33,4 milljónum í árslok fer í 35 milljónir. Lán sem hefði hækkað um 75.000 krónur hækkar um 208.000 krónur. Lán, sem hefði kostað 7 milljónir aukalega vegna ársins 2022, kostar 23 milljónum meira, eða 30 milljónir. Og lán sem hefði verið komið niður í upphaflegan höfuðstól eftir 26 ár mun ekki komast niður í hann fyrr en eftir 39 ár,“ sagði hún. 

Ásthildur Lóa spurði þar af leiðandi: „Ætlar ráðherra að halda áfram að mæla með skjóli verðtryggðra lána við fólk sem ræður ekki við afborganir óverðtryggðra lána vegna þeirra yfirgengilegu og gagnslausu vaxtahækkana sem dunið hafa á því allt síðastliðið ár?“

Vill að fólk hafi val

Bjarni sagði í framhaldinu að hann hefði aldrei hvatt fólk til að taka eitt lánsform umfram annað. „Ég hef hins vegar verið talsmaður þess að fólk hafi frelsi til að velja á milli ólíkra kosta. Það er tilfellið með verðtryggð lán að þau bjóða lántakandanum upp á minni mánaðarlega greiðslubyrði, sérstaklega þessi dæmigerðu verðtryggðu lán, sem getur verið algjör lífsbjörg fyrir þá sem hafa tekið óverðtryggt lán og eru núna að upplifa mikla hækkun á greiðslubyrðinni. 

Það er ástæðan fyrir því að við börðumst fyrir því, Sjálfstæðismenn á sínum tíma, að fella niður stimpilgjöldin af endurfjármögnun slíkra lána, vegna þess að það væri ósanngjarnt að ríkið ætti að hafa af því tekjur þegar fólk væri að koma sér í frekara skjól. Dæmin sem við vitum um úr fjármálakerfinu eru um það að margir hafi nýtt sér þennan kost. Ég verð að lýsa mikilli furðu þegar ég heyri ítrekað hér í þingsal að fólk vilji bara loka þessum dyrum, banna fólki að veita sér þessa björg. Og hvað á þá að gera í staðinn?“ spurði ráðherrann. 

Ásthildur Lóa kallaði fram í svar Bjarna og lagði til að fólk gæti lengt í láninu. „Hvað á þá að gera í staðinn? spyr ég háttvirtan þingmann. Lengja í láninu, er sagt. Það er ekki að fara að bjarga neinum. Hérna er einfaldlega um að ræða úrræði sem hefur verið umdeilt lengi og getur gagnast og það er að gagnast núna. Eða er allt þetta fólk að taka rangar ákvarðanir að mati háttvirts þingmanns?“ spurði hann að lokum.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁGS
    Ásgeir Grétar Sigurðsson skrifaði
    Allt er betra en verðtryggt lán.
    0
  • Magnús Mörður Gígja skrifaði
    Drullast til að samþykkja nýju stjórnarskránna og ganga í Evrópusambandið og takka upp Evruna eins fljótt og hægt er.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

RÚV frestaði sýningu dagskrárliða til að forðast tap á síðasta ári
1
Greining

RÚV frest­aði sýn­ingu dag­skrárliða til að forð­ast tap á síð­asta ári

RÚV fékk 5,7 millj­arða króna úr rík­is­sjóði í fyrra og afl­aði 2,9 millj­arða króna tekna af sam­keppn­is­rekstri, sem er að­al­lega sala á aug­lýs­ing­um. Tekj­ur fyr­ir­tæk­is­ins hafa auk­ist mik­ið á síð­ustu ár­um, ann­ars veg­ar vegna þess að íbú­um lands­ins hef­ur fjölg­að og hins veg­ar vegna þess að aug­lýs­inga­tekj­ur hafa auk­ist.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
2
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
4
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
Niðurstaðan hefði getað verið dramatískari
5
Fréttir

Nið­ur­stað­an hefði getað ver­ið drama­tísk­ari

Í nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu um brot ís­lenska rík­is­ins í Al­þing­is­kosn­ing­un­um ár­ið 2021 er ekki kveð­ið skýrt á um að breyta þurfi stjórn­ar­skránni en regl­ur þurfi að setja um það hvernig Al­þingi tek­ur á mál­um eins og því sem kom upp eft­ir end­urtaln­ingu í Norð­vest­ur­kjör­dæmi. Lektor í lög­fræði seg­ir að nið­ur­stað­an hefði getað orð­ið drama­tísk­ari hvað stjórn­ar­skrána varð­ar.
Þöggunarmálsóknir gegn fjölmiðlum mæta andstöðu Evrópuráðs
8
Erlent

Þögg­un­ar­mál­s­ókn­ir gegn fjöl­miðl­um mæta and­stöðu Evr­ópu­ráðs

Ráð­herr­a­ráð Evr­ópu­ráðs hef­ur birt til­mæli til allra að­ild­ar­ríkja, þar með tal­ið Ís­lands, um að vinna eigi gegn SLAPP-mál­sókn­um, sem séu skað­leg­ar lýð­ræð­inu og al­manna­hag. Slík­um mál­sókn­um hef­ur ver­ið beitt gegn al­menn­ingi og fjöl­miðl­um til að þagga nið­ur eða refsa fyr­ir óþægi­lega um­fjöll­un. Tölu­vert er um SLAPP-mál­sókn­ir á Ís­landi, en ekk­ert ból­ar á inn­leið­ingu slíkra til­mæla af rík­is­stjórn, seg­ir Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata.
Hljómsveitarstjórar rabba saman: Daníel Bjarnason og Jakub Hruša
10
Viðtal

Hljóm­sveit­ar­stjór­ar rabba sam­an: Daní­el Bjarna­son og Jakub Hruša

Til er bók þar sem fræg­ir rit­höf­und­ar tala við aðra fræga rit­höf­unda um líf­ið og til­ver­una. Í til­efni komu sin­fón­íu­hljóm­sveit­ar­inn­ar í Bam­berg, sem er ein sú fremsta í Evr­ópu, lá beint við að fá tón­skáld­ið og hljóm­sveit­ar­stjór­ann Daní­el Bjarna­son til að ræða við Jakub Hruša, hinn þekkta hljóm­sveit­ar­stjóra henn­ar. Hér er sam­tal tveggja eld­klárra hljóm­sveit­ar­stjóra – um það sem hljóm­sveit­ar­stjór­ar ræða í góðu tómi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Þetta er móðgun við okkur“
5
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.
Sakar nýjan matvælaráðherra um lygar
7
Fréttir

Sak­ar nýj­an mat­væla­ráð­herra um lyg­ar

Ólaf­ur Stephen­sen, Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­anda, seg­ir að ný­skip­að­ur mat­væla­ráð­herra hafi sagt ósátt þeg­ar hún sagði að all­ir um­sagnar­að­il­ar hafi ver­ið kall­að­ir á fund at­vinnu­vega­nefnd­ar til að ræða frum­varp til breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um. Ólaf­ur seg­ir að Fé­lag at­vinnu­rek­anda hafi ekki feng­ið boð á fund áð­ur en um­deild­ar breyt­ing­ar á lög­un­um voru sam­þykkt­ar.
„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
8
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
10
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu